< Mattheum 21 >
1 Et cum appropinquassent Ierosolymis, et venissent Bethphage ad Montem Oliveti: tunc Iesus misit duos discipulos,
Jesús og lærisveinar hans nálguðust nú Jerúsalem. Þegar þeir áttu skammt ófarið til þorpsins Betfage á Olíufjallinu, sendi hann tvo þeirra þangað á undan sér.
2 dicens eis: Ite in castellum, quod contra vos est, et statim invenietis asinam alligatam, et pullum cum ea: solvite, et adducite mihi:
„Þegar þið komið inn í þorpið, munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.
3 et si quis vobis aliquid dixerit, dicite quia Dominus his opus habet: et confestim dimittet eos.
Ef einhver spyr hvað þið séuð að gera, skuluð þið svara: „Drottinn þarfnast þeirra, “og þá mun spyrjandinn láta ykkur afskiptalausa.“
4 Hoc autem totum factum est, ut adimpleretur quod dictum est per prophetam, dicentem:
Með þessu rættist gamall spádómur sem er svona:
5 Dicite filiæ Sion: Ecce Rex tuus venit tibi mansuetus, sedens super asinam, et pullum filium subiugalis.
„Segið Jerúsalem að konungur hennar sé að koma, auðmjúkur og ríðandi á ösnufola!“
6 Euntes autem discipuli fecerunt sicut præcepit illis Iesus.
Lærisveinarnir tveir gerðu eins og þeim var sagt
7 Et adduxerunt asinam, et pullum: et imposuerunt super eos vestimenta sua, et eum desuper sedere fecerunt.
og komu með ösnuna og folann til Jesú. Þeir lögðu síðan yfirhafnir sínar á folann og Jesús settist á bak.
8 Plurima autem turba straverunt vestimenta sua in via: alii autem cædebant ramos de arboribus, et sternebant in via:
Þá breiddu flestir viðstaddra yfirhafnir sínar á veginn en aðrir skáru greinarnar af trjánum og dreifðu þeim á veginn.
9 turbæ autem, quæ præcedebant, et quæ sequebantur, clamabant, dicentes: Hosanna Filio David: benedictus, qui venit in nomine Domini: hosanna in altissimis.
Allt fólkið gekk á undan og hrópaði: „Guð blessi konunginn, son Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Drottinn, sendu honum hjálp þína frá himnum.“
10 Et cum intrasset Ierosolymam, commota est universa civitas, dicens: Quis est hic?
Allt komst í uppnám í Jerúsalem við komu Jesú og fólkið þar spurði: „Hver er þetta?“
11 Populi autem dicebant: Hic est Iesus Propheta a Nazareth Galilææ.
Mannfjöldinn, sem fylgdi honum, svaraði þá: „Þetta er Jesús, spámaðurinn frá Nasaret í Galíleu.“
12 Et intravit Iesus in templum Dei, et eiiciebat omnes vendentes, et ementes in templo, et mensas numulariorum, et cathedras vendentium columbas evertit:
Jesús gekk inn í musterið og rak kaupmennina, sem þar voru, á dyr. Hratt um stöllum dúfnasalanna og borðum þeirra sem skiptu peningum. Hann sagði:
13 et dicit eis: Scriptum est: Domus mea domus orationis vocabitur: vos autem fecistis illam speluncam latronum.
„Biblían segir: „Musteri mitt á að vera bænastaður, en þið hafið gert það að ræningjabæli!““
14 Et accesserunt ad eum cæci, et claudi in templo: et sanavit eos.
Blindir menn og bæklaðir streymdu til hans og hann læknaði þá í musterinu.
15 Videntes autem principes sacerdotum, et Scribæ mirabilia, quæ fecit, et pueros clamantes in templo, et dicentes: Hosanna Filio David: indignati sunt,
Þegar æðstu prestarnir og leiðtogarnir sáu þessi dásamlegu kraftaverk og heyrðu börnin hrópa í musterinu: „Guð blessi son Davíðs!“urðu þeir gramir og sögðu við hann: „Heyrirðu hvað börnin segja?“
16 et dixerunt ei: Audis quid isti dicunt? Iesus autem dixit eis: Utique. Numquam legistis: Quia ex ore infantium, et lactentium perfecisti laudem?
„Já, “svaraði Jesús, „hafið þið aldrei lesið þetta: „Jafnvel börnin munu lofa hann.““
17 Et relictis illis, abiit foras extra Civitatem in Bethaniam: ibique mansit.
Síðan fór Jesús til Betaníu og gisti þar um nóttina.
18 Mane autem revertens in Civitatem, esuriit.
Á leiðinni til Jerúsalem, morguninn eftir, fann hann til svengdar.
19 Et videns fici arborem unam secus viam, venit ad eam: et nihil invenit in ea nisi folia tantum, et ait illi: Numquam ex te fructus nascatur in sempiternum. Et arefacta est continuo ficulnea. (aiōn )
Þá tók hann eftir fíkjutré, sem stóð rétt við veginn. Hann gekk að trénu til að athuga hvort á því væru nokkrar fíkjur, en svo var ekki, einungis lauf. Þá sagði hann við tréð: „Upp frá þessu munt þú aldrei bera ávöxt!“Rétt á eftir visnaði tréð. (aiōn )
20 Et videntes discipuli, mirati sunt, dicentes: Quomodo continuo aruit?
Lærisveinarnir urðu forviða og spurðu: „Hvernig gat tréð visnað svona fljótt?“
21 Respondens autem Iesus, ait eis: Amen dico vobis, si habueritis fidem, et non hæsitaveritis, non solum de ficulnea facietis, sed et si monti huic dixeritis, Tolle, et iacta te in mare, fiet.
„Sannleikurinn er sá, “svaraði Jesús, „að ef þið trúið án þess að efast, þá getið þið gert slíka hluti og jafnvel enn meiri. Þið gætuð til dæmis sagt við þetta fjall: „Flyttu þig út í sjó, “og það mundi hlýða.
22 Et omnia quæcumque petieritis in oratione credentes, accipietis.
Þið getið fengið allt, já allt, sem þið biðjið um – ef þið trúið.“
23 Et cum venisset in templum, accesserunt ad eum docentem, principes sacerdotum, et seniores populi, dicentes: In qua potestate hæc facis? Et quis tibi dedit hanc potestatem?
Þegar Jesús var kominn í musterið og farinn að kenna, komu æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar þjóðarinnar. Þeir kröfðust þess að hann segði þeim hver hefði gefið honum vald til að reka kaupmennina út daginn áður.
24 Respondens Iesus dixit eis: Interrogabo vos et ego unum sermonem: quem si dixeritis mihi, et ego vobis dicam in qua potestate hæc facio.
„Það skal ég segja ykkur, ef þið svarið einni spurningu fyrst, “sagði Jesús.
25 Baptismus Ioannis unde erat? e cælo, an ex hominibus? At illi cogitabant inter se, dicentes:
„Sendi Guð Jóhannes skírara? Já, eða nei!“Þeir báru saman ráð sín: „Ef við segjum að Guð hafi sent hann, þá mun hann spyrja af hverju við höfum þá ekki trúað honum.
26 Si dixerimus, e cælo, dicet nobis: Quare ergo non credidistis illi? Si autem dixerimus, ex hominibus, timemus turbam: omnes enim habebant Ioannem sicut prophetam.
En ef við segjum að Guð hafi ekki sent hann, þá mun fólkið ráðast á okkur, því að það telur að Jóhannes hafi verið spámaður.“
27 Et respondentes Iesu, dixerunt: Nescimus. Ait illis et ipse: Nec ego dico vobis in qua potestate hæc facio.
Að lokum svöruðu þeir: „Við vitum það ekki.“„Þá svara ég ekki heldur spurningu ykkar, “sagði Jesús.
28 Quid autem vobis videtur? Homo quidam habebat duos filios, et accedens ad primum, dixit: Fili, vade hodie, operare in vinea mea.
„En hvað segið þið annars um þetta: Maður nokkur átti tvo syni. Hann sagði við annan: „Sonur minn, þú skalt vinna í víngarðinum í dag.“
29 Ille autem respondens, ait: Nolo. Postea autem, pœnitentia motus, abiit.
„Æ, nei, ég nenni því ekki, “svaraði hann, en seinna sá hann sig um hönd og fór.
30 Accedens autem ad alterum, dixit similiter. At ille respondens, ait: Eo, domine, et non ivit.
Faðirinn sagði síðan við þann yngri: „Heyrðu, þú skalt fara í jarðræktina.“Sonurinn svaraði: „Já, pabbi, sjálfsagt!“en fór ekki fet.
31 Quis ex duobus fecit voluntatem patris? Dicunt ei: Primus. Dicit illis Iesus: Amen dico vobis, quia publicani, et meretrices præcedent vos in regnum Dei.
Hvor þessara tveggja hlýddi föður sínum?“„Sá fyrri, auðvitað, “svöruðu þeir. Jesús skýrði nú fyrir þeim merkingu sögunnar og sagði: „Illmennum og vændiskonum verður leiðin til himins greiðfærari en ykkur.
32 Venit enim ad vos Ioannes in via iustitiæ, et non credidistis ei. Publicani autem, et meretrices crediderunt ei: vos autem videntes nec pœnitentiam habuistis postea, ut crederetis ei.
Jóhannes skírari sagði ykkur að gjöra iðrun og snúa ykkur til Guðs. Það vilduð þið ekki, en það gerðu hins vegar svindlarar og skækjur. Og þótt þið sæjuð það gerast, vilduð þið samt ekki sjá ykkur um hönd og hlýða honum. Þess vegna gátuð þið ekki trúað.“
33 Aliam parabolam audite: Homo erat paterfamilias, qui plantavit vineam, et sepem circumdedit ei, et fodit in ea torcular, et ædificavit turrim, et locavit eam agricolis, et peregre profectus est.
„Hlustið á þessa sögu: Landeigandi nokkur plantaði vínviði og gerði skjólgarð umhverfis hann. Því næst reisti hann pall fyrir eftirlitsmanninn og leigði síðan víngarðinn nokkrum bændum með því skilyrði að þeir skiptu uppskerunni með honum. Síðan fluttist hann úr landi.
34 Cum autem tempus fructuum appropinquasset, misit servos suos ad agricolas, ut acciperent fructus eius.
Þegar uppskerutíminn kom sendi hann menn sína til bændanna að sækja sinn hluta.
35 Et agricolæ, apprehensis servis eius, alium ceciderunt, alium occiderunt, alium vero lapidaverunt.
En bændurnir gerðu aðsúg að þeim, börðu einn til óbóta, drápu annan og grýttu þann þriðja.
36 Iterum misit alios servos plures prioribus, et fecerunt illis similiter.
Þá sendi hann aðra til þeirra, fleiri en þá fyrri, en allt fór á sömu leið.
37 Novissime autem misit ad eos filium suum, dicens: Verebuntur filium meum.
Að lokum sendi víngarðseigandinn son sinn, því hann hugsaði: „Þeir munu áreiðanlega bera virðingu fyrir honum.“
38 Agricolæ autem videntes filium, dixerunt intra se: Hic est hæres, venite, occidamus eum, et habebimus hereditatem eius.
En þegar bændurnir sáu son hans koma, sögðu þeir hver við annan: „Þarna kemur erfinginn. Komið! Við skulum drepa hann og þá eigum við víngarðinn!“
39 Et apprehensum eum eiecerunt extra vineam, et occiderunt.
Síðan drógu þeir hann út úr víngarðinum og drápu hann.
40 Cum ergo venerit dominus vineæ, quid faciet agricolis illis?
Hvað haldið þið að landeigandinn muni gera við bændurna þegar hann kemur til baka?“
41 Aiunt illi: Malos male perdet: et vineam suam locabit aliis agricolis, qui reddant ei fructum temporibus suis.
Leiðtogar Gyðinga svöruðu: „Svona illmenni ætti að lífláta og leigja víngarðinn öðrum, sem greiða leiguna skilvíslega.“
42 Dicit illis Iesus: Numquam legistis in Scripturis: Lapidem, quem reprobaverunt ædificantes, hic factus est in caput anguli. A Domino factum est istud, et est mirabile in oculis nostris:
Þá spurði Jesús: „Hafið þið aldrei lesið þessi ritningarorð: „Steinninn sem smiðirnir höfnuðu, var gerður að hornsteini. Drottinn hefur unnið dásamleg verk!“
43 ideo dico vobis, quia auferetur a vobis regnum Dei, et dabitur genti facienti fructus eius.
Það sem ég á við er þetta: Guðsríki verður tekið frá ykkur og gefið öðrum, sem afhenda Guði hans hlut í uppskerunni.
44 Et qui ceciderit super lapidem istum, confringetur: super quem vero ceciderit, conteret eum.
Þeir sem reka sig á þetta sannleiksbjarg munu sundurmerjast, en þeir sem undir verða myljast mélinu smærra.“
45 Et cum audissent principes sacerdotum, et Pharisæi parabolas eius, cognoverunt quod de ipsis diceret.
Þegar æðstu prestarnir og hinir leiðtogarnir skildu að Jesús átti við þá – að þeir væru bændurnir í sögunni,
46 Et quærentes eum tenere, timuerunt turbas: quoniam sicut prophetam eum habebant.
vildu þeir handtaka hann. Þeir þorðu það þó ekki vegna fólksins sem áleit að Jesús væri spámaður.