< Thessalonicenses Ii 2 >
1 Rogamus autem vos fratres per adventum Domini nostri Iesu Christi, et nostræ congregationis in ipsum:
Hvað um endurkomu Drottins Jesú Krists og samfundi okkar við hann?
2 ut non cito moveamini a vestro sensu, neque terreamini, neque per spiritum, neque per sermonem, neque per epistolam tamquam per nos missam, quasi instet dies Domini.
Kæru vinir, látið engar sögusagnir, eins og þá að dagur Drottins sé þegar runninn upp, koma ykkur úr jafnvægi eða gera ykkur órótt. Ef þið heyrið um fólk sem séð hefur sýnir eða fengið einhver sérstök skilaboð frá Guði um þetta, eða þá fengið bréf sem álitin eru frá mér, þá trúið því ekki.
3 Nequis vos seducat ullo modo: quoniam nisi venerit discessio primum, et revelatus fuerit homo peccati, filius perditionis,
Látið ekkert slíkt rugla ykkur né blekkja, sama hvað sagt er. Dagur Drottins kemur ekki fyrr en tvennt hefur gerst: Fyrst kemur tími fráfalls og andstöðu gegn Guði og síðan mun maður syndarinnar birtast – glötunarsonurinn.
4 qui adversatur, et extollitur supra omne, quod dicitur Deus, aut quod colitur, ita ut in templo Dei sedeat ostendens se tamquam sit Deus.
Hann mun standa gegn öllu sem Guðs er og rífa niður allt sem dýrkað hefur verið eða tilbeðið. Hann tekur sér stöðu í musteri Guðs og kemur fram eins og væri hann Guð.
5 Non retinetis quod cum adhuc essem apud vos, hæc dicebam vobis?
Munið þið ekki eftir þessu? Ég talaði um þetta þegar ég var hjá ykkur síðast.
6 Et nunc quid detineat scitis, ut reveletur in suo tempore.
Þið vitið hvað heldur aftur af honum: Hann fær ekki að birtast fyrr en tími hans er kominn.
7 Nam mysterium iam operatur iniquitatis: tantum ut qui tenet nunc, teneat, donec de medio fiat.
Vissulega eru hin illu öfl eyðingar og upplausnar nú þegar að verki, en sjálfur mun þessi uppreisnarmaður ekki koma fyrr en öllum hindrunum hefur verið rutt úr vegi.
8 Et tunc revelabitur ille iniquus, quem Dominus Iesus interficiet spiritu oris sui, et destruet illustratione adventus sui eum:
Eftir það mun hann – maður illskunnar – vaða uppi. En þegar Drottinn Jesús kemur aftur, mun hann blása á hann og tortíma honum með nærveru sinni.
9 cuius est adventus secundum operationem Satanæ in omni virtute, et signis, et prodigiis mendacibus,
Maður þessi verður verkfæri Satans. Hann verður haldinn djöfullegum krafti og mun beita furðulegum blekkingum og kraftaverkum.
10 et in omni seductione iniquitatis iis, qui pereunt: eo quod charitatem veritatis non receperunt ut salvi fierent.
Þannig villir hann sýn, þeim sem glatast. Þeir glatast af því að þeir hafa ekki tekið á móti kærleika og sannleika Guðs sér til frelsunar, heldur hafnað því
11 Ideo mittet illis Deus operationem erroris ut credant mendacio,
og þess vegna leyfir Guð þeim að trúa lyginni af öllu hjarta.
12 ut iudicentur omnes, qui non crediderunt veritati, sed consenserunt iniquitati.
Þetta fólk verður svo réttvíslega dæmt fyrir að trúa blekkingunni, en hafna sannleikanum, og fyrir að kasta sér út í syndina.
13 Nos autem debemus gratias agere Deo semper pro vobis fratres dilecti a Deo, quod elegerit vos Deus primitias in salutem in sanctificatione Spiritus, et in fide veritatis:
Okkur er skylt að þakka Guði fyrir ykkur, því að Drottinn elskar ykkur. Hann hafði þegar í upphafi ætlað sér að frelsa ykkur og hreinsa fyrir verk heilags anda og fyrir trú ykkar á sannleikann.
14 in qua et vocavit vos per Evangelium nostrum in acquisitionem gloriæ Domini nostri Iesu Christi.
Hann notaði fagnaðarerindið til að kalla ykkur til sín, svo að hann gæti veitt ykkur hlutdeild í dýrð Drottins.
15 Itaque fratres state: et tenete traditiones, quas didicistis, sive per sermonem, sive per epistolam nostram.
Vinir! Standið stöðugir með þetta í huga og haldið fast í sannleikann sem við kenndum ykkur, hvort heldur var munnlega eða bréflega.
16 Ipse autem Dominus noster Iesus Christus, et Deus et Pater noster, qui dilexit nos, et dedit consolationem æternam, et spem bonam in gratia, (aiōnios )
Sjálfur Drottinn Jesús Kristur og Guð faðir okkar, sem hefur elskað okkur og gefið okkur eilífa huggun og óverðskuldaða von, (aiōnios )
17 exhortetur corda vestra, et confirmet in omni opere, et sermone bono.
huggi hjörtu ykkar og styrki ykkur í öllu góðu, bæði í orði og verki.