< Rómverjabréfið 7 >
1 Kæru Gyðingar, trúsystkini, skiljið þið ekki enn, að þegar einhver deyr þá ná lögin ekki lengur yfir hann?
Brethren, do you not know--for I am writing to people acquainted with the Law--that it is during our lifetime that we are subject to the Law?
2 Leyfið mér að útskýra þetta með dæmi: Þegar kona hefur gifst er hún bundin eiginmanni sínum lögum samkvæmt, þar til hann deyr. Missi hún mann sinn er hún ekki lengur bundin honum og því laus undan hjúskaparlögunum.
A wife, for instance, whose husband is living is bound to him by the Law; but if her husband dies the law that bound her to him has now no hold over her.
3 Eftir það gæti hún gifst hverjum sem hún vill. Slíkt væri óheimilt ef maður hennar væri á lífi, en að honum látnum er það fullkomlega heimilt.
This accounts for the fact that if during her husband's life she lives with another man, she will be stigmatized as an adulteress; but that if her husband is dead she is no longer under the old prohibition, and even though she marries again, she is not an adulteress.
4 Áður fyrr voru lög Gyðinga eiginmaður ykkar og húsbóndi. Síðan „dóuð“þið með Kristi á krossinum og fyrst þið eruð „dáin“þá eruð þið ekki lengur „gift“lögunum. Þau ná ekki lengur yfir ykkur. Þegar Kristur reis upp, þá risuð þið einnig upp með honum og eruð því nýir menn. Við getum því sagt að nú séuð þið „gengin í hjónaband“með honum sem reis upp frá dauðum, til að þið getið borið góðan ávöxt, það er að segja, gert það sem Guði er þóknanlegt.
So, my brethren, to you also the Law died through the incarnation of Christ, that you might be wedded to Another, namely to Him who rose from the dead in order that we might yield fruit to God.
5 Meðan þið hlýdduð ykkar gamla synduga eðli, hneigðust þið sífellt til að óhlýðnast vilja Guðs og syndga. Þannig gerðuð þið það sem illt var og báruð skemmdan ávöxt – ávöxt dauðans.
For whilst we were under the thraldom of our earthly natures, sinful passions-- made sinful by the Law--were always being aroused to action in our bodily faculties that they might yield fruit to death.
6 Nú eruð þið hins vegar leyst undan lögum og siðum Gyðinga, því að þið „dóuð“meðan þið voruð í ánauð hjá þeim. Nú getið þið þjónað Guði – ekki með gömlu aðferðinni, að hlýða fjölda reglna á vélrænan hátt – heldur með þeirri nýju – að vera leidd af heilögum anda.
But seeing that we have died to that which once held us in bondage, the Law has now no hold over us, so that we render a service which, instead of being old and formal, is new and spiritual.
7 En er ég þá að segja að þessi lög Guðs séu vond? Nei, auðvitað ekki. Lögin eru ekki syndsamleg, en þau sýndu mér synd mína. Ef lögin hefðu ekki sagt: „Þú skalt ekki girnast…“þá hefði ég aldrei komið auga á syndina í hjarta mínu, þær illu hvatir og girndir sem þar leynast.
What follows? Is the Law itself a sinful thing? No, indeed; on the contrary, unless I had been taught by the Law, I should have known nothing of sin as sin. For instance, I should not have known what covetousness is, if the Law had not repeatedly said, "Thou shalt not covet."
8 Syndin tók þessi lög, sem sett voru til að ég mætti verjast illum hvötum og notaði þau til að vekja hjá mér löngun til þess, sem bannað er. Ef ekki væru til nein lög sem hægt væri að brjóta, væri ekki heldur til nein óhlýðni og þar með engin synd.
Sin took advantage of this, and by means of the Commandment stirred up within me every kind of coveting; for apart from Law sin would be dead.
9 Því var það, að á meðan ég skildi ekki hvers lögin kröfðust, fannst mér allt í góðu lagi, en þegar sannleikurinn rann upp fyrir mér, þá sá ég að ég var syndari sem hafði brotið lögin og var því dauðasekur.
Once, apart from Law, I was alive, but when the Commandment came, sin sprang into life, and I died;
10 Lögin voru góð og áttu að benda mér á veg lífsins, en þau urðu hins vegar til þess að ég hlaut dauðadóm.
and, as it turned out, the very Commandment which was to bring me life, brought me death.
11 Syndin blekkti mig með því að nota þessi góðu lög Guðs til að dæma mig til dauða.
For sin seized the advantage, and by means of the Commandment it completely deceived me, and also put me to death.
12 Þrátt fyrir þetta voru lögin sjálf góð og réttlát.
So that the Law itself is holy, and the Commandment is holy, just and good.
13 Hvernig getur það verið? Voru þau ekki orsök þess að ég var dæmdur? Hvernig geta þau þá verið góð? Þau eru vissulega góð, en það var hins vegar syndin, það djöfullega fyrirbæri, sem notaði hið góða til að dæma mig til dauða. Af þessu ættuð þið að skilja hve slæg, banvæn og bölvuð hún er. Hún notar lög Guðs, sem eru góð, til að koma fram sínum illu fyrirætlunum.
Did then a thing which is good become death to me? No, indeed, but sin did; so that through its bringing about death by means of what was good, it might be seen in its true light as sin, in order that by means of the Commandment the unspeakable sinfulness of sin might be plainly shown.
14 Lögin eru góð og vandinn liggur ekki þar, heldur hjá mér, því að ég er seldur í þrældóm fyrir synd.
For we know that the Law is a spiritual thing; but I am unspiritual--the slave, bought and sold, of sin.
15 Ég get alls ekki skilið sjálfan mig. Mig langar til að gera það sem er rétt, en ég get það ekki. Ég geri það sem mér er ógeðfellt – það sem ég hata.
For what I do, I do not recognize as my own action. What I desire to do is not what I do, but what I am averse to is what I do.
16 Mér er fullkomlega ljóst að það sem ég geri er rangt, því að slæm samviska mín segir mér það. Hún bendir mér á að lögin, sem ég brýt, séu réttlát og sönn.
But if I do that which I do not desire to do, I admit the excellence of the Law,
17 Samt get ég ekkert að þessu gert, því að það er ekki lengur ég sem vinn verkið. Syndin, sem í mér er, er sterkari en ég og fær mig til að gera hið illa.
and now it is no longer I that do these things, but the sin which has its home within me does them.
18 Ég veit að mitt gamla eðli er gegnsýrt af syndinni. Mér er auðvelt að vilja hið góða, en ekki að framkvæma það,
For I know that in me, that is, in my lower self, nothing good has its home; for while the will to do right is present with me, the power to carry it out is not.
19 því að hið góða, sem ég vil, það geri ég ekki, en hið vonda, sem ég ekki vil, það geri ég.
For what I do is not the good thing that I desire to do; but the evil thing that I desire not to do, is what I constantly do.
20 Fyrst ég geri það sem mér er ógeðfellt, þá er auðséð hvað að er: Ég er í klóm syndarinnar.
But if I do that which I desire not to do, it can no longer be said that it is I who do it, but the sin which has its home within me does it.
21 Það virðist regla hjá mér, sem vil gera hið rétta, að hið illa er mér tamast.
I find therefore the law of my nature to be that when I desire to do what is right, evil is lying in ambush for me.
22 Samkvæmt mínu nýja eðli þrái ég að gera vilja Guðs,
For in my inmost self all my sympathy is with the Law of God;
23 en það er eitthvað annað djúpt innra með mér – lægri hvatir – sem berst gegn vilja mínum, hefur yfirburði, sem gerir mig að þræli syndarinnar sem í mér er.
but I discover within me a different Law at war with the Law of my understanding, and leading me captive to the Law which is everywhere at work in my body--the Law of sin.
24 Ásetningur minn er að vera hlýðinn þjónn Guðs, en þess í stað finn ég að ég er enn í ánauð syndarinnar. Þið sjáið þetta sjálf: Hið nýja líf mitt segir mér að gera það rétta en gamla eðlið, sem enn er í mér, þráir syndina.
(Unhappy man that I am! who will rescue me from this death-burdened body?
25 Æ, þetta er hræðileg aðstaða! Hver getur frelsað mig frá þrældómi syndarinnar? Þökk sé Guði að Jesús Kristur, Drottinn okkar og frelsari, hefur þegar gert það og þar með leyst mig úr ánauðinni.
Thanks be to God through Jesus Christ our Lord!) To sum up then, with my understanding, I--my true self--am in servitude to the Law of God, but with my lower nature I am in servitude to the Law of sin.