< 사도행전 22 >
1 부형들아 내가 지금 너희 앞에서 변명하는 말을 들으라 하더라
„Kæru ættmenn, “hóf hann mál sitt, „hlustið á málsvörn mína.“
2 저희가 그 히브리 방언으로 말함을 듣고 더욱 종용한지라 이어 가로되
(Þegar fólkið heyrði hann tala hebresku varð þögnin enn meiri.)
3 나는 유대인으로 길리기아 다소에서 났고 이 성에서 자라 가말리엘의 문하에서 우리 조상들의 율법의 엄한 교훈을 받았고 오늘 너희 모든 사람처럼 하나님께 대하여 열심하는 자라
„Ég er Gyðingur, fæddur í Tarsus, sem er borg í Kilikíu, en hér í Jerúsalem hlaut ég menntun mína. Ég var í skóla hjá Gamalíel og lærði þar að hlýða lögum og siðum okkar Gyðinga út í ystu æsar. Mér var umhugað að þóknast Guði í öllu sem ég gerði, rétt eins og þið í dag.
4 내가 이 도를 핍박하여 사람을 죽이기까지 하고 남녀를 결박하여 옥에 넘겼노니
Ég ofsótti kristna menn og elti þá uppi til að lífláta þá. Ég lét binda bæði karla og konur og varpa þeim í fangelsi.
5 이에 대제사장과 모든 장로들이 내 증인이라 또 내가 저희에게서 다메섹 형제들에게 가는 공문을 받아 가지고 거기 있는 자들도 결박하여 예루살렘으로 끌어다가 형벌 받게 하려고 가더니
Æðsti presturinn, eða hver sem er úr ráðinu, getur staðfest það, því þeir gáfu mér skriflegt umboð til Gyðinganna í Damaskus, um að mér væri heimilt að taka þar alla kristna menn og færa í hlekkjum til Jerúsalem og láta refsa þeim þar.
6 가는데 다메섹에 가까왔을 때에 오정쯤 되어 홀연히 하늘로서 큰 빛이 나를 둘러 비취매
Þegar ég var á leiðinni og nálgaðist Damaskus, gerðist það skyndilega um hádegi að skært og bjart ljós skein á mig frá himni.
7 내가 땅에 엎드러져 들으니 소리 있어 가로되 사울아 사울아 네가 왜 나를 핍박하느냐 하시거늘
Ég féll til jarðar og heyrði rödd segja við mig: „Sál, Sál, hvers vegna ofsækir þú mig?“
8 내가 대답하되 주여 뉘시니이까? 하니 가라사대 나는 네가 핍박하는 나사렛 예수라 하시더라
„Hver ert þú herra?“spurði ég. „Ég er Jesús frá Nasaret, sem þú ofsækir, “svaraði röddin.
9 나와 함께 있는 사람들이 빛은 보면서도 나더러 말하시는 이의 소리는 듣지 못하더라
Mennirnir, sem með mér voru, sáu ljósið, en skildu ekki það sem sagt var.
10 내가 가로되 주여 무엇을 하리이까? 주께서 가라사대 일어나 다메섹으로 들어가라 정한 바 너희 모든 행할 것을 거기서 누가 이르리라 하시거늘
„Drottinn, hvað á ég að gera?“spurði ég þá. „Stattu á fætur, “svarði Drottinn, „farðu inn í Damaskus og þar mun þér verða sagt hvað bíður þín.“
11 나는 그 빛의 광채를 인하여 볼 수 없게 되었으므로 나와 함께 있는 사람들의 손에 끌려 다메섹에 들어갔노라
Ég hafði blindast af þessu skæra ljósi, svo ferðafélagar mínir urðu að leiða mig inn í Damaskus.
12 율법에 의하면 경건한 사람으로 거기 사는 모든 유대인들에게 칭찬을 듣는 아나니아라 하는 이가
Í borginni bjó maður sem hét Ananías. Hann var guðrækinn, fór nákvæmlega eftir lögum Gyðinga og var í miklum metum meðal Gyðinganna í borginni.
13 내게 와 곁에 서서 말하되 형제 사울아 다시 보라 하거늘 즉시 그를 쳐다보았노라
Hann kom til mín og sagði: „Bróðir Sál, líttu upp! Þú hefur fengið sjónina!“Og á sama andartaki fékk ég sjónina!
14 그가 또 가로되 우리 조상들의 하나님이 너를 택하여 너로 하여금 자기 뜻을 알게 하시며 저 의인을 보게 하시고 그 입에서 나오는 음성을 듣게 하셨으니
Og síðan sagði hann við mig: „Guð feðra okkar hefur valið þig til að þekkja vilja sinn, sjá Krist og heyra hann tala.
15 네가 그를 위하여 모든 사람 앞에서 너의 보고 들은 것에 증인이 되리라
Þú átt að flytja öllum boðskap hans og segja frá því sem þú hefur séð og heyrt.
16 이제는 왜 주저하느뇨 일어나 주의 이름을 불러 세례를 받고 너의 죄를 씻으라 하더라
Nú er ekki eftir neinu að bíða. Láttu skírast og hreinsast af syndum þínum og ákalla síðan nafn Drottins.“
17 후에 내가 예루살렘으로 돌아와서 성전에서 기도할 때에 비몽사몽간에
Daginn sem ég kom aftur til Jerúsalem var ég á bæn í musterinu. Þá varð ég frá mér numinn og sá Guð í sýn. Hann sagði: „Flýttu þér! Farðu burt frá Jerúsalem, því að íbúar hennar munu ekki trúa þér, þegar þú flytur þeim boðskap minn.“
18 보매 주께서 내게 말씀하시되 속히 예루살렘에서 나가라 저희는 네가 내게 대하여 증거하는 말을 듣지 아니하리라 하시거늘
19 내가 말하기를 주여 내가 주 믿는 사람들을 가두고 또 각 회당에서 때리고
„Já, en Drottinn, “sagði ég, „þeir vita þó örugglega að það var ég sem lét fangelsa þá, sem á þig trúa, og berja þá í samkomuhúsunum.
20 또 주의 증인 스데반의 피를 흘릴 적에 내가 곁에 서서 찬성하고 그 죽이는 사람들의 옷을 지킨 줄 저희도 아나이다
Og þegar vottur þinn, Stefán, var drepinn, þá var það ég sem stóð þar hjá og gaf samþykki mitt. Ég gætti yfirhafna þeirra sem grýttu hann!“
21 나더러 또 이르시되 떠나가라 내가 너를 멀리 이방인에게로 보내리라 하셨느니라
En Guð sagði: „Farðu burt frá Jerúsalem, því að ég ætla að senda þig annað – já alla leið til heiðingjanna!““
22 이 말 하는 것까지 저희가 듣다가 소리질러 가로되 이러한 놈은 세상에서 없이 하자 살려 둘 자가 아니라 하여
Fram að þessu hafði mannfjöldinn hlustað með athygli á Pál, en þegar hann minntist á heiðingjana, hrópuðu þeir einum rómi: „Burt með slíkan mann! Drepið hann! Hann á ekki skilið að fá að lifa!“
23 떠들며 옷을 벗어 던지고 티끌을 공중에 날리니
Þeir æptu, köstuðu af sér yfirhöfnunum og þeyttu sandinum upp í loftið til merkis um reiði sína.
24 천부장이 바울을 영문 안으로 데려가라 명하고 저희가 무슨 일로 그를 대하여 떠드나 알고자 하여 채찍질하며 신문하라 한대
Foringi hersveitarinnar lét þá leiða Pál inn og skipaði svo fyrir að hann yrði húðstrýktur til þess að fá hann til að játa glæp sinn. Hann vildi fá skýringu á æðinu sem runnið hafði á fólkið.
25 가죽줄로 바울을 매니 바울이 곁에 섰는 백부장더러 이르되 `너희가 로마 사람 된 자를 죄도 정치 아니하고 채찍질할 수 있느냐? 하니
Meðan verið var að binda Pál og búa hann undir svipuhöggin, sagði hann við liðsforingja sem þar stóð: „Hafið þið leyfi til að húðstrýkja rómverskan borgara, án þess að rannsaka mál hans?“
26 백부장이 듣고 가서 천부장에게 전하여 가로되 `어찌하려 하느뇨 이는 로마 사람이라' 하니
Liðsforinginn gekk til hersveitarforingjans og spurði: „Veistu hvað þú ert að gera? Þessi maður er rómverskur borgari!“
27 천부장이 와서 바울에게 말하되 `네가 로마 사람이냐? 내게 말하라' 가로되 `그러하다'
Foringi hersveitarinnar gekk þá til Páls og spurði: „Segðu mér, ert þú rómverskur borgari?“„Já, “svaraði Páll.
28 천부장이 대답하되 `나는 돈을 많이 들여 이 시민권을 얻었노라' 바울이 가로되 `나는 나면서부터로라' 하니
„Ég líka, “muldraði hersveitarforinginn, „og það kostaði mig ærið fé.“„Ég er hins vegar fæddur með þeim rétti, “sagði Páll.
29 신문하려던 사람들이 곧 그에게서 물러가고 천부장도 그가 로마 사람인줄 알고 또는 그 결박한 것을 인하여 두려워하니라
Þegar hermennirnir, sem þarna stóðu með reiddar svipurnar, heyrðu að Páll væri rómverskur borgari, laumuðust þeir í burtu og hersveitarforinginn varð sömuleiðis hræddur, því að það var hann sem hafði fyrirskipað að Páll skyldi bundinn og húðstrýktur.
30 이튿날 천부장이 무슨 일로 유대인들이 그를 송사하는지 실상을 알고자 하여 그 결박을 풀고 명하여 제사장들과 온 공회를 모으고 바울을 데리고 내려가서 저희 앞에 세우니라
Daginn eftir lét hersveitarforinginn leysa fjötrana af Páli og fyrirskipaði æðstu prestunum að kalla saman Gyðingaráðið. Síðan lét hann leiða Pál fyrir ráðið til að reyna að útkljá þessa deilu.