< ローマ人への手紙 13 >
1 凡ての人、上にある權威に服ふべし。そは神によらぬ權威なく、あらゆる權威は神によりて立てらる。
Hlýddu yfirvöldunum, því að öll yfirvöld hafa fengið hlutverk sitt frá Guði.
2 この故に權威にさからふ者は神の定に悖るなり、悖る者は自らその審判を招かん。
Þeir sem neita að hlýða landslögum, neita þar með að hlýða Guði og eiga hegningu yfir höfði sér.
3 長たる者は善き業の懼にあらず、惡しき業の懼なり、なんぢ權威を懼れざらんとするか、善をなせ、然らば彼より譽を得ん。
Hinir löghlýðnu þurfa ekki að hræðast dómstólana en þeir sem illt aðhafast bera stöðugt ótta til þeirra. Viljir þú losna við óttann, hlýddu þá landslögum og þér mun farnast vel.
4 かれは汝を益せんための神の役者なり。然れど惡をなさば懼れよ、彼は徒らに劍をおびず、神の役者にして、惡をなす者に怒をもて報ゆるなり。
Guð hefur sett dómsvaldið þér til hjálpar, en ef þú gerir það sem rangt er, þá hefur þú sannarlega ástæðu til að óttast, því þá vofir refsingin yfir þér. Nú skilur þú hvers vegna Guð stofnaði dómsvaldið.
5 然れば服はざるべからず、啻に怒の爲のみならず、良心のためなり。
Það eru tvær ástæður fyrir því að þú átt að hlýða lögunum: í fyrsta lagi til þess að komast hjá refsingu og í öðru lagi til að gera skyldu þína.
6 また之がために汝ら貢を納む、彼らは神の仕人にして此の職に勵むなり。
Af þessum sömu ástæðum ber þér einnig að greiða skatta. Yfirvöldin þarfnast skatta til að geta unnið það verk sem Guð fól þeim og þar með þjónað þér.
7 汝 等その負債をおのおのに償へ、貢を受くべき者に貢ををさめ、税を受くべき者に税ををさめ、畏るべき者をおそれ、尊ぶべき者をたふとべ。
Gjaldið það sem ykkur er skylt: Þeim skatt sem skattur ber, þeim hlýðni sem hlýðni ber og þeim heiður sem heiður ber.
8 汝 等たがひに愛を負ふのほか何をも人に負ふな。人を愛する者は律法を全うするなり。
Skuldið engum neitt, nema það eitt að elska hver annan og látið ekki dragast að greiða afborganir af þeirri skuld! Með því að elska aðra, þá hlýðir þú öllum lögum Guðs og uppfyllir kröfur hans.
9 それ『姦淫する勿れ、殺すなかれ、盜むなかれ、貪るなかれ』と云へるこの他なほ誡命ありとも『おのれの如く隣を愛すべし』といふ言の中にみな籠るなり。
Elskir þú meðbróður þinn jafn mikið og sjálfan þig, þá forðastu að valda honum tjóni eða svíkja hann, ógna lífi hans eða stela frá honum. Þá munt þú ekki heldur vilja syndga með konunni hans né öfunda hann af eignum hans eða gera neitt annað sem boðorðin tíu segja að sé rangt. Öll boðorðin tíu felast í þessu eina: Elskaðu meðbróður þinn eins og sjálfan þig.
10 愛は隣を害はず、この故に愛は律法の完全なり。
Sá sem elskar meðbróður sinn, mun aldrei gera honum mein og þess vegna uppfyllir hann líka allar kröfur Guðs, sem eru í raun ekki annað en útlistanir á hinu æðsta boðorði – kærleikanum.
11 なんぢら時を知る故に、いよいよ然なすべし。今は眠より覺むべき時なり。始めて信ぜし時よりも今は我らの救 近ければなり。
Önnur ástæða þess að við eigum að lifa heiðvirðu lífi er sú, að við vitum að tíminn er orðinn naumur. Vaknaðu! Endurkoma Drottins er nú nær en þegar við tókum trú.
12 夜ふけて日 近づきぬ、然れば我ら暗黒の業をすてて光明の甲を著るべし。
Liðið er á nóttina og brátt mun birta af endurkomudegi hans. Leggið því niður hin illu verk myrkursins og takið vopnin sem ljósinu tilheyra, því að það er skylda okkar sem lifum í ljósi Krists. Látið allt sem þið gerið bera vott um sanngirni ykkar og manngæsku, svo að öllum líki líferni ykkar vel. Sóið ekki tíma ykkar við siðlaus samkvæmi og drykkjuskap, ekki heldur við kynsvall og fýsn, rifrildi eða öfund.
13 晝のごとく正しく歩みて宴樂・醉酒に、淫樂・好色に、爭鬪・嫉妬に歩むべきに非ず。
14 ただ汝ら主イエス・キリストを衣よ、肉の慾のために備すな。
Biðjið heldur Drottin Jesú Krist að hjálpa ykkur til að lifa sómasamlegu lífi og gælið ekki við lægri hvatir ykkar, því að þá gæti girndin náð yfirhöndinni og leitt ykkur í synd.