< 히브리서 7 >
1 이 멜기세덱은 살렘 왕이요 지극히 높으신 하나님의 제사장이라 여러 임금을 쳐서 죽이고 돌아오는 아브라함을 만나 복을 빈 자라
Melkísedek þessi var konungur í borginni Salem og jafnframt prestur hins hæsta Guðs. Eitt sinn, er Abraham var á heimleið eftir að hafa unnið mikla orustu við marga konunga, kom Melkísedek til móts við hann og blessaði hann.
2 아브라함이 일체 십분의 일을 그에게 나눠 주니라 그 이름을 번역한 즉 첫째 의의 왕이요 또 살렘 왕이니 곧 평강의 왕이요
Tók þá Abraham tíund af öllu herfanginu og gaf Melkísedek. Nafnið Melkísedek þýðir „konungur réttlætisins“. Hann er einnig friðarkonungur, því að Salem, nafnið á borg hans, merkir „friður“.
3 아비도 없고 어미도 없고 족보도 없고 시작한 날도 없고 생명의 끝도 없어 하나님 아들과 방불하여 항상 제사장으로 있느니라
Melkísedek átti hvorki föður né móður og ættartala hans er ekki til. Ævi hans er bæði án upphafs og endis, en líf hans er sem líf Guðs sonar – hann er prestur að eilífu.
4 이 사람의 어떻게 높은 것을 생각하라 조상 아브라함이 노략물 중 좋은 것으로 십분의 일을 저에게 주었느니라
Virðum nú fyrir okkur tign Melkísedeks: (a) Tign Melkísedeks sést á því að Abraham, hinn virðulegi forfaðir Guðs útvöldu þjóðar, gaf honum tíund af herfanginu, sem hann tók af konungunum sem hann hafði barist við.
5 레위의 아들들 가운데 제사장의 직분을 받는 자들이 율법을 좇아 아브라함의 허리에서 난 자라도 자기 형제인 백성에게서 십분의 일을 취하라는 명령을 가졌으나
Þetta væri skiljanlegt hefði Melkísedek verið Gyðingaprestur, því að síðar var þess krafist með lögum af þjóð Guðs að hún legði fram gjafir til stuðnings prestunum, því að þeir tilheyrðu þjóðinni.
6 레위 족보에 들지 아니한 멜기세덱은 아브라함에게서 십분의 일을 취하고 그 얻은 자를 위하여 복을 빌었나니
Nú var Melkísedek ekki Gyðingaættar, en þrátt fyrir það gaf Abraham honum gjafir. (b) Melkísedek blessaði hinn volduga Abraham
7 폐일언하고 낮은 자가 높은 자에게 복 빎을 받느니라
og eins og allir vita, þá er sá meiri, sem vald hefur til að blessa, en sá er hlýtur blessunina.
8 또 여기는 죽을 자들이 십분의 일을 받으나 저기는 산다고 증거를 얻은 자가 받았느니라
(c) Prestar Gyðinga tóku við tíund, og það þótt dauðlegir væru, en okkur er sagt að Melkísedek lifi áfram.
9 또한 십분의 일을 받는 레위도 아브라함으로 말미암아 십분의 일을 바쳤다 할 수 있나니
(d) Það mætti jafnvel segja að sjálfur Leví (forfaðir allra Gyðingapresta – allra sem taka við tíund) hafi greitt Melkísedek tíund með höndum Abrahams.
10 이는 멜기세덱이 아브라함을 만날 때에 레위는 아직 자기 조상의 허리에 있었음이니라
Því að þótt Leví væri þá ekki fæddur – þegar Abraham greiddi Melkísedek tíundina – þá var efnið samt til í Abraham, sem Leví var síðar myndaður af.
11 레위 계통의 제사 직분으로 말미암아 온전함을 얻을 수 있었으면 백성이 그 아래서 율법을 받았으니 어찌하여 아론의 반차를 좇지 않고 멜기세덱의 반차를 좇는 별다른 한 제사장을 세울 필요가 있느뇨
(e) Ef Gyðingaprestarnir og lög þeirra hefðu getað frelsað okkur, hvers vegna var þá Guð að senda Krist, sem prest á borð við Melkísedek? Hefði honum ekki nægt að senda einhvern sem hefði haft sömu tign og Aron – það er að segja þá tign, sem allir Gyðingaprestarnir höfðu?
12 제사 직분이 변역한즉 율법도 반드시 변역하리니
Þegar Guð stofnar nýjan prestdóm, verður hann að breyta lögum sínum til þess að slíkt sé unnt. Eins og við vitum var Kristur ekki af ætt Leví, prestaættinni, heldur af ætt Júda, en sú ætt hafði ekki verið valin til prestþjónustu; Móse hafði aldrei falið henni slíkt.
13 이것은 한 사람도 제단 일을 받들지 않는 지파에 속한 자를 가리켜 말한 것이라
14 우리 주께서 유다로 좇아 나신 것이 분명하도다 이 지파에는 모세가 제사장들에 관하여 말한 것이 하나도 없고
15 멜기세덱과 같은 별다른 한 제사장이 일어난 것을 보니 더욱 분명하도다
Af þessu getum við glögglega séð að Guð breytti til. Nýi æðsti presturinn, Kristur – prestur á borð við Melkísedek –
16 그는 육체에 상관된 계명의 법을 좇지 아니하고 오직 무궁한 생명의 능력을 좇아 된 것이니
varð ekki prestur vegna þess að hann uppfyllti þau gömlu skilyrði að vera af ætt Leví, heldur vegna þess að líf og kraftur streymdu út frá honum.
17 증거하기를 네가 영원히 멜기세덱의 반차를 좇는 제사장이라 하였도다 (aiōn )
Þetta bendir sálmaskáldið á er hann segir um Krist: „Þú ert prestur að eilífu á borð við Melkísedek.“ (aiōn )
Þessi gamla prestþjónusta, sem grundvölluð var á ættartengslum, var lögð niður, því að hún dugði ekki til. Hún var vanmáttug og kom ekki að gagni við að frelsa fólk.
19 (율법은 아무 것도 온전케 못할지라)이에 더 좋은 소망이 생기니 이것으로 우리가 하나님께 가까이 가느니라
Í raun og veru gátu lögin og þessi prestþjónusta ekki réttlætt neinn mann í augum Guðs. Við eigum hins vegar betri von, því að Kristur gerir okkur þóknanleg í augum Guðs og opnar okkur leiðina til hans.
20 또 예수께서 제사장 된 것은 맹세 없이 된 것이 아니니
Guð sór þess eið að Kristur yrði prestur um alla framtíð,
21 (저희는 맹세 없이 제사장이 되었으되 오직 예수는 자기에게 말씀하신 자로 말미암아 맹세로 되신 것이라 주께서 맹세하시고 뉘우치지 아니하시리니 네가 영원히 제사장이라 하셨도다) (aiōn )
en það hafði hann aldrei ætlað hinum prestunum. Þetta sagði hann við Krist, og aðeins hann: „Drottinn strengir þess heit og mun aldrei skipta um skoðun: Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks.“ (aiōn )
22 이와 같이 예수는 더 좋은 언약의 보증이 되셨느니라
Á grundvelli þessa heitis, getur Kristur að eilífu tryggt árangurinn af þessu nýja og betra fyrirkomulagi.
23 저희 제사장 된 자의 수효가 많은 것은 죽음을 인하여 항상 있지 못함이로되
Samkvæmt gamla fyrirkomulaginu þurfti marga presta, og þegar þeir dóu einn af öðrum, tóku hinir yngri við.
24 예수는 영원히 계시므로 그 제사 직분도 갈리지 아니하나니 (aiōn )
En Jesús lifir að eilífu og heldur áfram að vera prestur, þar verða engin mannaskipti. (aiōn )
25 그러므로 자기를 힘입어 하나님께 나아가는 자들을 온전히 구원하실 수 있으니 이는 그가 항상 살아서 저희를 위하여 간구하심이니라
Þess vegna getur hann fullkomlega frelsað alla, sem hans vegna ganga fram fyrir Guð, því að hann lifir ávallt á himni til að biðja fyrir þeim.
26 이러한 대제사장은 우리에게 합당하니 거룩하고 악이 없고 더러움이 없고 죄인에게서 떠나 계시고 하늘보다 높이 되신 자라
Hann er einmitt presturinn sem við þörfnumst: Hann er heilagur, lýtalaus, óflekkaður og situr ekki á bekk með syndurum, heldur í heiðurssæti á himnum.
27 저가 저 대제사장들이 먼저 자기 죄를 위하고 다음에 백성의 죄를 위하여 날마다 제사 드리는 것과 같이 할 필요가 없으니 이는 저가 단번에 자기를 드려 이루셨음이니라
Hann þarf ekki daglega að bera fram blóð úr fórnardýrunum eins og hinir prestarnir, sem þurftu að fórna fyrir sínar eigin syndir og syndir alls fólksins, því að hann bar fram eina fórn, í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnaði sjálfum sér á krossinum.
28 율법은 약점을 가진 사람들을 제사장으로 세웠거니와 율법 후에 하신 맹세의 말씀은 영원히 온전케 되신 아들을 세우셨느니라 (aiōn )
Meðan hinn gamli siður var í gildi, voru æðstu prestarnir syndugir menn, veikleika háðir eins og hverjir aðrir, en seinna skipaði Guð son sinn með eiði og sonurinn er fullkominn að eilífu. (aiōn )