< Thessalonicenses I 1 >

1 Paulus, et Silvanus, et Timotheus Ecclesiæ Thessalonicensium in Deo Patre, et Domino Iesu Christo.
Frá Páli, Sílasi og Tímóteusi. Til safnaðarins í Þessaloníku – ykkar, sem tilheyrið Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Guð faðir og Jesús Kristur, Drottinn okkar, blessi ykkur ríkulega og gefi ykkur frið í hug og hjarta.
2 Gratia vobis, et pax. Gratias agimus Deo semper pro omnibus vobis, memoriam vestri facientes in orationibus nostris sine intermissione,
Mikið erum við þakklátir Guði fyrir ykkur. Og við biðjum fyrir ykkur.
3 memores operis fidei vestræ, et laboris, et charitatis, et sustinentiæ spei Domini nostri Iesu Christi, ante Deum et Patrem nostrum:
Þegar við tölum við Guð föður okkar, þá minnumst við kærleiksverka ykkar, sterkrar trúar og hve óhagganleg þið eruð í voninni um endurkomu Drottins Jesú Krists.
4 scientes fratres, dilecti a Deo, electionem vestram:
Kæru vinir, við vitum að Guð hefur kallað ykkur og að hann elskar ykkur.
5 quia Evangelium nostrum non fuit ad vos in sermone tantum, sed et in virtute, et in Spiritu Sancto, et in plenitudine multa, sicut scitis quales fuerimus in vobis propter vos.
Þetta segjum við vegna þess að þegar við fluttum ykkur gleðiboðskapinn, þá lituð þið ekki á hann sem eitthvert blaður, heldur hlustuðuð með mikilli athygli. Orð okkar höfðu sterk áhrif á ykkur og heilagur andi gaf ykkur djúpa og einlæga sannfæringu um, að það sem við sögðum væri satt. Þið vitið einnig að framkoma okkar var í fullu samræmi við orð okkar.
6 Et vos imitatores nostri facti estis, et Domini, excipientes Verbum in tribulatione multa, cum gaudio Spiritus Sancti:
Þannig urðuð þið fylgjendur okkar, og þar með Drottins, því að þið tókuð á móti boðskapnum með gleði heilags anda, þrátt fyrir ofsóknir og erfiðleika sem það færði ykkur.
7 ita ut facti sitis forma omnibus credentibus in Macedonia, et in Achaia.
Þið urðuð fyrirmynd kristnu fólki um alla Makedóníu og Akkeu.
8 A vobis enim diffamatus est sermo Domini, non solum in Macedonia, et in Achaia, sed et in omni loco fides vestra, quæ est ad Deum, profecta est, ita ut non sit nobis necesse quidquam loqui.
Nú hefur orð Drottins borist frá ykkur, langt út fyrir landamæri ykkar. Það er sama hvert við förum, alls staðar hittum við fólk sem talar um ykkar sterku trú. Við þurfum ekki að segja neitt,
9 Ipsi enim de nobis annunciant qualem introitum habuerimus ad vos: et quomodo conversi estis ad Deum a simulacris, servire Deo vivo, et vero,
því það segir okkur að fyrra bragði frá þeim stórkostlegu móttökum sem við fengum hjá ykkur. Hvernig þið sneruð ykkur frá skurðgoðunum og til Guðs, og í dag er hann – hinn lifandi og sanni Guð – húsbóndinn í lífi ykkar.
10 et expectare Filium eius de cælis (quem suscitavit a mortuis) Iesum, qui eripuit nos ab ira ventura.
Fólk hefur einnig sagt okkur hve mjög þið væntið endurkomu Guðs sonar frá himnum – Jesú sem Guð reisti frá dauðum. Hann einn getur frelsað ykkur frá reiði Guðs, vegna syndarinnar.

< Thessalonicenses I 1 >