< Rómverjabréfið 3 >
1 Hvaða gagn er þá af því að vera Gyðingur? Hafa þeir einhver sérstök forréttindi hjá Guði? Hefur hin gyðinglega siðvenja, umskurnin, eitthvert gildi?
What preferment then hath the Iewe? other what a vauntageth circumcision?
2 Já, það hefur marga kosti að vera Gyðingur. Fyrst og fremst þann að Guð trúði þeim fyrir lögum sínum (svo að þeir gerðu sér grein fyrir vilja hans og hlýddu honum).
Surely very moche. Fyrst vnto them was committed the worde of God
3 Það er að vísu rétt að sumir þeirra reyndust ótrúir, en tekur Guð loforð sín aftur vegna þess eins að þeir brugðust?
What then though some of them did not beleve? shall their vnbeleve make the promes of god with out effecte?
4 Nei, að sjálfsögðu ekki! Þótt sérhver maður reyndist lygari, væri Guð það ekki. Munið þið hvað stendur í Davíðssálmunum um þetta: „Guðs orð mun alltaf reynast satt og rétt, jafnvel þótt einhver dragi það í efa.“
God forbid. Let god be true and all men lyars as it is written: That thou myghtest be iustifyed in thy sayinge and shuldest overcome when thou arte iudged.
5 „Já, en, “segja sumir, „sviksemi okkar við Guð verður til góðs – syndir okkar þjóna góðum tilgangi. Þegar fólk sér hversu vondir við erum, veitir það því athygli hve Guð er góður. Og fyrst synd okkar verður honum til hjálpar, er þá nokkuð réttlæti í því að hann refsi okkur?“
Yf oure vnrightewesnes make the rightewesnes of God more excellent: what shall we saye? Is God vnrighteous which taketh vengeauce? I speake after the maner of me.
6 Þannig tala sumir en slíkar röksemdir ná ekki nokkurri átt. Hvers konar Guð væri hann ef honum væri sama um syndina – ef hann léti sig einu gilda hvort menn óhlýðnuðust boðum hans og vilja – og hvernig gæti hann þá sakfellt nokkurn mann?
God forbid. For how then shall God iudge the worlde?
7 Nei, hann gæti ekki dæmt mig og sakfellt sem syndara ef óheiðarleiki minn og lygi yrðu honum til dýrðar, við það að vera borin saman við heiðarleika hans.
Yf the veritie of God appere moare excellent thorow my lye vnto his prayse why am I hence forth iudged as a synner?
8 Sé þetta hins vegar skoðun þín, þá verður niðurstaðan þessi: Því verri sem við erum, því ánægðari verður Guð! Þeir sem þannig tala verðskulda glötun. Hvernig geta menn haldið því fram að þetta sé sá boðskapur sem ég flyt?
and saye not rather (as men evyll speake of vs and as some affirme that we saye) let vs do evyll that good maye come therof. Whose damnacion is iuste.
9 En erum við Gyðingar betri en annað fólk? Nei, alls ekki. Við höfum þegar sýnt fram á að allir menn eru syndarar, Gyðingar jafnt sem heiðingjar.
What saye we then? Are we better then they? No in no wyse. For we have all ready proved how that both Iewes and Gentils are all vnder synne
10 Um þetta segir Gamla testamentið: „Enginn maður er réttlátur, ekki einn einasti.
as it is writte: There is none righteous no not one:
11 Enginn maður þekkir Guð í raun og veru né þráir að kynnast honum.
There is none that vnderstondith there is none yt seketh after God
12 Allir hafa farið sína eigin leið – og villst. Enginn hefur í einu og öllu lagt stund á hið góða, ekki einn einasti.
they are all gone out of ye waye they are all made vnprofytable ther is none that doeth good no not one.
13 Tal mannanna er viðbjóðslegt og rotið, já, rétt eins og nálykt frá opinni gröf. Lygin loðir við tungu þeirra og allt sem þeir segja hefur í sér brodd og banvænt eitur höggormsins.
Their throte is an open sepulchre with their tounges they have disceaved: the poyson of Aspes is vnder their lippes.
14 Munnur þeirra er fullur formælinga og beiskju.
Whose mouthes are full of coursynge and bitternes.
15 Þeir eru fljótir til að drepa og hata hvern þann sem er þeim ósammála.
Their fete are swyfte to sheed bloud.
16 Hvar sem þeir fara, skilja þeir eftir sig eymd og ógæfu,
Destruccion and wretchednes are in their wayes.
17 og þeir hafa engan skilning á því hvað það er að njóta öryggis og blessunar Guðs.
And the waye of peace they have not knowen.
18 Þeim er alveg sama um Guð og hvað honum finnst um þá.“
There is no feare of God before their eyes.
19 Dómur Guðs er þungur yfir Gyðingum, því þeim ber að hlýða lögum Guðs, en ekki leggja stund á hið illa. Þeir hafa því enga afsökun, enginn þeirra. Þegar allt kemur til alls verður heimurinn að þagna, því að hann er sekur frammi fyrir hinum almáttuga Guði.
Ye and we knowe that whatsoever ye lawe sayth he sayth it to them which are vnder the lawe. That all mouthes maye be stopped and all the worlde be subdued to god
20 Skiljið þið nú, að enginn getur orðið réttlátur í augum Guðs með því að hlýðnast lögunum? Eftir því sem við kynnumst lögum Guðs betur, því betur sjáum við að við getum alls ekki hlýtt þeim. Tilgangur laganna er sá einn að sýna okkur fram á að við erum syndarar.
because that by ye dedes of the lawe shall no flesshe be iustified in the sight of God. For by the lawe commeth the knowledge of synne.
21 En nú hefur Guð bent okkur á aðra leið til sín. Hún felst ekki í því að menn skuli vera góðir og reyna að hlýða lögunum, heldur er um nýja leið að ræða (reyndar er hún nú ekki ný því að Gamla testamentið sagði frá henni fyrir langa löngu).
Now verely is ye rigtewesnes that cometh of God declared without the fulfillinge of ye lawe havinge witnes yet of ye lawe and of the Prophetes.
22 Hún er þessi: Guð vill taka okkur í sátt við sig og sýkna okkur, ef við treystum því að Jesús Kristur fyrirgefi og taki burt syndir okkar. Öll getum við frelsast á þennan eina og sama hátt: Að koma til Krists, og þá skiptir engu hver við erum eða hvernig við höfum lifað.
The rightewesnes no dout which is good before God cometh by ye fayth of Iesus Christ vnto all and vpon all that beleve. Ther is no differece:
23 Allir hafa syndgað – óhlýðnast Guði og skortir dýrð hans,
for all have synned and lacke the prayse yt is of valoure before God:
24 en Guð lýsir því yfir að við séum saklaus af allri andstöðu við hann, ef við treystum Jesú Kristi, sem í kærleika sínum vill fyrirgefa okkur syndir okkar.
but are iustified frely by his grace through the redemcion that is in Christ Iesu
25 Guð sendi Jesú Krist til að taka á sig hegninguna fyrir syndir okkar og að binda enda á reiði Guðs í okkar garð. Við frelsumst frá þessari reiði Guðs fyrir blóð Krists, það er að segja, vegna dauða hans á krossinum – og með því að trúa á hann og treysta hjálp hans. Í öllu þessu var Guð fullkomlega réttlátur, jafnvel þótt hann hafi ekki refsað þeim sem syndguðu fyrr á tímum, því að hann leit fram til þess tíma er Kristur kæmi og tæki burt syndir þeirra.
whom God hath made a seate of mercy thorow faith in his bloud to shewe ye rightewesnes which before him is of valoure in yt he forgeveth ye synnes yt are passed which God dyd suffre
26 Guð getur á sama hátt tekið á móti syndurunum nú á okkar dögum, því að Jesús dó einnig fyrir þeirra syndir. En er nokkurt réttlæti í því að Guð láti afbrotamenn ganga lausa og lýsi því yfir að þeir séu saklausir? Já, það getur hann ef þeir trúa því að Jesús hafi fyrirgefið þeim syndir þeirra.
to shewe at this tyme ye rightewesnes yt is alowed of him yt he myght be couted iuste and a iustifiar of him which belevith on Iesus.
27 Getum við þá hrósað okkur af góðverkum okkar og sagt að þeirra vegna eigum við skilið að fá hjálp Guðs? Nei, alls ekki. Hvers vegna ekki? Vegna þess að við fáum ekki fyrirgefninguna sem laun fyrir góðverk okkar, heldur fyrir trú á það sem Kristur gerði.
Where is then thy reioysinge? It is excluded. By what lawe? by ye lawe of workes? Naye: but by the lawe of fayth.
28 Þannig frelsumst við fyrir trúna á Krist en ekki fyrir það góða sem við gerum.
For we suppose that a man is iustified by fayth without the dedes of ye lawe.
29 Frelsar Guð einungis Gyðinga á þennan hátt? Nei, þetta á einnig við um heiðingjana,
Is he the God of the Iewes only? Is he not also the God of the Gentyls? Yes eve of the Gentyles also.
30 því að Guð fer ekki í manngreinarálit. Ef við trúum þá sýknar Guð okkur, hvort sem við erum Gyðingar eða heiðingjar.
For it is God only which iustifieth circumcision which is of fayth and vncircumcision thorow fayth.
31 Og segjum nú að við séum frelsuð fyrir að trúa, þýðir það þá ekki að við séum þar með laus undan því að þurfa að hlýða lögum Guðs? Nei, þvert á móti, því að sannleikurinn er sá að eina leiðin til að hlýða Guði er að trúa á Jesú Krist.
Do we then destroye the lawe thorow fayth? God forbid. But we rather mayntayne the lawe.