< Mattheum 20 >
1 Simile est regnum cælorum homini patrifamilias, qui exiit primo mane conducere operarios in vineam suam.
„Hér er enn ein dæmisaga um himnaríki: Landeigandi nokkur fór að heiman snemma morguns að fá verkamenn til uppskerustarfa.
2 Conventione autem facta cum operariis ex denario diurno, misit eos in vineam suam.
Hann samdi við þá um venjuleg daglaun og að því búnu hófu þeir vinnuna.
3 Et egressus circa horam tertiam, vidit alios stantes in foro otiosos,
Tveim stundum síðar gekk hann aftur niður í bæinn og sá þá menn á torginu iðjulausa.
4 et dixit illis: Ite et vos in vineam meam, et quod iustum fuerit dabo vobis.
Þessa menn sendi hann einnig út á akurinn og sagðist mundu borga þeim sanngjörn laun.
5 Illi autem abierunt. Iterum autem exiit circa sextam et nonam horam: et fecit similiter.
Hann fór einnig út um hádegið og klukkan þrjú, og sama sagan endurtók sig.
6 Circa undecimam vero exiit, et invenit alios stantes, et dicit illis: Quid hic statis tota die otiosi?
Klukkan fimm síðdegis var hann aftur staddur í bænum og sá þá enn nokkra sem höfðu ekkert fyrir stafni. „Af hverju eruð þið iðjulausir?“spurði hann.
7 Dicunt ei: Quia nemo nos conduxit. Dicit illis: Ite et vos in vineam meam.
„Við höfum ekki fengið neina vinnu, “svöruðu þeir. „Farið þá og hjálpið hinum sem eru að vinna á ökrum mínum, “sagði hann.
8 Cum sero autem factum esset, dicit dominus vineæ procuratori suo: Voca operarios, et redde illis mercedem incipiens a novissimis usque ad primos.
Um kvöldið bauð hann gjaldkera sínum að kalla á mennina og greiða þeim launin og byrja á þeim sem komu síðastir.
9 Cum venissent ergo qui circa undecimam horam venerant, acceperunt singulos denarios.
Þeir komu og fengu full daglaun hver um sig.
10 Venientes autem et primi, arbitrati sunt quod plus essent accepturi: acceperunt autem et ipsi singulos denarios.
Þegar hinir, sem byrjað höfðu fyrr um daginn, komu að ná í sín laun, bjuggust þeir við að fá miklu meira, en þeir fengu sömu upphæð.
11 Et accipientes murmurabant adversus patremfamilias,
Þá mótmæltu þeir og sögðu: „Þessir náungar unnu aðeins eina klukkustund, en samt hefur þú greitt þeim jafnmikið og okkur sem höfum stritað allan daginn í þessum hita.“
12 dicentes: Hi novissimi una hora fecerunt, et pares illos nobis fecisti, qui portavimus pondus diei, et æstus.
13 At ille respondens uni eorum, dixit: Amice non facio tibi iniuriam: nonne ex denario convenisti mecum?
„Kæri vinur, ég hef ekki beitt þig rangindum!“sagði maðurinn við einn þeirra. „Þú samþykktir að vinna allan daginn fyrir venjuleg daglaun, var ekki svo?
14 Tolle quod tuum est, et vade: volo autem et huic novissimo dare sicut et tibi.
Taktu þetta og síðan máttu fara. Mig langar til að borga þessum síðustu jafnmikið og þér.
15 Aut non licet mihi quod volo, facere? An oculus tuus nequam est, quia ego bonus sum?
Má ég ekki gefa peningana mína þeim sem ég vil? Er það samningsbrot? Eða ertu öfundsjúkur af því að ég er góðsamur?“
16 Sic erunt novissimi primi, et primi novissimi. Multi enim sunt vocati, pauci vero electi.
Hinir fyrstu verða oft síðastir og þeir síðustu fyrstir.“
17 Et ascendens Iesus Ierosolymam, assumpsit duodecim discipulos secreto, et ait illis:
Á leiðinni til Jerúsalem tók Jesús lærisveinana tólf afsíðis,
18 Ecce ascendimus Ierosolymam, et Filius hominis tradetur principibus sacerdotum, et Scribis, et condemnabunt eum morte,
til þess að segja þeim hvað biði hans er hann kæmi til borgarinnar.
19 et tradent eum Gentibus ad illudendum, et flagellandum, et crucifigendum, et tertia die resurget.
„Ég verð svikinn í hendur æðstu prestanna og leiðtoganna, og þeir munu dæma mig til dauða. Síðan munu þeir afhenda mig rómversku yfirvöldunum. Ég verð hæddur og krossfestur, en á þriðja degi mun ég rísa upp frá dauðum.“
20 Tunc accessit ad eum mater filiorum Zebedæi cum filiis suis, adorans et petens aliquid ab eo.
Móðir þeirra Jakobs og Jóhannesar Sebedeussona kom þá með þeim til Jesú, hneigði sig og bað hann að gera sér greiða.
21 Qui dixit ei: Quid vis? Ait illi: Dic ut sedeant hi duo filii mei, unus ad dexteram tuam, et unus ad sinistram in regno tuo.
„Hvað vilt þú?“spurði hann. Hún svaraði: „Viltu leyfa þessum sonum mínum að sitja sínum hvorum megin við þig þegar þú sest í hásæti þitt?“
22 Respondens autem Iesus, dixit: Nescitis quid petatis. Potestis bibere calicem, quem ego bibiturus sum? Dicunt ei: Possumus.
„Þú veist ekki um hvað þú biður“svaraði Jesús, sneri sér að Jakobi og Jóhannesi og spurði: „Getið þið drukkið þann beiska bikar sem ég tæmi innan skamms?“„Já, það getum við!“svöruðu þeir.
23 Ait illis: Calicem quidem meum bibetis: sedere autem ad dexteram meam vel sinistram non est meum dare vobis, sed quibus paratum est a Patre meo.
„Þið fáið sannarlega að drekka hann, “sagði Jesús. „En það er ekki mitt að segja hverjir eiga að sitja mér við hlið, það er föður míns að ákveða.“
24 Et audientes decem, indignati sunt de duobus fratribus.
Þegar hinir tíu heyrðu hvað Jakob og Jóhannes höfðu beðið um, urðu þeir gramir.
25 Iesus autem vocavit eos ad se, et ait: Scitis quia principes Gentium dominantur eorum: et qui maiores sunt, potestatem exercent in eos.
Jesús kallaði þá til sín og sagði: „Konungar þjóðanna eru harðstjórar og embættismenn þeirra láta fólkið kenna á valdi sínu.
26 Non ita erit inter vos: sed quicumque voluerit inter vos maior fieri, sit vester minister:
Þessu er öfugt farið um ykkur. Sá ykkar sem vill verða leiðtogi, verður að þjóna hinum,
27 et qui voluerit inter vos primus esse, erit vester servus.
og sá sem vill verða fremstur, verður að þjóna eins og þræll.
28 Sicut Filius hominis non venit ministrari, sed ministrare, et dare animam suam, redemptionem pro multis.
Verið eins og ég, Kristur, sem kom ekki til að láta þjóna mér heldur til að þjóna öðrum og gefa líf mitt til lausnar fyrir marga.“
29 Et egredientibus illis ab Iericho, secuta est eum turba multa,
Þegar Jesús og lærisveinarnir fóru frá Jeríkó fylgdi þeim mikill mannfjöldi.
30 et ecce duo cæci sedentes secus viam, audierunt, quia Iesus transiret: et clamaverunt, dicentes: Domine miserere nostri, fili David.
Við veginn út úr bænum sátu tveir blindir menn. Þegar þeir heyrðu að Jesú ætti leið þar um fóru þeir að hrópa og kalla: „Herra, sonur Davíðs konungs, hjálpaðu okkur!“
31 Turba autem increpabat eos ut tacerent. At illi magis clamabant, dicentes: Domine, miserere nostri, fili David.
Mannfjöldinn skipaði þeim að þegja, en þá hrópuðu þeir enn hærra.
32 Et stetit Iesus, et vocavit eos, et ait: Quid vultis ut faciam vobis?
Jesús nam staðar og kallaði til þeirra: „Hvað viljið þið að ég geri fyrir ykkur?“„Herra, “hrópuðu þeir, „gef okkur sjónina!“
33 Dicunt illi: Domine, ut aperiantur oculi nostri.
34 Misertus autem eorum Iesus, tetigit oculos eorum. Et confestim viderunt, et secuti sunt eum.
Jesús kenndi í brjósti um þá og snerti augu þeirra. Við það fengu þeir jafnskjótt sjónina og fylgdu honum.