< 갈라디아서 3 >

1 어리석도다 갈라디아 사람들아! 예수 그리스도께서 십자가에 못 박히신 것이 너희 눈 앞에 밝히 보이거늘 누가 너희를 꾀더냐
Æ, þið heimsku Galatar! Hvaða galdrameistari hefur dáleitt ykkur og lagt á ykkur þessi illu álög? Sú var tíðin að þið sáuð tilganginn með dauða Jesú Krists, jafn skýrt og ég hefði sýnt ykkur mynd af Jesú á krossinum.
2 내가 너희에게 다만 이것을 알려 하노니 너희가 성령을 받은 것은 율법의 행위로냐? 듣고 믿음으로냐?
Leyfið mér að spyrja ykkur einnar spurningar: Fenguð þið heilagan anda fyrir að halda lög Gyðinga? Nei, svo sannarlega ekki! Heilagur andi kom ekki yfir ykkur fyrr en þið höfðuð heyrt um Krist og tekið trú á hann.
3 너희가 이같이 어리석으냐? 성령으로 시작하였다가 이제는 육체로 마치겠느냐?
Eruð þið orðin rugluð eða hvað? Í fyrra sinnið mistókst ykkur að eignast andlegt líf, því að þið hélduð að leiðin til þess væri að halda lög Gyðinga. Hvernig getur ykkur þá dottið í hug að nú gætuð þið þroskast í trúnni á Krist, með því að hlýða þessum lögum?
4 너희가 이같이 많은 괴로움을 헛되이 받았느냐? 과연 헛되냐?
Þið sem hafið orðið að líða svo mikið vegna fagnaðarerindisins, ætlið þið nú að varpa öllu fyrir borð? Ég trúi því ekki?
5 너희에게 성령을 주시고 너희 가운데서 능력을 행하시는 이의 일이 율법의 행위에서냐? 듣고 믿음에서냐?
Ég spyr aftur: Gefur Guð ykkur kraft heilags anda og lætur hann ykkur vinna máttarverk vegna hlýðni ykkar við lög Gyðinga? Nei, auðvitað ekki! Slíkt gerist hins vegar þegar þið trúið Kristi og treystið honum algjörlega.
6 아브라함이 하나님을 믿으매 이것을 그에게 의로 정하셨다 함과 같으니라
Slík var einnig reynsla Abrahams. Guð lýsti hann réttlátan fyrir það eitt að hann trúði loforðum Guðs.
7 그런즉 믿음으로 말미암은 자들은 아브라함의 아들인 줄 알지어다!
Af þessu getið þið séð að hinir raunverulegu afkomendur Abrahams eru þeir sem trúa á Guð og treysta honum heilshugar.
8 또 하나님이 이방을 믿음으로 말미암아 의로 정하실 것을 성경이 미리 알고 먼저 아브라함에게 복음을 전하되 모든 이방이 너를 인하여 복을 받으리라 하였으니
Auk þessa benti Biblían fram til þess tíma, er Guð mundi einnig frelsa heiðingjana vegna trúar þeirra. Fyrir löngu sagði Guð við Abraham: „Eins og ég hef blessað þig, svo mun ég og blessa aðra þá sem mér treysta, hverrar þjóðar sem þeir eru.“Af þessu er auðséð að allir sem treysta Kristi, fá hlutdeild í blessun Abrahams.
9 그러므로 믿음으로 말미암은 자는 믿음이 있는 아브라함과 함께 복을 받느니라
10 무릇 율법 행위에 속한 자들은 저주 아래 있나니 기록된 바 누구든지 율법 책에 기록된 대로 온갖 일을 항상 행하지 아니하는 자는 저주 아래 있는 자라 하였음이라
Þeir sem álíta að lög Gyðinga frelsi þá, eru undir bölvun Guðs. Biblían segir skýrt og skorinort: „Bölvaður er hver sá er brýtur lögin í lögbók minni, þótt ekki sé nema eitt ákvæði þeirra.“
11 또 하나님 앞에서 아무나 율법으로 말미암아 의롭게 되지 못할 것이 분명하니 이는 의인이 믿음으로 살리라 하였음이니라
Af þessu er ljóst að aldrei mun neinn geta unnið sér hylli Guðs með því að reyna að halda lög Gyðinga, því að Guð hefur sagt að eina leiðin til að verða réttlátur í hans augum sé leið trúarinnar. Um þetta segir spámaðurinn Habakúk: „Sá sem finnur lífið, finnur það í trúnni á Guð.“
12 율법은 믿음에서 난 것이 아니라 이를 행하는 자는 그 가운데서 살리라 하였느니라
Hvílíkur reginmunur á þessum vegi trúarinnar og vegi laganna. Vegur laganna er þessi: Ef þú hlýðir lögunum í hverju einstöku atriði, þá muntu frelsast.
13 그리스도께서 우리를 위하여 저주를 받은 바 되사 율법의 저주에서 우리를 속량하셨으니 기록된 바 나무에 달린 자마다 저주 아래 있는 자라 하였음이라
Nú hefur Kristur hins vegar keypt okkur laus undan dómi þessa vonlausa lagakerfis, með því að taka á sig bölvunina sem fylgdi óhlýðni okkar. Það gerði hann á krossinum og það minnir ykkur eflaust á orð Biblíunnar: „Bölvaður er hver sá sem á tré hangir.“
14 이는 그리스도 예수 안에서 아브라함의 복이 이방인에게 미치게 하고 또 우리로 하여금 믿음으로 말미암아 성령의 약속을 받게하려 함이니라
Nú getur Guð einnig blessað heiðingjana með sömu blessun og hann hét Abraham. Sömuleiðis getum við öll sem kristin erum, fengið heilagan anda með því að trúa, eins og okkur hafði verið lofað.
15 형제들아! 사람의 예대로 말하노니 사람의 언약이라도 정한 후에는 아무나 폐하거나 더하거나 하지 못하느니라
Kæru vinir, við vitum að í daglegu lífi er það svo að gefi einhver skriflegt loforð og undirriti það, þá verður hann að halda það. Hann getur ekki allt í einu ákveðið að ganga á bak orða sinna.
16 이 약속들은 아브라함과 그 자손에게 말씀하신 것인데 여럿을 가리켜 그 자손들이라 하지 아니하시고 오직 하나를 가리켜 네 자손이라 하셨으니 곧 그리스도라
Nú var það svo að Guð gaf Abraham og barni hans ákveðin loforð. Takið eftir, að ekki er sagt að loforðin væru til barna hans, eins og ef um alla syni hans hefði verið að ræða – alla Gyðinga. – Nei, hér var talað um barn – og þar er auðvitað átt við Krist.
17 내가 이것을 말하노니 하나님의 미리 정하신 언약을 사백 삼십 년후에 생긴 율법이 없이 하지 못하여 그 약속을 헛되게 하지 못하리라
Með þessu á ég við að loforð sem Guð gaf – ritaði og síðan staðfesti – um að við frelsumst fyrir trú, var útilokað að fella úr gildi eða breyta fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, þegar Guð birti lög sín.
18 만일 그 유업이 율법에서 난 것이면 약속에서 난 것이 아니리라 그러나 하나님이 약속으로 말미암아 아브라함에게 은혜로 주신 것이라
Ef hlýðni við þau lög gæti frelsað okkur, er augljóst að þar er um aðra leið að ræða til að ná vináttu Guðs, en þá sem Abraham fór, því hann trúði hiklaust loforði Guðs.
19 그런즉 율법은 무엇이냐? 범법함을 인하여 더한 것이라 천사들로 말미암아 중보의 손을 빌어 베푸신 것인데 약속하신 자손이 오시기까지 있을 것이라
En til hvers voru þá lögin? Jú, þeim var bætt við eftir að loforðið hafði verið gefið, til að sýna mönnunum hversu sekir þeir væru þegar þeir brytu lög Guðs. Þessi lög áttu aðeins að gilda þar til Kristur kæmi, en hann er barnið sem loforð Guðs snerist um. (Á þessu tvennu er reyndar enn meiri munur: Guð lét engla færa Móse lögin sem hann síðan færði fólkinu,
20 중보는 한 편만 위한 자가 아니나 오직 하나님은 하나이시니라
en þegar Guð hins vegar gaf Abraham loforð sitt, þá gerði hann það sjálfur milliliðalaust.)
21 그러면 율법이 하나님의 약속들을 거스리느냐? 결코 그럴 수 없느니라 만일 능히 살게 하는 율법을 주셨더면 의가 반드시 율법으로 말미암았으리라
Eru þá lög Guðs í andstöðu við loforð hans? Nei, vissulega ekki! Ef við gætum frelsast með því að halda lögin, þá hefði Guð ekki þurft að opna okkur aðra leið til að losna úr klóm syndarinnar – en Biblían leggur áherslu á að allir séu fangar hennar. Eina undankomuleiðin er trúin á Jesú Krist og hún er öllum opin.
22 그러나 성경이 모든 것을 죄 아래 가두었으니 이는 예수 그리스도를 믿음으로 말미암은 약속을 믿는 자들에게 주려 함이니라
23 믿음이 오기 전에 우리가 율법 아래 매인 바 되고 계시될 믿음의 때까지 갇혔느니라
Áður en Kristur kom, vorum við undir ströngu eftirliti laganna. Við vorum bókstaflega í fjötrum, þar til við eignuðumst trúna á frelsarann.
24 이같이 율법이 우리를 그리스도에게로 인도하는 몽학(夢學) 선생이 되어 우리로 하여금 믿음으로 말미암아 의롭다 함을 얻게 하려 함이니라
Segja má að lögin hafi rekið okkur til Krists, sem síðan leiddi okkur með trúnni á veginn til Guðs.
25 믿음이 온 후로는 우리가 몽학선생 아래 있지 아니하도다
En fyrst Kristur er kominn, þurfum við ekki lengur á þessum lögum að halda til að gæta okkar og leiðbeina okkur til hans.
26 너희가 다 믿음으로 말미암아 그리스도 예수 안에서 하나님의 아들이 되었으니
Nú erum við börn Guðs fyrir trúna á Jesú Krist,
27 누구든지 그리스도와 합하여 세례를 받은 자는 그리스도로 옷입었느니라
og við sem skírð erum til að sameinast honum, höfum íklæðst honum.
28 너희는 유대인이나, 헬라인이나, 종이나, 자주자나, 남자나, 여자 없이 다 그리스도 예수 안에서 하나이니라
Nú skiptir engu máli hvort við erum Gyðingar eða Grikkir, frjálsir menn eða þrælar, karlar eða konur. Við erum öll kristin og eitt í Kristi Jesú.
29 너희가 그리스도께 속한 자면 곧 아브라함의 자손이요 약속대로 유업을 이을 자니라
Nú tilheyrum við Kristi og erum því sannir afkomendur Abrahams og öll þau loforð sem Guð gaf honum, tilheyra okkur.

< 갈라디아서 3 >