< Psalm 106 >
1 Kaksakin LEUM GOD! Sang kulo nu sin LEUM GOD, tuh El wo, Ac lungkulang lal oan ma pahtpat.
Hallelúja! Drottinn, þökk sé þér því að þú ert góður! Elska þín varir að eilífu.
2 Su ku in fahk ke ma wo nukewa ma El oru? Su ku in fahk lupan kaksak su fal nu sel?
Hver getur talið upp öll máttarverk Guðs og hver getur lofað hann eins og rétt er og skylt? Enginn!
3 Insewowo elos su liyaung ma sap lal, Su oru ma suwohs pacl e nukewa.
Sæll er sá réttláti sem gerir nágrönnum sínum gott.
4 Esamyu, LEUM GOD, ke kom kasru mwet lom; Oekyu ke kom ac molela mwet lom.
Drottinn, þegar þú blessar og bjargar fólki þínu, minnstu þá einnig mín.
5 Lela tuh nga in liye kapkapak lun mwet lom Ac wi engan lun mutanfahl lom, Tuh nga in welulos su konkin in pangpang mwet lom.
Gefðu mér hlut í velgengni þinna útvöldu, að fá að gleðjast með þeim og deila með þeim hjálp þinni.
6 Kut orekma koluk oana mwet matu lasr somla; Kut mwet koluk ac sesuwos.
Bæði við og feður okkar höfum margvíslega syndgað.
7 Mwet matu lasr elos tia kalem ke orekma wolana lal in acn Egypt, Elos tia esam pacl puspis ma El akkalemye lungse lal nu selos, Ac elos lain El su Kulana ke sisken Meoa Srusra.
Máttarverk þín í Egyptalandi mátu þeir lítils og fljótlega gleymdu þeir góðverkum þínum og risu gegn þér við hafið hið rauða.
8 Tusruktu El molelosla oana El tuh wulela kac, In akkalemye ku lulap lal.
En samt frelsaðir þú þá, hélst uppi heiðri nafns þíns og sýndir mátt þinn.
9 El sang sap lal nu sin Meoa Srusra, Na mu paola; El kolla mwet lal fahla fin acn pao.
Þú klaufst hafið, lagðir þurran veg um botn þess og leiddir þá þar í gegn.
10 El molelosla liki inpoun mwet su srungalos; El aksukosokyalos liki mwet lokoalok lalos.
Þannig frelsaðir þú þá frá óvinum þeirra.
11 A mwet lokoalok lalos walomla in kof uh; Wangin sie selos lula.
Síðan féll sjórinn aftur í farveg sinn og óvinir þeirra fórust – ekki einn komst af!
12 Na mwet lal elos tufah lulalfongi wuleang lal Ac elos on ac kaksakunul.
Þá loks trúðu þeir Drottni og sungu honum lofsöng.
13 Tusruktu, elos sa na mulkunla ma El oru; Elos orekma na, tia tupan kas lal.
En þeir voru fljótir að gleyma honum á ný! Þeir treystu ekki orðum hans
14 Nunkunma nwakulosla yen mwesis, Ac elos srike God we.
en heimtuðu sífellt meira og meira og reyndu eins og þeir gátu á þolinmæði Guðs.
15 Ke ma inge El sang ma elos siyuk kac, Tusruk El supwala pac sie mas upa nu inmasrlolos.
Og hann lét að vilja þeirra, en þó ekki að öllu leyti.
16 In acn mwesis, elos sok sel Moses Ac Aaron, mwet kulansap mutal lun LEUM GOD.
Þeir gerðu uppreisn gegn Móse og líka Aron, manninn sem Guð hafði valið til prests.
17 Ke ma inge faclu mangelik ac okmulla Dathan, Ac piknilya Abiram ac sou lal.
Þá opnaðist jörðin og gleypti Datan og flokk Abírams.
18 Oayapa e tuku lucng me Ac esukak un mwet koluk su welulos.
Eldur féll af himni og eyddi illmennum þessum.
19 Elos sang gold ac orala soko cow fusr kac in acn Sinai, Ac elos alu nu ke ma sruloala sac.
Þeir gerðu sér líkneski af nauti, sem étur gras,
20 Ouinge elos aolla wolana lun God Ke luman soko kosro su mongo mah.
og tilbáðu það í stað hins dýrlega Guðs!
21 Elos mulkunla God su molelosla Ke orekma kulana lal in acn Egypt.
Þannig óvirtu þeir Guð, frelsara sinn,
22 Fuka lupan wolana ke ma El oru we, Ac mwe lut lulap su El oru sisken Meoa Srusra!
sem gert hafði undur og tákn í Egyptalandi og við hafið rauða.
23 Ke God El fahk mu El ac kunausla mwet lal, Na Moses, mwet kulansap su El sulela, el tuyak lainul kac, Ac el sikulya mulat lun God tuh Elan tia kunauselosla.
Þess vegna áformaði Guð að eyða þeim öllum. En Móse, hans útvaldi þjónn, tók sér stöðu milli fólksins og Guðs og bað hann að láta af reiði sinni og tortíma þeim ekki.
24 Na elos sisla facl wowo sac, Mweyen elos tia lulalfongi wulela lun God.
Og ekki vildu þeir inn í fyrirheitna landið, þeir treystu ekki að Guð mundi vernda þá.
25 Elos muta torkaskas in lohm nuknuk selos, Ac tia porongo pusren LEUM GOD.
Þeir kvörtuðu í tjöldum sínum og fyrirlitu skipun hans.
26 Ke ma inge El fulahk nu selos Lah El ac oru tuh elos in misa yen mwesis uh,
Þá ákvað hann að láta þá deyja í eyðimörkinni,
27 Ac akfahsryelik fwil natulos nu inmasrlon mwet pegan, Ac lela elos in misa in acn sin mwetsac.
tvístra afkomendum þeirra meðal þjóðanna og herleiða þá til annarra landa.
28 Na in acn Peor elos sifacna eisalosyang in wi alu nu sel Baal, Ac kang mongo ma kisakinyuk nu sin god misa uh.
Og hjá Peór gengu forfeður okkar í lið með fylgjendum Baals og báru fram fórnir til dauðra skurðgoða.
29 Ouinge elos arulana purakak kasrkusrak lun LEUM GOD ke ma elos oru, Na mas na upa se sikyak inmasrlolos.
Það reitti Drottin til reiði og þess vegna braust út plága meðal þeirra.
30 Na Phinehas el tuyak ac sang kai nu selos su oru ma koluk, Ac mas sac wanginla.
Hún hélst þar til Pínehas gekk fram og refsaði þeim sem henni höfðu valdið.
31 Ma se inge mwe esmakin na yohk kacl, Oayapa nu sin fwil nu ke fwil tok uh.
Hans verður ætíð minnst fyrir það réttlætisverk.
32 Mwet uh sifilpa akkasrkusrakye LEUM GOD sisken kof Meribah, Ac ma inge aktukulkulyel Moses.
Hjá Meríba reitti Ísrael Drottin aftur til reiði og olli Móse miklum vanda,
33 Elos oru Moses el arulana kasrkusrak Pwanang el kaskas ac tia nunku ke ma el fahk.
– hann reiddist og talaði ógætileg orð.
34 Elos tiana onela mwet pegan In oana ma LEUM GOD El fahk nu selos.
Og ekki útrýmdi Ísrael þjóðunum sem fyrir voru í landinu, eins og Guð hafði skipað þeim,
35 A elos payuk nu selos Ac oru ouiya lun mwet pegan.
heldur blönduðust þeir heiðingjunum og tóku upp ósiði þeirra.
36 Mwet lun God elos alu nu ke ma sruloala, Na ma inge kunauselosla.
Þeir færðu skurðgoðum þeirra fórnir og leiddust burt frá Guði.
37 Elos kisakin wen ac acn natulos Tuh in mwe kisa nu sin ma sruloala in facl Canaan.
Þeir fórnuðu jafnvel börnum sínum til illra anda –
38 Elos uniya tulik natulos su wangin koluk la, Ac acn we kolukla ke srahn akmas inge.
til hjáguða Kanverja – úthelltu saklausu blóði og vanhelguðu landið með morðum.
39 Ouinge elos akfohkfokyalos ke orekma koluk lalos Ac elos tia inse pwaye nu sin God.
Þeir saurguðust af illverkum þessum, því að með hjáguðadýrkun sinni rufu þeir trúnað við Guð.
40 Ke ma inge LEUM GOD El mulat sin mwet lal; Ac El srungalosla.
Vegna alls þessa reiddist Drottinn Ísrael, lýð sínum, og fékk viðbjóð á honum,
41 El fuhlelosyang nu inpoun mwet pegan, Ac mwet lokoalok lalos elos leum faclos.
og lét hann heiðnar þjóðir drottna yfir honum.
42 Mwet lokoalok lalos akkeokyalos Ac elos muta ye nununku lalos.
Ísrael var stjórnað af óvinum sínum og þeir kúguðu hann.
43 Pacl puspis LEUM GOD El molela mwet lal, Tusruktu elos sikalani in lainul Pwanang elos tili in ma koluk.
Aftur og aftur leysti hann þá undan okinu, en þeir héldu áfram að óhlýðnast honum, uns syndir þeirra komu þeim á kné.
44 Tusruktu, LEUM GOD El akilen keok lalos Ac porongalos ke elos wowoyak nu sel.
Samt bænheyrði hann þá og linaði þjáningar þeirra.
45 Ke sripalos, El esam wuleang lal, Ac ke sripen lungse yohk lal nu selos El pakomutalos ac auliyak.
Hann minntist loforðsins sem hann gaf þeim og aumkaðist yfir þá í elsku sinni,
46 El oru tuh elos su akkohsyelos In pakomutalos.
svo að jafnvel þeir sem kúguðu þá, sýndu þeim miskunn.
47 Molikutla, O LEUM GOD lasr, Ac uskutme liki inmasrlon mutunfacl uh, Tuh kut fah fahkak kulo lasr nu sum Ac kaksakin Ine mutal lom.
Ó, frelsaðu okkur, Drottinn Guð! Safnaðu okkur saman frá þjóðunum svo að við getum sameiginlega þakkað þér og lofað nafn þitt.
48 Kaksakin LEUM GOD, God lun Israel; Kaksakunul inge ac nwe tok. Lela mwet nukewa in fahk, “Amen.” Kaksakin LEUM GOD!
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Og allt fólkið segi: „Amen!“Hallelúja.