< Mattheum 18 >

1 In illa hora accesserunt discipuli ad Jesum, dicentes: Quis, putas, major est in regno cælorum?
Rétt í þessu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann hver þeirra yrði mestur í ríki himnanna.
2 Et advocans Jesus parvulum, statuit eum in medio eorum,
Jesús kallaði þá á lítið barn sem stóð þar hjá
3 et dixit: Amen dico vobis, nisi conversi fueritis, et efficiamini sicut parvuli, non intrabitis in regnum cælorum.
og sagði: „Ef þið snúið ykkur ekki frá syndinni, til Guðs, og verðið eins og börnin, munuð þið aldrei komast inn í himnaríki.
4 Quicumque ergo humiliaverit se sicut parvulus iste, hic est major in regno cælorum.
Sá sem er auðmjúkur, eins og þetta litla barn, verður mestur í himnaríki.
5 Et qui susceperit unum parvulum talem in nomine meo, me suscipit:
Ef þið, sem lærisveinar mínir, takið vel á móti barni eins og þessu, þá takið þið á móti mér.
6 qui autem scandalizaverit unum de pusillis istis, qui in me credunt, expedit ei ut suspendatur mola asinaria in collo ejus, et demergatur in profundum maris.
En snúi eitthvert þessara barna, sem á mig trúa, við mér baki ykkar vegna, þá væri þeim manni betra að láta kasta sér í hafið með stein bundinn um háls sér.
7 Væ mundo a scandalis! Necesse est enim ut veniant scandala: verumtamen væ homini illi, per quem scandalum venit.
Miklar hörmungar bíða þessa heims vegna illsku hans. Við komumst reyndar ekki hjá því að verða fyrir freistingum, en vei þeim manni sem freistingunum veldur.
8 Si autem manus tua, vel pes tuus scandalizat te, abscide eum, et projice abs te: bonum tibi est ad vitam ingredi debilem, vel claudum, quam duas manus vel duos pedes habentem mitti in ignem æternum. (aiōnios g166)
Ef hönd þín eða fótur kemur þér til að syndga, er betra að skera liminn af, kasta honum burt og koma bæklaður til himins, en hafa bæði hendur og fætur, og lenda í helvíti. (aiōnios g166)
9 Et si oculus tuus scandalizat te, erue eum, et projice abs te: bonum tibi est cum uno oculo in vitam intrare, quam duos oculos habentem mitti in gehennam ignis. (Geenna g1067)
Ef auga þitt fær þig til að syndga, skaltu stinga það úr og fleygja því. Betra er fyrir þig að ná til himna eineygður, en að fara alsjáandi til helvítis. (Geenna g1067)
10 Videte ne contemnatis unum ex his pusillis: dico enim vobis, quia angeli eorum in cælis semper vident faciem Patris mei, qui in cælis est.
Gætið þess að fyrirlíta ekki neitt þessara barna. Ég segi ykkur satt: Englar þeirra eru í nánum tengslum við föður minn á himnum,
11 Venit enim Filius hominis salvare quod perierat.
og ég, Kristur, kom til þess að frelsa þau sem týnd eru.
12 Quid vobis videtur? si fuerint alicui centum oves, et erravit una ex eis: nonne relinquit nonaginta novem in montibus, et vadit quærere eam quæ erravit?
Hvað gerir sá sem á hundrað sauði ef einn þeirra villist? Skilur hann ekki hina níutíu og níu eftir og fer að leita þess sem týndist?
13 Et si contigerit ut inveniat eam: amen dico vobis, quia gaudet super eam magis quam super nonaginta novem, quæ non erraverunt.
Ef hann finnur hann, gleðst hann meira vegna hans en hinna níutíu og níu sem eru öruggir heima.
14 Sic non est voluntas ante Patrem vestrum, qui in cælis est, ut pereat unus de pusillis istis.
Á sama hátt vill faðir minn ekki að eitt einasta þessara barna glatist.
15 Si autem peccaverit in te frater tuus, vade, et corripe eum inter te, et ipsum solum: si te audierit, lucratus eris fratrem tuum.
Ef einhver í söfnuðinum syndgar, skaltu fara til hans og ræða við hann einslega um mistök hans. Ef hann hlustar og játar sekt sína, hefur þú bjargað honum.
16 Si autem te non audierit, adhibe tecum adhuc unum, vel duos, ut in ore duorum, vel trium testium stet omne verbum.
En ef hann lætur sér ekki segjast við orð þín, skaltu fara til hans á ný og fá með þér einn eða tvo til viðbótar til að staðfesta mál þitt.
17 Quod si non audierit eos: dic ecclesiæ. Si autem ecclesiam non audierit, sit tibi sicut ethnicus et publicanus.
Ef honum verður ekki þokað þrátt fyrir það, skaltu láta taka málið upp í söfnuðinum. Ef úrskurður safnaðarins verður þér í vil, en bróðir þinn vill ekki beygja sig fyrir honum, skal honum vísað úr söfnuðinum.
18 Amen dico vobis, quæcumque alligaveritis super terram, erunt ligata et in cælo: et quæcumque solveritis super terram, erunt soluta et in cælo.
Ég segi ykkur hér með: Hvað sem þið bindið á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þið leysið á jörðu, verður leyst á himnum.
19 Iterum dico vobis, quia si duo ex vobis consenserint super terram, de omni re quamcumque petierint, fiet illis a Patre meo, qui in cælis est.
Ég segi ykkur einnig að verði tveir ykkar sammála um að biðja einhvers, mun faðir minn á himnum veita ykkur það.
20 Ubi enim sunt duo vel tres congregati in nomine meo, ibi sum in medio eorum.
Því að hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir mín vegna, er ég mitt á meðal þeirra.“
21 Tunc accedens Petrus ad eum, dixit: Domine, quoties peccabit in me frater meus, et dimittam ei? usque septies?
Þá kom Pétur til hans og spurði: „Herra; hve oft á ég að fyrirgefa þeim sem syndgar gegn mér? Sjö sinnum?“
22 Dicit illi Jesus: Non dico tibi usque septies: sed usque septuagies septies.
„Nei, sjötíu sinnum sjö, – endalaust!“svaraði Jesús.
23 Ideo assimilatum est regnum cælorum homini regi, qui voluit rationem ponere cum servis suis.
„Himnaríki má líkja við konung, sem ákvað að gera upp við þá sem skulduðu honum.
24 Et cum cœpisset rationem ponere, oblatus est ei unus, qui debebat ei decem millia talenta.
Meðan á uppgjörinu stóð, var komið með mann sem skuldaði honum margar milljónir.
25 Cum autem non haberet unde redderet, jussit eum dominus ejus venundari, et uxorem ejus, et filios, et omnia quæ habebat, et reddi.
Hann gat ekki borgað, og þá skipaði konungurinn svo fyrir að hann, kona hans og börn skyldu seld, ásamt öllum eigum hans, til þess að skuldin yrði greidd.
26 Procidens autem servus ille, orabat eum, dicens: Patientiam habe in me, et omnia reddam tibi.
Þá varpaði maðurinn sér í gólfið við fætur konungsins og sagði: „Ó, herra minn, miskunnaðu mér og ég mun borga þér alla skuldina!“
27 Misertus autem dominus servi illius, dimisit eum, et debitum dimisit ei.
Þá kenndi konungurinn í brjósti um hann og gaf honum upp alla skuldina!
28 Egressus autem servus ille invenit unum de conservis suis, qui debebat ei centum denarios: et tenens suffocavit eum, dicens: Redde quod debes.
Þegar þessi maður kom út frá konunginum, hitti hann félaga sinn sem skuldaði honum smáræði. Hann greip um kverkar honum og skipaði honum að greiða alla skuldina tafarlaust.
29 Et procidens conservus ejus, rogabat eum, dicens: Patientiam habe in me, et omnia reddam tibi.
Maðurinn kraup þá við fætur hans og grátbað hann: „Veittu mér dálítinn frest og ég mun greiða þér það sem ég skulda.“
30 Ille autem noluit: sed abiit, et misit eum in carcerem donec redderet debitum.
En hinn vildi ekki bíða og lét handtaka skuldunaut sinn og varpa honum í fangelsi, þar varð hann að dúsa uns skuldin var að fullu greidd.
31 Videntes autem conservi ejus quæ fiebant, contristati sunt valde: et venerunt, et narraverunt domino suo omnia quæ facta fuerant.
Samstarfsmönnum þeirra brá í brún og þeir fóru til konungsins og sögðu honum hvað gerst hafði.
32 Tunc vocavit illum dominus suus: et ait illi: Serve nequam, omne debitum dimisi tibi quoniam rogasti me:
Konungurinn lét þá kalla til sín manninn sem hann hafði gefið upp skuldina og sagði: „Miskunnarlausi þrjótur! Ég gaf þér upp milljóna skuld vegna þess að þú baðst mig um það.
33 nonne ergo oportuit et te misereri conservi tui, sicut et ego tui misertus sum?
Átt þú ekki að vera miskunnsamur við aðra eins og ég var miskunnsamur við þig?“
34 Et iratus dominus ejus tradidit eum tortoribus, quoadusque redderet universum debitum.
Konungurinn varð reiður og sendi manninn til böðlanna sem skyldu gæta hans uns skuldin yrði að fullu greidd.
35 Sic et Pater meus cælestis faciet vobis, si non remiseritis unusquisque fratri suo de cordibus vestris.
Þannig mun faðir minn á himnum einnig fara að við ykkur, ef þið fyrirgefið ekki bræðrum ykkar af heilum hug.“

< Mattheum 18 >