< Psalmorum 29 >

1 Psalmus David, In consummatione tabernaculi. Afferte Domino filii Dei: afferte Domino filios arietum:
Þið englar Drottins, lofið hann í mætti hans og dýrð!
2 Afferte Domino gloriam et honorem, afferte Domino gloriam nomini eius: adorate Dominum in atrio sancto eius.
Lofið hann í mikilleik dýrðar hans, þeirri dýrð er stafar af nafni hans. Tilbiðjið hann í helgum skrúða.
3 Vox Domini super aquas, Deus maiestatis intonuit: Dominus super aquas multas.
Raust Drottins fyllir himininn, hún kveður við eins og þruma!
4 Vox Domini in virtute: vox Domini in magnificentia.
Rödd hans hljómar kröftuglega, hún hljómar af mikilleik og tign.
5 Vox Domini confringentis cedros: et confringet Dominus cedros Libani:
Hún fellir sedrustrén til jarðar og klýfur hin hávöxnu tré í Líbanon. Raust Drottins skekur fjöllin í Líbanon og hristir Hermonfjall.
6 Et comminuet eas tamquam vitulum Libani: et dilectus quemadmodum filius unicornium.
Hans vegna hoppa þau um eins og ungir kálfar!
7 Vox Domini intercidentis flammam ignis:
Rödd Drottins kveður við í eldingunni
8 vox Domini concutientis desertum: et commovebit Dominus desertum Cades.
og endurómar í eyðimörkinni sem nötrar endanna á milli.
9 Vox Domini præparantis cervos, et revelabit condensa: et in templo eius omnes dicent gloriam.
Raust Drottins skekur skógartrén, feykir burt laufi þeirra og lætur hindirnar bera fyrir tímann. Allir þeir sem standa í helgidómi hans segja: „Dýrð! Já, dýrð sé Drottni!“
10 Dominus diluvium inhabitare facit: et sedebit Dominus Rex in æternum.
Flóðið mikla var ógurlegt, en Drottinn er enn meiri! Og enn birtir hann mátt sinn og kraft.
11 Dominus virtutem populo suo dabit: Dominus benedicet populo suo in pace.
Hann mun veita lýð sínum styrkleik og blessa hann með friði og velgengni.

< Psalmorum 29 >