< Salmi 78 >
1 Cantico di Asaf. Ascolta, popolo mio, il mio insegnamento; porgete gli orecchi alle parole della mia bocca!
Þjóð mín, hlustaðu á kenningu mína. Gefðu gaum að því sem ég hef að segja.
2 Io aprirò la mia bocca per proferir parabole, esporrò i misteri de’ tempi antichi.
Nú ætla ég að rifja upp fyrir þér liðna atburði,
3 Quel che noi abbiamo udito e conosciuto, e che i nostri padri ci hanno raccontato,
frásagnir sem varðveist hafa frá kynslóð til kynslóðar.
4 non lo celeremo ai loro figliuoli; diremo alla generazione avvenire le lodi dell’Eterno, e la sua potenza e le maraviglie ch’egli ha operato.
Ég birti ykkur sannleikann, svo að þið getið sagt börnum ykkar frá dásemdarverkum Drottins, öllum þeim undrum sem hann vann.
5 Egli stabilì una testimonianza in Giacobbe, e pose una legge in Israele, ch’egli ordinò ai nostri padri di far conoscere ai loro figliuoli,
Lögmál sitt gaf hann Ísrael og bauð forfeðrunum að kenna það börnum sínum
6 perché fossero note alla generazione avvenire, ai figliuoli che nascerebbero, i quali alla loro volta le narrerebbero ai loro figliuoli,
sem síðan skyldu kenna það sínum afkomendum. Þannig skyldi lögmál hans berast frá einni kynslóðinni til annarrar.
7 ond’essi ponessero in Dio la loro speranza e non dimenticassero le opere di Dio, ma osservassero i suoi comandamenti;
Því hefur sérhver kynslóð getað haldið lög Guðs, treyst honum og heyrt um hans dásemdarverk.
8 e non fossero come i loro padri, una generazione caparbia e ribelle, una generazione dal cuore incostante, e il cui spirito non fu fedele a Dio.
Ný kynslóð skyldi ekki þurfa að fara að fordæmi feðra sinna sem voru þrjóskir, óhlýðnir og ótrúir og forhertu sig gegn Guði.
9 I figliuoli di Efraim, gente di guerra, buoni arcieri, voltaron le spalle il dì della battaglia.
Þótt íbúar Efraím væru alvopnaðir, þá flúðu þeir þegar að orustunni kom.
10 Non osservarono il patto di Dio, e ricusarono di camminar secondo la sua legge;
Þannig rufu þeir sáttmálann við Guð og fóru sína eigin leið.
11 e dimenticarono le sue opere e i prodigi ch’egli avea loro fatto vedere.
Þeir gleymdu máttarverkum Drottins,
12 Egli avea compiuto maraviglie in presenza de’ loro padri, nel paese d’Egitto, nelle campagne di Zoan.
sem hann hafði fyrir þá gert og forfeður þeirra í Egyptalandi,
13 Fendé il mare e li fece passare, e fermò le acque come in un mucchio.
þegar hann klauf hafið og leiddi þá yfir þurrum fótum. Vatnið stóð eins og veggur til beggja handa!
14 Di giorno li guidò con una nuvola, e tutta la notte con una luce di fuoco.
Að degi til leiddi hann þá með skýi, en eldstólpa um nætur.
15 Schiantò rupi nel deserto, e li abbeverò copiosamente, come da gorghi.
Hann rauf gat á klettinn í eyðimörkinni. Vatnið streymdi fram og þeir svöluðu þorsta sínum.
16 Fece scaturire ruscelli dalla roccia e ne fece scender dell’acque a guisa di fiumi.
Já, það flæddi frá klettinum, líkast rennandi á!
17 Ma essi continuarono a peccare contro di lui, a ribellarsi contro l’Altissimo, nel deserto;
Samt héldu þeir fast við þrjósku sína og syndguðu gegn hinum hæsta Guði.
18 e tentarono Dio in cuor loro, chiedendo cibo a lor voglia.
Þeir kvörtuðu og kveinuðu og heimtuðu annað að borða en það sem Guð gaf þeim.
19 E parlarono contro Dio, dicendo: Potrebbe Dio imbandirci una mensa nel deserto?
Þeir ásökuðu jafnvel sjálfan Guð og sögðu:
20 Ecco, egli percosse la roccia e ne colarono acque, ne traboccaron torrenti; potrebb’egli darci anche del pane, e provveder di carne il suo popolo?
„Hann gaf okkur vatn, en hvers vegna fáum við ekki brauð eða kjöt?!“
21 Perciò l’Eterno, avendoli uditi, s’adirò fieramente, e un fuoco s’accese contro Giacobbe, e l’ira sua si levò contro Israele,
Drottinn hlustaði og honum rann í skap, reiði hans upptendraðist gegn Ísrael.
22 perché non aveano creduto in Dio, né avevano avuto fiducia nella sua salvazione;
Enda treystu þeir honum ekki, né trúðu forsjá hans.
23 eppure egli comandò alle nuvole di sopra, e aprì le porte del cielo,
Jafnvel þótt hann lyki upp himninum – eins og glugga! –
24 e fece piover su loro manna da mangiare, e dette loro del frumento del cielo.
og léti manna rigna niður.
25 L’uomo mangiò del pane dei potenti; egli mandò loro del cibo a sazietà.
Já, þeir átu englabrauð! – og urðu mettir.
26 Fece levare in cielo il vento orientale, e con la sua potenza addusse il vento di mezzodì;
Þá lét hann austanvind blása og stýrði vestanvindinum með krafti sínum.
27 fece piover su loro della carne come polvere, degli uccelli alati, numerosi come la rena del mare;
Og viti menn, fuglum rigndi af himni, – þeir voru eins og sandur á sjávarströnd!
28 e li fece cadere in mezzo al loro campo, d’intorno alle loro tende.
Af hans völdum féllu þeir til jarðar um allar tjaldbúðirnar.
29 Così essi mangiarono e furon ben satollati, e Dio mandò loro quel che aveano bramato.
Og fólkið át nægju sína. Hann mettaði hungur þeirra.
30 Non si erano ancora distolti dalle loro brame, avevano ancora il loro cibo in bocca,
En varla höfðu þeir lokið matnum – fæðan var enn í munni þeirra,
31 quando l’ira di Dio si levò contro loro, e ne uccise tra i più fiorenti, e abbatté i giovani d’Israele.
þá reiddist Drottinn þeim og lagði að velli æskumenn Ísraels.
32 Con tutto ciò peccarono ancora, e non credettero alle sue maraviglie.
En þeir sáu sig ekki um hönd, en héldu áfram að syndga og vildu ekki trúa kraftaverkum Drottins.
33 Ond’egli consumò i loro giorni in vanità, e i loro anni in ispaventi.
Þess vegna stytti hann ævi þeirra og sendi þeim miklar hörmungar.
34 Quand’ei li uccideva, essi lo ricercavano e tornavano bramosi di ritrovare Iddio;
En þegar neyðin var stærst, tóku þeir að leita Guðs. Þeir iðruðust og snéru sér til hans.
35 e si ricordavano che Dio era la loro ròcca, l’Iddio altissimo il loro redentore.
Þeir viðurkenndu að Guð er eini grundvöllur lífsins – að hinn hæsti Guð væri frelsari þeirra.
36 Essi però lo lusingavano con la loro bocca, e gli mentivano con la loro lingua.
En því miður fylgdu þeir honum aðeins í orði kveðnu, en ekki af heilum hug,
37 Il loro cuore non era diritto verso lui, e non eran fedeli al suo patto.
hjarta þeirra var langt frá honum. Þeir stóðu ekki við orð sín.
38 Ma egli, che è pietoso, che perdona l’iniquità e non distrugge il peccatore, più volte rattenne la sua ira, e non lasciò divampare tutto il suo cruccio.
Samt var hann þeim miskunnsamur, fyrirgaf syndir þeirra og tortímdi þeim ekki. Margoft hélt hann aftur af reiði sinni.
39 Ei si ricordò ch’essi erano carne, un fiato che passa e non ritorna.
Hann minntist þess að þeir voru dauðlegir menn, eins og andblær sem kemur og fer.
40 Quante volte si ribellarono a lui nel deserto, e lo contristarono nella solitudine!
Já, oft risu þeir gegn Guði í eyðimörkinni og ollu honum vonbrigðum.
41 E tornarono a tentare Iddio e a provocare il Santo d’Israele.
Aftur og aftur sneru þeir við honum baki og freistuðu hans.
42 Non si ricordaron più della sua mano, del giorno in cui egli li liberò dal nemico,
Þeir gleymdu krafti hans og kærleika og hvernig hann hafði frelsað þá frá óvinum þeirra.
43 quando operò i suoi miracoli in Egitto, e i suoi prodigi nelle campagne di Zoan;
Þeir gleymdu plágunum sem hann sendi Egyptum í Sóan
44 mutò i loro fiumi in sangue, e i loro rivi in guisa che non potean più bere;
þegar hann breytti fljótum þeirra í blóð, svo að enginn gat drukkið.
45 mandò contro loro mosche velenose che li divoravano, e rane che li distruggevano;
Eða þegar hann fyllti landið af flugum og froskum!
46 dette il loro raccolto ai bruchi e la loro fatica alle locuste;
Lirfurnar spilltu uppskerunni og engispretturnar átu allt, hvort tveggja var frá honum komið.
47 distrusse le loro vigne con la gragnuola e i loro sicomori coi grossi chicchi d’essa;
Hann eyddi vínviði þeirra með hagléli og mórberjatrjánum með frosti.
48 abbandonò il loro bestiame alla grandine e le lor gregge ai fulmini.
Búpeningurinn hrundi niður í haganum, haglið rotaði hann og sauðirnir drápust í eldingum.
49 Scatenò su loro l’ardore del suo cruccio, ira, indignazione e distretta, una torma di messaggeri di malanni.
Hann úthellti reiði sinni yfir þá, sendi þeim ógn og skelfingu. Hann leysti út sendiboða ógæfunnar – engla sem létu þá kenna á því!
50 Dette libero corso alla sua ira; non preservò dalla morte la loro anima, ma abbandonò la loro vita alla pestilenza.
Hann gaf reiðinni lausan tauminn. Og ekki hlífði hann Egyptunum. Þeir fengu vænan skerf af plágum og sjúkdómum.
51 Percosse tutti i primogeniti d’Egitto, le primizie del vigore nelle tende di Cham;
Þá deyddi hann frumburði Egypta, efnilegan ungviðinn, sem vonirnar voru bundnar við.
52 ma fece partire il suo popolo a guisa di pecore, e lo condusse a traverso il deserto come una mandra.
Sinn eigin lýð leiddi hann styrkri hendi gegnum eyðimörkina.
53 Lo guidò sicuramente sì che non ebbero da spaventarsi, mentre il mare inghiottiva i loro nemici.
Hann var skjól þeirra og vörn. Þeir þurftu ekkert að óttast, en hafið gleypti óvini þeirra.
54 Li fece arrivare alla sua santa frontiera, alla montagna che la sua destra avea conquistato.
Hann greiddi för þeirra til fyrirheitna landsins, til hæðanna sem hann hafði skapað.
55 Scacciò le nazioni dinanzi a loro, ne assegnò loro a sorte il paese quale eredità, e nelle tende d’esse fece abitare le tribù d’Israele.
Íbúum landsins stökkti hann á flótta en gaf þar ættkvíslum Ísraels erfðahlut og skjól.
56 E nondimeno tentarono l’Iddio altissimo e si ribellarono e non osservarono le sue testimonianze.
En þótt þeir nytu gæsku Guðs, risu þeir gegn hinum hæsta og fyrirlitu boðorð hans.
57 Si trassero indietro e furono sleali come i loro padri; si rivoltarono come un arco fallace;
Þeir sneru af leið og rufu trúnað rétt eins og feður þeirra. Eins og bogin ör misstu þeir marksins sem Guð hafði sett þeim.
58 lo provocarono ad ira coi loro alti luoghi, lo mossero a gelosia con le loro sculture.
Þeir tóku aðra guði, reistu þeim ölturu og egndu Drottin á móti sér.
59 Dio udì questo, e si adirò, prese Israele in grande avversione,
Guð sá verk þeirra og reiddist – fékk viðbjóð á Ísrael.
60 onde abbandonò il tabernacolo di Silo, la tenda ov’era dimorato fra gli uomini;
Hann yfirgaf helgidóm sinn í Síló, bústað sinn meðal manna.
61 e lasciò menare la sua Forza in cattività, e lasciò cader la sua Gloria in man del nemico.
Örk sína lét hann falla í hendur óvinanna og vegsemd hans var óvirt af heiðingjum.
62 Abbandonò il suo popolo alla spada, e s’adirò contro la sua eredità.
Hann reiddist lýð sínum og lét hann falla fyrir sverði óvinanna.
63 Il fuoco consumo i loro giovani, e le loro vergini non ebber canto nuziale.
Æskumenn Ísraels fórust í eldi og ungu stúlkurnar upplifðu ekki sinn brúðkaupsdag.
64 I loro sacerdoti caddero per la spada, e le loro vedove non fecer lamento.
Prestunum var slátrað og ekkjur þeirra dóu áður en þær gátu harmað þá.
65 Poi il Signore si risvegliò come uno che dormisse, come un prode che grida eccitato dal vino.
Þá var sem Drottinn vaknaði af svefni, eins og hetja sem rís upp úr vímu,
66 E percosse i suoi nemici alle spalle, e mise loro addosso un eterno vituperio.
og hann gaf þeim vænt spark í bakhlutann og sendi þá burt með skömm, sömu leið og þeir komu.
67 Ma ripudiò la tenda di Giuseppe, e non elesse la tribù di Efraim;
Hann hafnaði fjölskyldu Jósefs, ætt Efraíms,
68 ma elesse la tribù di Giuda, il monte di Sion ch’egli amava.
en kaus Júdaættkvísl og Síonfjall, sem hann elskar.
69 Edificò il suo santuario a guisa de’ luoghi eccelsi, come la terra ch’egli ha fondata per sempre.
Þar reisti hann musteri sitt – voldugt og traust rétt eins og himin og jörð.
70 Elesse Davide, suo servitore, lo prese dagli ovili;
Hann kaus Davíð sem þjón sinn, tók hann frá sauðunum,
71 lo trasse di dietro alle pecore lattanti, per pascere Giacobbe suo popolo, ed Israele sua eredità.
úr smalamennskunni, til að verða leiðtogi og hirðir þjóðar sinnar.
72 Ed egli li pasturò secondo l’integrità del suo cuore, e li guidò con mano assennata.
Og hann gætti hennar af öryggi og með hreinu hjarta.