< 사도행전 27 >

1 우리의 배 타고 이달리야로 갈 일이 작정되매 바울과 다른 죄수 몇 사람을 아구사도대의 백부장 율리오란 사람에게 맡기니
Loks var öllum undirbúningi lokið fyrir sjóferð okkar til Rómar. Páli og nokkrum öðrum föngum var komið fyrir í gæslu hjá liðsforingja, sem Júlíus hét, og var í hersveit keisarans.
2 아시아 해변 각처로 가려 하는 아드라뭇데노 배에 우리가 올라 행선할새 마게도냐의 데살로니가 사람 아리스다고도 함께 하니라
Við stigum á skip sem átti að hafa viðkomu á nokkrum stöðum á strönd Litlu-Asíu. Reyndar var Aristarkus með okkur, en hann var grískur, frá Þessaloníku.
3 이튿날 시돈에 대니 율리오가 바울을 친절히 하여 친구들에게 가서 대접받음을 허락하더니
Daginn eftir komum við til Sídon, sem var fyrsti viðkomustaðurinn. Júlíus sýndi Páli þá velvild að leyfa honum að fara í land, heimsækja vini sína og njóta gestrisni þeirra.
4 또 거기서 우리가 떠나가다가 바람의 거스림을 피하여 구브로 해안을 의지하고 행선하여
Þegar við sigldum þaðan, fengum við mótvind sem gerði okkur erfitt að halda stefnunni. Við fórum því norður fyrir Kýpur, milli eyjarinnar og meginlandsins
5 길리기아와 밤빌리아 바다를 건너 루기아의 무라 성에 이르러
og sigldum meðfram strönd héraðanna Kilikíu og Pamfýlíu. Því næst komum við til Mýru í Lýkíu.
6 거기서 백부장이 이달리야로 가려 하는 알렉산드리아 배를 만나 우리를 오르게 하니
Þar setti liðsforinginn okkur um borð í egypskt skip frá Alexandríu, sem var á leið til Ítalíu.
7 배가 더디 가 여러 날만에 간신히 니도 맞은 편에 이르러 풍세가 더 허락지 아니하므로 살모네 앞을 지나 그레데 해안을 의지하고 행선하여
Dögum saman miðaði lítið vegna óhagstæðs veðurs. Loks vorum við þó komnir í námunda við Knídus, en þá hvessti aftur, svo við létum berast upp undir Krít og fram hjá hafnarborginni Salmóne. Með miklum erfiðismunum tókst okkur að brjótast gegn veðrinu fram með suðurströndinni, uns við komum til Góðhafnar, nálægt borginni Laseu.
8 간신히 그 연안을 지나 미항이라는 곳에 이르니 라새아 성에서 가깝더라
9 여러 날이 걸려 금식하는 절기가 이미 지났으므로 행선하기가 위태한지라 바울이 저희를 권하여
Þar stoppuðum við nokkra daga. Það var komið haust þegar þetta var, og því hættulegt að leggja upp í langar sjóferðir vegna illviðra, sem þá voru tíð. Páll nefndi þetta við yfirmenn skipsins og sagði:
10 말하되 여러분이여 내가 보니 이번 행선이 하물과 배만 아니라 우리 생명에도 타격과 많은 손해가 있으리라 하되
„Kæru vinir, ég álít að ef við siglum nú, þá munum við lenda í erfiðleikum og jafnvel strandi. Þá mundi farmurinn eyðileggjast og menn gætu farist.“
11 백부장이 선장과 선주의 말을 바울의 말보다 더 믿더라
En liðsforingjarnir, sem gættu fanganna, tóku meira mark á skipstjóranum og eiganda skipsins en Páli.
12 그 항구가 과동하기에 불편하므로 거기서 떠나 아무쪼록 뵈닉스에 가서 과동하자 하는 자가 더 많으니 뵈닉스는 그레데 항구라 한 편은 동북을, 한 편은 동남을 향하였더라
Þar sem Góðhöfn var opin fyrir veðri og vindum, og því óhentug að vetri til, lögðu flestir af áhöfninni til að reynt yrði að komast upp að ströndinni við Fönix og vera þar um veturinn. Fönix var fyrirtaks höfn, opin til suðvesturs og norðvesturs.
13 남풍이 순하게 불매 저희가 득의한 줄 알고 닻을 감아 그레데 해변을 가까이 하고 행선하더니
Um þetta leyti kom hægur sunnanvindur og að því er virtist gott sjóveður. Þeir léttu því akkerum og sigldu af stað fram með landinu.
14 얼마 못되어 섬 가운데로서 유라굴로라는 광풍이 대작하니
Ekki var liðinn langur tími er norðaustanrok skall á og hrakti skipið út á opið haf. Í fyrstu reyndu þeir að snúa aftur upp að ströndinni en er það tókst ekki, gáfust þeir upp og létu reka.
15 배가 밀려 바람을 맞추어 갈 수 없어 가는 대로 두고 쫓겨가다가
16 가우다라는 작은 섬 아래로 지나 간신히 거루를 잡아
Loksins komumst við í var við litla eyju, sem heitir Káda, og þar gátum við með miklum erfiðismunum dregið björgunarbátinn um borð, en hann hafði verið í togi.
17 끌어 올리고 줄을 가지고 선체를 둘러 감고 스르디스에 걸릴까 두려워 연장을 내리고 그냥 쫓겨가더니
Þá voru strengdir kaðlar yfir skipið til að styrkja það. Áhöfnin var hrædd um að skipið myndi hrekja upp á sandana við Afríkuströnd og tók því niður aðalseglið og lét reka fyrir veðri og vindum.
18 우리가 풍랑으로 심히 애쓰다가 이튿날 사공들이 짐을 바다에 풀어 버리고
Daginn eftir versnaði veðrið enn og tók þá áhöfnin að varpa farminum fyrir borð.
19 사흘째 되는 날에 배의 기구를 저희 손으로 내어 버리니라
Þriðja daginn fleygðu þeir síðan öllum búnaði skipsins í sjóinn – öllu lauslegu.
20 여러 날 동안 해와 별이 보이지 아니하고 큰 풍랑이 그대로 있으매 구원의 여망이 다 없어졌더라
Fárviðrið geisaði linnulaust dögum saman og að lokum höfðu þeir gefið upp alla von.
21 여러 사람이 오래 먹지 못하였으매 바울이 가운데 서서 말하되 여러분이여 내 말을 듣고 그레데에서 떠나지 아니하여 이 타격과 손상을 면하였더면 좋을 뻔하였느니라
Þegar menn höfðu verið lengi matarlausir, kallaði Páll saman áhöfnina og sagði: „Góðir menn, þið hefðuð átt að gefa því gaum sem ég sagði, og vera kyrrir í Góðhöfn, því að þá hefðuð þið komist hjá þessum hrakningum og tjóni.
22 내가 너희를 권하노니 이제는 안심하라 너희 중 생명에는 아무 손상이 없겠고 오직 배뿐이리라
En herðið upp hugann! Enginn okkar mun týna lífi, þótt skipið farist.
23 나의 속한 바 곧 나의 섬기는 하나님의 사자가 어제 밤에 내 곁에 서서 말하되
Síðastliðna nótt stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég tilheyri og þjóna,
24 바울아 두려워 말라 네가 가이사 앞에 서야 하겠고 또 하나님께서 너와 함께 행선하는 자를 다 네게 주셨다 하였으니
og sagði: „Vertu ekki hræddur, Páll, því þú munt komast til keisarans til að tala máli þínu. Auk þess hefur Guð heyrt bæn þína og mun bjarga lífi allra þeirra sem með þér eru á skipinu.“
25 그러므로 여러분이여 안심하라 나는 내게 말씀하신 그대로 되리라고 하나님을 믿노라
Verið nú hughraustir, því að ég treysti Guði. Þetta mun fara eins og hann hefur sagt,
26 그러나 우리가 한 섬에 걸리리라 하더라
en skipið mun stranda við einhverja eyju.“
27 열나흘째 되는 날 밤에 우리가 아드리아 바다에 이리저리 쫓겨 가더니 밤중쯤 되어 사공들이 어느 육지에 가까워지는 줄을 짐작하고
Um miðnættið fjórtánda óveðursdaginn, vorum við að hrekjast fram og aftur um Adríahafið. Þá fannst sjómönnunum eins og þeir væru að nálgast land.
28 물을 재어보니 이십 길이 되고 조금 가다가 다시 재니 열다섯 길이라
Dýpið var mælt og reyndist það vera 40 metrar. Skömmu síðar mældu þeir aftur og var það þá 30 metrar.
29 암초에 걸릴까 하여 고물로 닻 넷을 주고 날이 새기를 고대하더니
Þeir voru því vissir um að þá mundi fljótlega bera að landi. Af ótta við sker við ströndina, köstuðu þeir út fjórum akkerum úr skutnum og vonuðu að birti sem fyrst.
30 사공들이 도망하고자 하여 이물에서 닻을 주려는 체하고 거루를 바다에 내려놓거늘
Nokkrir af áhöfninni ætluðu að forða sér frá skipinu og létu björgunarbátinn síga undir því yfirskini að þeir ætluðu að kasta akkerum frá stefninu.
31 바울이 백부장과 군사들에게 이르되 이 사람들이 배에 있지 아니하면 너희가 구원을 얻지 못하리라 하니
Þá sagði Páll við hermennina og foringja hersveitarinnar. „Ef einhver fer frá borði munu allir farast.“
32 이에 군사들이 거룻 줄을 끊어 떼어 버리니라
Þá hjuggu hermennirnir á kaðlana og létu bátinn falla í sjóinn.
33 날이 새어 가매 바울이 여러 사람을 음식 먹으라 권하여 가로되 너희가 기다리고 기다리며 먹지 못하고 주린 지가 오늘까지 열나흘인즉
Það var ekki enn orðið bjart þegar Páll bað alla um að fá sér eitthvað að borða. „Þið hafið ekki bragðað mat í hálfan mánuð, “sagði hann.
34 음식 먹으라 권하노니 이것이 너희 구원을 위하는 것이요 너희 중 머리터럭 하나라도 잃을 자가 없느니라 하고
„Fáið ykkur nú eitthvað svo þið hressist, því að þið munuð ekki farast, nei, ekki svo mikið sem hár á höfði ykkar!“
35 떡을 가져다가 모든 사람 앞에서 하나님께 축사하고 떼어 먹기를 시작하매
Síðan tók hann nokkuð af skipsbrauðinu, þakkaði Guði í augsýn allra, braut af því bita og át.
36 저희도 다 안심하고 받아 먹으니
Allt í einu leið öllum betur og menn fengu sér mat,
37 배에 있는 우리의 수는 전부 이백칠십육 인이러라
en alls vorum við tvö hundruð sjötíu og sex um borð.
38 배부르게 먹고 밀을 바다에 버려 배를 가볍게 하였더니
Eftir að hafa borðað, fleygði áhöfnin öllu korninu í sjóinn til að létta skipið enn meira.
39 날이 새매 어느 땅인지 알지 못하나 경사 진 해안으로 된 항만이 눈에 띄거늘 배를 거기에 들여다 댈 수 있는가 의논한 후
Þegar bjart var orðið, virtu menn fyrir sér ströndina, en þekktu hana ekki. Þá tóku þeir eftir vík með sandfjöru og veltu því fyrir sér hvort takast mundi að komast milli klettanna og láta brimið skola sér upp í fjöruna.
40 닻을 끊어 바다에 버리는 동시에 킷줄을 늦추고 돛을 달고 바람을 맞추어 해안을 향하여 들어가다가
Loks var ákveðið að reyna þetta. Höggvið var á akkerisfestarnar og þær látnar fara. Stýrunum var rennt í sjóinn, framseglið dregið upp og stefnt til strandar.
41 두 물이 합하여 흐르는 곳을 당하여 배를 걸매 이물은 부딪혀 움직일 수 없이 붙고 고물은 큰 물결에 깨어져가니
Fljótlega tók skipið niðri á sandrifi og sat stefnið fast, en brotsjóirnir gengu yfir skutinn, svo að hann tók að liðast í sundur.
42 군사들은 죄수가 헤엄쳐서 도망할까 하여 저희를 죽이는 것이 좋다 하였으나
Hermennirnir ráðlögðu þá herdeildarforingjanum að drepa fangana, svo að þeir gætu ekki synt í land og komist undan.
43 백부장이 바울을 구원하려 하여 저희의 뜻을 막고 헤엄칠 줄 아는 사람들을 명하여 물에 뛰어 내려 먼저 육지에 나가게 하고
En Júlíus, sem vildi bjarga lífi Páls, féllst ekki á þessa hugmynd. Síðan skipaði hann öllum, sem kynnu að synda, að stökkva í sjóinn og reyna að bjarga sér í land.
44 그 남은 사람들은 널조각 혹은 배 물건에 의지하여 나가게 하니 마침내 사람들이 다 상륙하여 구원을 얻으니라
Þeir sem ósyndir voru, áttu að fleyta sér á plönkum og braki úr brotnandi skipinu. Þetta var gert og komust allir í land heilu og höldnu.

< 사도행전 27 >