< Psalmorum 139 >

1 In finem, psalmus David. [Domine, probasti me, et cognovisti me;
Drottinn, þú rannsakar mig út og inn og veist allt um mig.
2 tu cognovisti sessionem meam et resurrectionem meam.
Hvort ég sit eða stend, það veist þú. Og þú lest hugsanir mínar úr fjarlægð!
3 Intellexisti cogitationes meas de longe; semitam meam et funiculum meum investigasti:
Þú veist hvert ég stefni og þekkir langanir mínar. Og hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það. Þú veist öllum stundum hvar ég er.
4 et omnes vias meas prævidisti, quia non est sermo in lingua mea.
Þú þekkir orðin á tungu minni áður en ég opna munninn!
5 Ecce, Domine, tu cognovisti omnia, novissima et antiqua. Tu formasti me, et posuisti super me manum tuam.
Þú bæði fylgir mér og ferð á undan mér, leggur hönd þína á höfuð mitt og blessar mig.
6 Mirabilis facta est scientia tua ex me; confortata est, et non potero ad eam.
Þetta er stórkostlegt! Já, næstum of gott til að vera satt!
7 Quo ibo a spiritu tuo? et quo a facie tua fugiam?
Hvert get ég farið frá anda þínum eða flúið frá augliti þínu?
8 Si ascendero in cælum, tu illic es; si descendero in infernum, ades. (Sheol h7585)
Fari ég til himna, þá ertu þar, til dánarheima, þá ertu líka þar! (Sheol h7585)
9 Si sumpsero pennas meas diluculo, et habitavero in extremis maris,
Ef ég svifi á skýjum morgunroðans og settist við fjarlæga strönd,
10 etenim illuc manus tua deducet me, et tenebit me dextera tua.
einnig þar mundi hönd þín leiða mig og ég finna styrk þinn og vernd.
11 Et dixi: Forsitan tenebræ conculcabunt me; et nox illuminatio mea in deliciis meis.
Og þótt ég reyndi að læðast frá þér inn í myrkrið, þá myndi nóttin lýsa eins og dagur!
12 Quia tenebræ non obscurabuntur a te, et nox sicut dies illuminabitur: sicut tenebræ ejus, ita et lumen ejus.
Því að myrkrið hylur ekkert fyrir Guði, dagur og nótt eru jöfn fyrir þér.
13 Quia tu possedisti renes meos; suscepisti me de utero matris meæ.
Öll líffæri mín hefur þú skapað, ofið þau í kviði móður minnar.
14 Confitebor tibi, quia terribiliter magnificatus es; mirabilia opera tua, et anima mea cognoscit nimis.
Þökk, að þú skapaðir mig eins undursamlega og raun ber vitni! Þetta er dásamlegt um að hugsa! Handaverk þín eru stórkostleg – það er mér alveg ljóst.
15 Non est occultatum os meum a te, quod fecisti in occulto; et substantia mea in inferioribus terræ.
Þú varst til staðar þegar ég var myndaður í leyni.
16 Imperfectum meum viderunt oculi tui, et in libro tuo omnes scribentur. Dies formabuntur, et nemo in eis.
Þú þekktir mig þegar ég var fóstur í móðurkviði og áður en ég sá dagsins ljós hafðir þú ákvarðað alla mína ævidaga – sérhver dagur var skráður í bók þína!
17 Mihi autem nimis honorificati sunt amici tui, Deus; nimis confortatus est principatus eorum.
Hugsanir þínar, ó Guð, eru mér torskildar, en samt eru þær stórkostlegar!
18 Dinumerabo eos, et super arenam multiplicabuntur. Exsurrexi, et adhuc sum tecum.
Ef ég reyndi að telja þær, þá yrði það mér ofviða því að þær eru fleiri en sandkorn á sjávarströnd! Já, ég mundi vakna eins og af draumi, en hugur minn, hann væri enn hjá þér!
19 Si occideris, Deus, peccatores, viri sanguinum, declinate a me:
Vissulega munt þú, Guð, útrýma níðingunum. Já, burt með ykkur, þið morðingjar!
20 quia dicitis in cogitatione: Accipient in vanitate civitates tuas.
Þeir guðlasta og hreykja sér upp gegn þér – hvílík heimska!
21 Nonne qui oderunt te, Domine, oderam, et super inimicos tuos tabescebam?
Drottinn, ætti ég ekki að hata þá sem þig hata? Og ætti ég ekki að hafa viðbjóð á þeim?
22 Perfecto odio oderam illos, et inimici facti sunt mihi.
Jú, ég hata þá, því að þínir óvinir eru mínir óvinir.
23 Proba me, Deus, et scito cor meum; interroga me, et cognosce semitas meas.
Prófaðu mig Guð. Rannsakaðu hjarta mitt og hugsanir mínar.
24 Et vide si via iniquitatis in me est, et deduc me in via æterna.]
Sýndu mér það í fari mínu sem hryggir þig og leiddu mig svo áfram veginn til eilífs lífs.

< Psalmorum 139 >