< Lucam 1 >
1 Quoniam quidem multi conati sunt ordinare narrationem, quæ in nobis completæ sunt, rerum:
Heiðraði Þeófílus. Nú þegar hafa verið skrifaðar allmargar frásögur um Krist, byggðar á heimildum postulanna og annarra sjónarvotta.
2 sicut tradiderunt nobis, qui ab initio ipsi viderunt, et ministri fuerunt sermonis:
3 visum est et mihi, assecuto omnia a principio diligenter, ex ordine tibi scribere, optime Theophile,
En ég taldi rétt að rannsaka þessar heimildir á ný frá upphafi til enda, og nú sendi ég þér árangur þeirra nákvæmu athugana sem ég hef gert.
4 ut cognoscas eorum verborum, de quibus eruditus es, veritatem.
Þetta geri ég til að fullvissa þig um sannleiksgildi þess sem þú hefur heyrt hjá öðrum.
5 Fuit in diebus Herodis, regis Iudææ, sacerdos quidam nomine Zacharias de vice Abia, et uxor illius de filiabus Aaron, et nomen eius Elisabeth.
Frásaga mín hefst á prestinum Sakaría, sem var uppi á dögum Heródesar konungs í Júdeu. Sakaría var úr flokki Abía, en það var einn af mörgum flokkum musterisþjónanna. Elísabet, kona hans, var einnig af gyðinglegri prestaætt; afkomandi Arons.
6 Erant autem iusti ambo ante Deum, incedentes in omnibus mandatis, et iustificationibus Domini sine querela:
Þau hjón voru bæði guðrækin og leituðust við að halda boðorð Guðs óaðfinnanlega.
7 Et non erat illis filius eo quod esset Elisabeth sterilis, et ambo processissent in diebus suis.
Þau voru barnlaus – Elísabet gat ekki átt börn – og auk þess orðin roskin.
8 Factum est autem, cum sacerdotio fungeretur in ordine vicis suæ ante Deum,
Dag nokkurn þegar Sakaría var að sinna störfum sínum í musterinu – flokkur hans var einmitt á vakt þá vikuna – féll það í hlut hans að fara inn í musterið og brenna reykelsi frammi fyrir Drottni.
9 secundum consuetudinem sacerdotii, sorte exiit ut incensum poneret, ingressus in templum Domini:
10 et omnis multitudo populi erat orans foris hora incensi.
Eins og ávallt er reykelsisfórnin fór fram, stóð fjöldi fólks fyrir utan musterið á bæn.
11 Apparuit autem illi Angelus Domini, stans a dextris altaris incensi.
Allt í einu sá Sakaría engil standa hægra megin við reykelsisaltarið. Honum varð hverft við og hann varð mjög hræddur.
12 Et Zacharias turbatus est videns, et timor irruit super eum.
13 Ait autem ad illum Angelus: Ne timeas Zacharia, quoniam exaudita est deprecatio tua: et uxor tua Elisabeth pariet tibi filium, et vocabis nomen eius Ioannem:
Engillinn sagði: „Sakaría, vertu óhræddur! Ég kem til að segja þér að Guð hefur heyrt bæn þína. Konan þín, hún Elísabet, mun fæða þér son! Þú skalt láta hann heita Jóhannes.
14 et erit gaudium tibi, et exultatio, et multi in nativitate eius gaudebunt:
Fæðing hans mun verða ykkur báðum mikið gleðiefni og margir munu samgleðjast ykkur,
15 erit enim magnus coram Domino: et vinum, et siceram non bibet, et Spiritu Sancto replebitur adhuc ex utero matris suæ:
því hann á eftir að verða einn af hetjum Guðs. Hann má aldrei snerta vín né sterka drykki, en þess í stað mun hann fyllast heilögum anda, meira að segja áður en hann fæðist!
16 et multos filiorum Israel convertet ad Dominum Deum ipsorum:
Hann mun snúa mörgum Gyðingum til Drottins, Guðs þeirra.
17 et ipse præcedet ante illum in spiritu, et virtute Eliæ: ut convertat corda patrum in filios, et incredulos ad prudentiam iustorum, parare Domino plebem perfectam.
Hann verður mikilmenni og máttugur eins og Elía, hinn forni spámaður. Hann mun koma á undan Kristi, búa fólkið undir komu hans og kenna því að elska Drottin eins og forfeður þess gerðu, og lifa sem trúað fólk.“
18 Et dixit Zacharias ad Angelum: Unde hoc sciam? Ego enim sum senex, et uxor mea processit in diebus suis.
Þá sagði Sakaría við engilinn: „Já, en þetta er útilokað! Ég er orðinn gamall og konan mín líka.“
19 Et respondens Angelus dixit ei: Ego sum Gabriel, qui asto ante Deum: et missus sum loqui ad te, et hæc tibi evangelizare.
Engillinn svaraði: „Ég er Gabríel! Ég stend frammi fyrir hásæti Guðs, sem sendi mig til að flytja þér þessar góðu fréttir
20 Et ecce eris tacens, et non poteris loqui usque in diem, quo hæc fiant, pro eo quod non credidisti verbis meis, quæ implebuntur in tempore suo.
En fyrst þú trúðir mér ekki, munt þú verða mállaus þangað til barnið er fætt. Ég ábyrgist að orð mín munu rætast á sínum tíma.“
21 Et erat plebs expectans Zachariam: et mirabantur quod tardaret ipse in templo.
Fólkið beið eftir Sakaría og undraðist hve honum dvaldist í musterinu.
22 Egressus autem non poterat loqui ad illos, et cognoverunt quod visionem vidisset in templo. Et ipse erat innuens illis, et permansit mutus.
Þegar hann kom út, gat hann ekkert sagt, og fólkið skildi af látbragði hans að hann hlyti að hafa séð sýn inni í musterinu.
23 Et factum est, ut impleti sunt dies officii eius abiit in domum suam:
Eftir þetta dvaldist hann í musterinu sinn tíma og fór síðan heim.
24 post hos autem dies concepit Elisabeth uxor eius, et occultabat se mensibus quinque, dicens:
Stuttu síðar varð Elísabet kona hans þunguð en hún leyndi því fyrstu fimm mánuðina.
25 Quia sic fecit mihi Dominus in diebus, quibus respexit auferre opprobrium meum inter homines.
„En hvað Drottinn er góður að leysa mig undan þeirri skömm að geta ekki átt barn!“hrópaði hún.
26 In mense autem sexto, missus est Angelus Gabriel a Deo in civitatem Galilææ, cui nomen Nazareth,
Mánuði síðar sendi Guð engilinn Gabríel til meyjar sem María hét og bjó í þorpinu Nasaret í Galíleu. Hún var trúlofuð manni að nafni Jósef og var hann af ætt Davíðs konungs.
27 ad Virginem desponsatam viro, cui nomen erat Ioseph, de domo David, et nomen virginis Maria.
28 Et ingressus Angelus ad eam dixit: Ave gratia plena: Dominus tecum: Benedicta tu in mulieribus.
Gabríel birtist henni og sagði: „Sæl, þú hin útvalda! Drottinn er með þér!“
29 Quæ cum audisset, turbata est in sermone eius, et cogitabat qualis esset ista salutatio.
María varð undrandi og reyndi að skilja hvað engillinn ætti við.
30 Et ait Angelus ei: Ne timeas Maria, invenisti enim gratiam apud Deum.
„Vertu ekki hrædd, María, “sagði engillinn, „Guð ætlar að blessa þig ríkulega.
31 Ecce concipies in utero, et paries filium, et vocabis nomen eius IESUM.
Innan skamms munt þú verða barnshafandi og eignast dreng, sem þú skalt nefna Jesú.
32 Hic erit magnus, et Filius Altissimi vocabitur, et dabit illi Dominus Deus sedem David patris eius:
Hann mun verða mikill og kallast sonur Guðs. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs konungs, ættföður hans,
33 et regnabit in domo Iacob in æternum, et regni eius non erit finis. (aiōn )
og hann mun ríkja yfir Ísrael að eilífu. Á ríki hans mun enginn endir verða!“ (aiōn )
34 Dixit autem Maria ad Angelum: Quomodo fiet istud, quoniam virum non cognosco?
„Hvernig má það vera?“spurði María, „ég hef ekki karlmanns kennt.“
35 Et respondens Angelus dixit ei: Spiritus Sanctus superveniet in te, et virtus Altissimi obumbrabit tibi. Ideoque et quod nascetur ex te Sanctum, vocabitur Filius Dei.
Engillinn svaraði: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Guðs mun umlykja þig, barnið þitt verður því heilagt sonur Guðs.
36 Et ecce Elisabeth cognata tua, et ipsa concepit filium in senectute sua: et hic mensis sextus est illi, quæ vocatur sterilis:
Nú eru sex mánuðir síðan Elísabet frænka þín óbyrjan, eins og fólk kallaði hana – varð þunguð í elli sinni!
37 quia non erit impossibile apud Deum omne verbum.
Guði er ekkert um megn.“
38 Dixit autem Maria: Ecce ancilla Domini, fiat mihi secundum verbum tuum. Et discessit ab illa Angelus.
Og María sagði: „Ég vil hlýða og þjóna Drottni. Verði allt eins og þú sagðir.“Þá hvarf engillinn.
39 Exurgens autem Maria in diebus illis abiit in montana cum festinatione, in civitatem Iuda:
Nokkrum dögum síðar fór María til fjallaþorpsins í Júdeu þar sem Sakaría bjó og heimsótti Elísabetu.
40 Et intravit in domum Zachariæ, et salutavit Elisabeth.
41 Et factum est, ut audivit salutationem Mariæ Elisabeth, exultavit infans in utero eius, et repleta est Spiritu Sancto Elisabeth:
Þegar María heilsaði, tók barn Elísabetar viðbragð í kviði hennar og hún fylltist heilögum anda.
42 et exclamavit voce magna, et dixit: Benedicta tu inter mulieres, et benedictus fructus ventris tui.
Hún hrópaði upp í gleði sinni og sagði við Maríu: „Guð hefur blessað þig umfram allar aðrar konur, og barni þínu er ætluð hin æðsta blessun hans.
43 Et unde hoc mihi ut veniat mater Domini mei ad me?
Hvílíkur heiður fyrir mig að móðir Drottins míns skuli heimsækja mig.
44 Ecce enim ut facta est vox salutationis tuæ in auribus meis, exultavit in gaudio infans in utero meo.
Um leið og þú komst inn og heilsaðir mér tók barnið mitt viðbragð af gleði!
45 Et beata, quæ credidisti, quoniam perficientur ea, quæ dicta sunt tibi a Domino.
Þú trúðir að Guð mundi standa við orð sín og þess vegna hefur hann ríkulega blessað þig.“
46 Et ait Maria: Magnificat anima mea Dominum:
Og María sagði: „Ó, ég lofa Drottin!
47 et exultavit spiritus meus in Deo salutari meo.
Ég gleðst í Guði, frelsara mínum.
48 Quia respexit humilitatem ancillæ suæ: ecce enim ex hoc beatam me dicent omnes generationes.
Hann mundi eftir lítilmótlegri ambátt sinni og héðan í frá munu allar kynslóðir tala um hvernig Guð blessaði mig.
49 Quia fecit mihi magna qui potens est: et sanctum nomen eius.
Hann, hinn voldugi og heilagi, hefur gert mikla hluti fyrir mig.
50 Et misericordia eius a progenie in progenies timentibus eum.
Miskunn hans við þá sem trúa á hann, varir frá kynslóð til kynslóðar.
51 Fecit potentiam in brachio suo: dispersit superbos mente cordis sui.
Hann hefur unnið stórvirki með mætti sínum og tvístrað hinum stoltu og drambsömu.
52 Deposuit potentes de sede, et exaltavit humiles.
Hann hefur steypt höfðingjum úr hásætum og upphafið auðmjúka.
53 Esurientes implevit bonis: et divites dimisit inanes.
Hann hefur mettað hungraða gæðum og látið ríka fara tómhenta frá sér.
54 Suscepit Israel puerum suum, recordatus misericordiæ suæ.
Hann hefur hjálpað þjóni sínum, Ísrael, og ekki gleymt loforðum sínum.
55 Sicut locutus est ad patres nostros, Abraham, et semini eius in sæcula. (aiōn )
Hann lofaði feðrum okkar – Abraham og afkomendum hans – að sýna þeim miskunn að eilífu.“ (aiōn )
56 Mansit autem Maria cum illa quasi mensibus tribus: et reversa est in domum suam.
Eftir þetta dvaldist María hjá Elísabetu í þrjá mánuði, en að því búnu hélt hún heim.
57 Elisabeth autem impletum est tempus pariendi, et peperit filium.
Þegar meðgöngutíma Elísabetar lauk, fæddi hún son.
58 Et audierunt vicini, et cognati eius quia magnificavit Dominus misericordiam suam cum illa, et congratulabantur ei.
Vinir og ættingjar fréttu fljótt hve góður Drottinn hafði verið Elísabetu og samglöddust henni.
59 Et factum est in die octavo, venerunt circumcidere puerum, et vocabant eum nomine patris sui Zachariam.
Þegar barnið var átta daga gamalt komu þeir til að vera viðstaddir umskurnina. Allir gerðu ráð fyrir að drengurinn yrði látinn heita Sakaría eftir föður sínum,
60 Et respondens mater eius, dixit: Nequaquam, sed vocabitur Ioannes.
en Elísabet sagði: „Nei, hann á að heita Jóhannes.“
61 Et dixerunt ad illam: Quia nemo est in cognatione tua, qui vocetur hoc nomine.
„Hvers vegna?“spurði fólkið undrandi, „það er enginn með því nafni í allri fjölskyldunni!“
62 Innuebant autem patri eius, quem vellet vocari eum.
Faðir barnsins var síðan spurður með bendingum hvað barnið ætti að heita.
63 Et postulans pugillarem scripsit, dicens: Ioannes est nomen eius. Et mirati sunt universi.
Hann bað um spjald og skrifaði á það, öllum til mikillar furðu: „Nafn hans er Jóhannes.“
64 Apertum est autem illico os eius, et lingua eius, et loquebatur benedicens Deum.
Á sama andartaki fékk hann málið og lofaði Guð.
65 Et factus est timor super omnes vicinos eorum: et super omnia montana Iudææ divulgabantur omnia verba hæc:
Nágrannarnir urðu undrandi og fréttin um þetta barst um alla fjallabyggð Júdeu.
66 et posuerunt omnes, qui audierant in corde suo, dicentes: Quis, putas, puer iste erit? Etenim manus Domini erat cum illo.
Þeir sem heyrðu þetta, veltu því vandlega fyrir sér og sögðu: „Hvað skyldi verða úr þessu barni? Hönd Drottins er greinilega með því á sérstakan hátt.“
67 Et Zacharias pater eius repletus est Spiritu Sancto: et prophetavit, dicens:
Sakaría, faðir drengsins, fylltist heilögum anda og spáði:
68 Benedictus Dominus Deus Israel, quia visitavit, et fecit redemptionem plebis suæ:
„Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því hann hefur vitjað þjóðar sinnar til að bjarga henni.
69 Et erexit cornu salutis nobis: in domo David pueri sui.
Hann gefur okkur máttugan frelsara af ætt Davíðs konungs, þjóns síns,
70 Sicut locutum est per os sanctorum, qui a sæculo sunt, prophetarum eius: (aiōn )
eins og hinir heilögu spámenn höfðu sagt fyrir, (aiōn )
71 Salutem ex inimicis nostris, et de manu omnium, qui oderunt nos:
til að frelsa okkur undan óvinum okkar og öllum þeim sem hata okkur.
72 Ad faciendam misericordiam cum patribus nostris: et memorari testamenti sui sancti.
Hann sýndi forfeðrum okkar miskunn og minntist síns heilaga loforðs, sem hann gaf Abraham, að frelsa okkur frá óvinum okkar,
73 Iusiurandum, quod iuravit ad Abraham patrem nostrum, daturum se nobis:
74 Ut sine timore, de manu inimicorum nostrorum liberati, serviamus illi.
75 In sanctitate, et iustitia coram ipso, omnibus diebus nostris.
helga okkur og gera okkur hæf til að dvelja hjá sér að eilífu.
76 Et tu puer, propheta Altissimi vocaberis: præibis enim ante faciem Domini parare vias eius:
Þú, sonur minn, verður kallaður spámaður almáttugs Guðs, því þú munt ryðja Kristi veg.
77 Ad dandam scientiam salutis plebi eius: in remissionem peccatorum eorum:
Þú munt veita fólkinu þekkingu á hjálpræðinu og fyrirgefningu syndanna.
78 Per viscera misericordiæ Dei nostri: in quibus visitavit nos, oriens ex alto:
Þessu mun kærleikur Guðs og miskunn koma til leiðar, hann sendir okkur ljós sitt.
79 Illuminare his, qui in tenebris, et in umbra mortis sedent: ad dirigendos pedes nostros in viam pacis.
Það mun lýsa þeim er sitja í myrkri og skugga dauðans, og leiða okkur á friðarveg.“
80 Puer autem crescebat, et confortabatur spiritu: et erat in desertis usque in diem ostensionis suæ ad Israel.
Og drengurinn óx og Guð styrkti hann. Þegar hann hafði aldur til, fór hann út í óbyggðina og dvaldist þar þangað til hann hóf starf sitt meðal þjóðarinnar.