< Títusarbréfið 2 >

1 Þú átt að kenna fólki að lifa heilbrigðu trúarlífi í samræmi við Guðs orð.
But as for you, you must speak in a manner that befits wholesome teaching.
2 Aldraðir menn eiga að vera bindindissamir, heiðarlegir og hógværir. Þeim ber að þekkja sannleikann og trúa honum, sýna kærleika og þolinmæði.
Exhort aged men to be temperate, grave, sober-minded, robust in their faith, their love and their patience.
3 Segðu öldruðum konum að vera hæglátar og grandvarar í öllu, eins og trúuðum sæmir. Þær eiga hvorki að vera rógberar né drykkfelldar, heldur til fyrirmyndar í hinu góða.
In the same way exhort aged women to let their conduct be such as becomes consecrated persons. They must not be slanderers nor enslaved to wine-drinking. They must be teachers of what is right.
4 Þær kenni ungum konum að vera hæglátar, elska eiginmenn sína og börn,
They should school the young women to be affectionate to their husbands and to their children, to be sober-minded, pure in their lives,
5 sýna grandvarleik og hafa hreint hugarfar, hugsa um heimili sitt og sýna eiginmönnum sínum góðvild og hlýðni, svo að fólk lasti ekki trúna þeirra vegna.
industrious in their homes, kind, submissive to their husbands, so that the Christian teaching may not be exposed to reproach.
6 Á sama hátt skaltu hvetja unga menn til að hegða sér vel og vera ábyrgir.
In the same way exhort the younger men to be discreet,
7 Þú verður auðvitað sjálfur að vera þeim fyrirmynd í öllu sem gott er. Allt sem þú gerir á að bera þess vott að þú elskir sannleikann og viljir veg hans sem mestan.
and above all make your own life a pattern of right conduct, having in your teaching no taint of insincerity, but a serious tone,
8 Vertu skynsamur og rökfastur og láttu engan veikan hlekk finnast í því sem þú segir, svo að þeir sem gagnrýna þig verði sér til skammar.
and healthy language which no one can censure, so that our opponents may feel ashamed at having nothing evil to say against us.
9 Minntu þræla á að hlýða húsbændum sínum og koma vel fram við þá. Þeir mega hvorki tala illa um yfirmenn sína
Exhort slaves to be always obedient to their owners, and to give them satisfaction in everything, not contradicting and not pilfering,
10 né vera þjófóttir, heldur skulu þeir vera áreiðanlegir í öllu og verða þannig öðrum hvatning til að trúa Guði, frelsara okkar.
but manifesting perfect fidelity and kind feeling, in order to bring honour to the teaching of our Saviour, God, in all things.
11 Því að fyrirgefning Guðs og hjálpræði hans stendur öllum til boða, og það ókeypis.
For the grace of God has displayed itself with healing power to all mankind,
12 Þetta sýnir að Guð vill að við snúum okkur frá guðleysi og syndsamlegum nautnum, til góðs og guðrækilegs lífernis, (aiōn g165)
training us to renounce ungodliness and all the pleasures of this world, and to live sober, upright, and pious lives at the present time, (aiōn g165)
13 bíðandi þeirrar stundar er dýrð hans birtist – dýrð hins mikla Guðs og frelsara okkar Jesú Krists,
in expectation of the fulfilment of our blessed hope--the Appearing in glory of our great God and Saviour Jesus Christ;
14 sem tók á sig dóm Guðs yfir syndum okkar og dó í okkar stað. Þetta gerði hann til að leysa okkur frá syndinni og taka okkur að sér sem sína eigin þjóð – til að hreinsa hjörtu okkar og vekja hjá okkur löngun til að gera öðrum gott.
who gave Himself for us to purchase our freedom from all iniquity, and purify for Himself a people who should be specially His own, zealous for doing good works.
15 Þetta skaltu kenna hinum kristnu. Hvettu þá og leiðbeindu eftir þörfum og með röggsemi, því að þú hefur rétt til þess. Gættu þess að láta engan lítilsvirða þig.
Thus speak, exhort, reprove, with all impressiveness. Let no one make light of your authority.

< Títusarbréfið 2 >