< Rómverjabréfið 2 >

1 „Ja, hérna, “segir þú ef til vill, „hvers konar úrþvætti ertu eiginlega að tala um?“En sjáðu til! Þú ert ekkert betri! Þegar þið lýsið vanþóknun ykkar á þessu fólki og segið að það eigi skilið hegningu, þá eruð þið að tala um ykkur sjálf, því að þið gerið sjálf það sama.
You are therefore inexcusable, O man, whoever you are, that sits in judgment; for in judging another you are condemning yourself. You, the judge, are habitually practising the very same things.
2 Við vitum að Guð mun dæma sérhvern þann sem slíkt gerir, því að hann er réttlátur.
"We know that God’s judgment against those who practise such vices is in accord with the truth," you say?
3 Haldið þið að Guð dæmi suma sem þannig lifa og refsi þeim, en geri síðan enga athugasemd við ykkur þegar þið gerið það sama?
Very well; and do you suppose, you who judge those that practise such vices, and are doing the very same, that you will elude the judgment of God?
4 Sjáið þið ekki hve mikla þolinmæði hann hefur sýnt ykkur? Eða er ykkur ef til vill alveg sama? Skiljið þið ekki að ástæða þess að hann hefur ekki refsað ykkur, er sú að hann gefur ykkur tækifæri til að snúa baki við syndinni? Góðsemi hans ætti að leiða ykkur til iðrunar.
Or do you despise the riches of his kindness and forbearance and long patience? Do you not know that the kindness of God is leading you to repentance?
5 Þrátt fyrir það viljið þið ekki hlusta og þar með kallið þið yfir ykkur hræðilega hegningu, því þið eruð þrjósk og viljið ekki snúa ykkur frá syndinni. Dagur reiðinnar mun renna upp og þá mun Guð dæma allan heiminn af réttvísi.
In your hardness and impenitence of heart you are treasuring up for yourself wrath on the Day of Wrath, when the righteous judgment of God is revealed.
6 Hann mun gjalda sérhverjum eins og hann á skilið samkvæmt verkum sínum:
For He will render to every man according to his works;
7 Þeim sem af þrautseigju gera Guðs vilja, mun hann gefa eilíft líf, það er að segja þeim sem leita ósýnilegrar dýrðar, heiðurs og ódauðleika. (aiōnios g166)
eternal life to those who by patience in well-doing strive for glory and honor and immortality; (aiōnios g166)
8 Þeim hins vegar, sem berjast gegn sannleika Guðs og ganga á vegi illskunnar, mun hann refsa hræðilega – hann mun úthella reiði sinni yfir þá.
but anger and wrath upon those who are self-willed and disobey the truth, but obey unrighteousness.
9 Menn munu uppskera sorg og þjáningar haldi þeir áfram í syndinni,
Anguish and calamity will be upon every soul of man who practises evil, upon the Jew first, and also upon the Gentile;
10 en hlýði þeir Guði, mun þeim hlotnast dýrð, heiður og friður Guðs. Þetta á bæði við um Gyðinga og heiðingja,
but glory and honor and peace to every man who does good, to the Jew first, and also to the Gentile.
11 því Guð fer ekki í manngreinarálit.
For there is no partiality with God.
12 Guð mun refsa fyrir synd, hvar sem hún finnst. Hann mun refsa heiðingjunum þegar þeir syndga, jafnvel þótt þeir hafi aldrei þekkt hin skráðu lög Guðs, því að innra með sér þekkja þeir muninn á réttu og röngu.
For all who have sinned without law will also perish without law; and all who have sinned under law will be judged by law.
13 Lög Guðs eru skráð í vitund þeirra. Stundum dæmir samviskan þá og stundum afsakar hún þá.
For it is not the hearers of law who are righteous in the eyes of God; nay, it is the doers of law who will be accounted righteous.
14 En Guð mun einnig refsa Gyðingum. Hann mun refsa þeim fyrir syndir þeirra, því að þeir eiga lög hans skráð í bók en hlýða þeim þó ekki. Þeir vita hvað er rangt, en breyta gegn betri vitund.
For when Gentiles, who have no law, obey by natural instinct the commands of the Law, they even though they have no law, are a law to themselves.
15 Þegar öllu er á botninn hvolft er hjálpræðið ekki þeirra sem þekkja mun á réttu og röngu, heldur hinna sem gera það sem rétt er.
For they show that the work of the Law is written in their hearts, while their conscience bears them witness, as their reasonings accuse, or it may be defend, them,
16 Sá dagur mun vissulega koma, er Jesús Kristur mun að boði Guðs dæma líferni sérhvers manns og líka dýpstu hugsanir hans og viðhorf. Allt er þetta hluti hinnar miklu fyrirætlunar Guðs, sem ég boða.
in the day when God will judge the secrets of men by Jesus Christ, according to my gospel.
17 Gyðingar, þið haldið að allt sé á hreinu milli ykkar og Guðs vegna þess að þið eruð Gyðingar og vegna þess að hann gaf ykkur lög sín. Þið gortið af því að vera í sérstöku uppáhaldi hjá Guði!
Now if you bear the name of a Jew, and rely upon law, and boast yourself in God,
18 Ekki neita ég því að þið þekkið vilja hans; þið þekkið mun á réttu og röngu og hafið vit á að velja hið rétta, því að ykkur hafa verið kennd lög Guðs frá blautu barnsbeini.
and know his will, and can test the things that differ; if you are instructed out of the Law,
19 Þið eruð svo vissir um leiðina til Guðs að þið gætuð jafnvel bent blindum manni á hana. Þið álítið ykkur vera leiðarljós sem leiðbeina þeim til Guðs, sem villst hafa í myrkrinu.
and are confident that you yourself are a darkness,
20 Þið teljið ykkur geta leiðbeint hinum lítilmótlegu og frætt börnin um verk Guðs, því að þið þekkið lög hans, vísdóm og sannleika.
an instructor of the foolish, a teacher of the young, because you have in the Law the form of knowledge and of the truth - well then, you who are teaching others, do you ever teach yourself?
21 Þið fræðið aðra um lög hans, en hvers vegna farið þið ekki sjálfir eftir þeim? Þið segið fólki að rangt sé að stela – en stelið þið ekki sjálfir?
You who are preaching that a man should not steal, do you practise theft?
22 Þið segið að rangt sé að drýgja hór, en hvað með ykkur? Þið segið: „Tilbiðjið ekki skurðgoðin, “en svo gerið þið peningana að guði ykkar.
You who keep saying that a man should not commit adultery, do you commit adultery? You who hold idols in abhorrence, are you plundering their temples?
23 Þið eruð ákaflega stoltir af því að þekkja lög Guðs en síðan lítilsvirðið þið Guð með því að brjóta þau.
You who are making your boast in the Law, do you habitually dishonor God through your transgressions of the Law?
24 Ekki undrar mig þótt Gamla testamentið segi að heimurinn tali illa um Guð ykkar vegna.
For the name of God is continually blasphemed among the Gentiles because of you, even as the Scripture itself says.
25 Það er kostur fyrir ykkur að vera Gyðingar ef þið hlýðið lögum Guðs, en ef ekki, þá eruð þið engu betur settir en heiðingjarnir.
Circumcision does indeed profit, if you are obedient to the Law; but if you habitually break the Law, your circumcision is become uncircumcision.
26 Mun Guð ekki veita heiðingjunum alla þá blessun sem hann ætlaði Gyðingunum, ef þeir hlýða lögum hans?
So if the uncircumcised keeps the ordinance of the Law, shall not his uncircumcision be reckoned equivalent to circumcision.
27 Staðreyndin er sú að betur mun fara fyrir heiðingjunum en ykkur, Gyðingum, sem þekkið Guð og eigið loforð hans, því að þið hlýðið þeim ekki.
And shall not those who are physically uncircumcised, but who keep the Law, condemn you who are a breaker of the Law, although you have a written law and circumcision?
28 Þið eruð ekki sannir Gyðingar fyrir það eitt að foreldrar ykkar voru Gyðingar eða vegna þess að þið hlutuð hina gyðinglegu vígslu, umskurnina.
For the real Jew is not the man who is one outwardly, and the real circumcision is not outward in the flesh;
29 Nei, sá einn er sannur Gyðingur sem hefur rétta afstöðu til Guðs. Guð sækist ekki eftir þeim sem skera í líkama sinn samkvæmt gyðinglegri venju, heldur þeim sem hafa breytt hugarfari sínu og endurnýjað samband sitt við Guð. Hver sem þannig tekur upp nýja lífsstefnu, hlýtur blessun Guðs, jafnvel þótt hann láti sér fátt um finnast.
but the real Jew is one inwardly, and real circumcision is heart- circumcision, spiritual, not literal, praised not by men, but by God.

< Rómverjabréfið 2 >