< 詩篇 143 >

1 ヱホバよねがはくはわが祈をきき わが懇求にみみをかたぶけたまへ なんぢの眞實なんぢの公義をもて我にこたへたまへ
Drottinn, heyrðu bæn mína. Svaraðu ákalli mínu, því að þú ert réttlátur og stendur við orð þín.
2 汝のしもべの審判にかかつらひたまふなかれ そはいけるもの一人だにみまへに義とせらるるはなし
Leiddu mig ekki fyrir dóm, því að enginn er réttlátur frammi fyrir þér.
3 仇はわがたましひを迫めわが生命を地にうちすて 死てひさしく世を經たるもののごとく我をくらき所にすまはせたり
Óvinir mínir eltu mig og náðu mér. Þeir slógu mig til jarðar og drógu mig inn í myrkrið – ég er eins og þeir sem gengnir eru til grafar.
4 又わがたましひはわが衷にきえうせんとし わが心はわがうちに曠さびれたり
Ég eygi enga von, er lamaður af ótta.
5 われはいにしへの日をおもひいで 汝のおこなひたまひし一切のことを考へ なんぢの手のみわざをおもふ
Ég hugsa um máttarverk þau sem þú vannst fyrir langa löngu.
6 われ汝にむかひてわが手をのべ わがたましひは燥きおとろへたる地のごとく汝をしたへり (セラ)
Ég leita þín. Mig þyrstir eftir þér eins og örþrota land, skrælnað af þurrki.
7 ヱホバよ速かにわれにこたへたまへ わが霊魂はおとろふ われに聖顔をかくしたまふなかれ おそらくはわれ穴にくだるもののごとくならん
Komdu skjótt, Drottinn og bjargaðu mér, því að ég er að örmagnast! Snúðu ekki við mér bakinu, því að þá væri úti um mig.
8 朝になんぢの仁慈をきかしめたまへ われ汝によりたのめばなり わが歩むべき途をしらせたまへ われわが霊魂をなんぢに擧ればなり
Sýndu mér miskunn þína að morgni, því að þér treysti ég. Sýndu mér þann veg er ég á að ganga, því að bæn mín er beðin í einlægni.
9 ヱホバよねがはくは我をわが仇よりたすけ出したまへ われ匿れんとして汝にはしりゆく
Frelsaðu mig undan óvinum mínum, Drottinn minn, ég vil flýja í skjól þitt.
10 汝はわが神なり われに聖旨をおこなふことををしへたまへ 惠ふかき聖霊をもて我をたひらかなる國にみちびきたまへ
Hjálpaðu mér að gera vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um réttan veg.
11 ヱホバよねがはくは聖名のために我をいかし なんぢの義によりてわがたましひを患難よりいだしたまへ
Drottinn, láttu mig lífi halda og leystu mig úr öllum þessum nauðum, því að þú ert réttlátur og veist að ég hef ekkert til saka unnið.
12 又なんぢの仁慈によりてわが仇をたち 霊魂をくるしむる者をことごとく滅したまへ そは我なんぢの僕なり
Ég er þjónn þinn. Þú elskar mig og ert mér svo góður! Ryð þú burt þessum óvinum mínum og láttu þá hverfa sem ofsækja mig.

< 詩篇 143 >