< Rómverjabréfið 14 >
1 Sýndu hverjum kristnum manni, sem til þín leitar, vinarhug og gagnrýndu hann ekki þótt trú hans sé veik og hann hafi aðrar skoðanir en þú um hvað sé rétt eða rangt.
Boyamba malamu moto oyo alenda te na kondima, na kotiana lisusu tembe te na tina na makanisi.
2 Þú ættir til dæmis ekki að deila við hann um hvort leyfilegt sé að borða kjöt, sem notað hefur verið í fórn til skurðgoðanna, eða ekki. Slíkt er þér ef til vill ekkert vandamál, en trú hans er veikari en þín og honum finnst það vera rangt og því neytir hann alls ekki kjöts, sé það fórnarkjöt, heldur grænmetis.
Moto oyo azali na kondima aliaka bilei nyonso, kasi moto oyo alenda te na kondima aliaka kaka bandunda.
3 Þeir sem ekkert sjá athugavert við það að borða slíkt kjöt, mega ekki líta niður á þá sem láta þess óneytt og sért þú einn þeirra, þá skaltu ekki gagnrýna þá sem hafa aðra skoðun, því að Guð hefur tekið þá að sér sem sín börn.
Moto oyo aliaka bilei nyonso asengeli te kotiola moto oyo aponaka bilei, mpe moto oyo aponaka bilei asengeli te kosambisa moto oyo aliaka bilei nyonso, pamba te Nzambe asila koyamba ye.
4 Þeir eru þjónar Guðs en ekki ykkar. Látið Guð um að segja þeim hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa, því hann er fullkomlega fær um að gera það.
Boni, ozali nani mpo na kosambisa mosali ya moto mosusu? Atelema to akweya, ezali likambo ya nkolo na ye. Tembe ezali te, akotelema kaka, pamba te Nkolo na ye azali na makoki ya kotelemisa ye.
5 Sumum finnst að kristnir menn eigi að líta á helgidaga Gyðinga sem sína tilbeiðsludaga, en aðrir segja það rangt og finnst heimskulegt að fara eftir reglum Gyðinga að því leyti, því að allir dagar séu jafnir fyrir Guði. Hver og einn verður að taka eigin ákvörðun um slíka hluti.
Moko akanisaka ete mokolo songolo ezali bule koleka mokolo pakala, mpe mosusu akanisaka ete mikolo nyonso ezali kaka ndenge moko: tika ete moto na moto kati na bango andimisama makasi na makanisi na ye.
6 Notir þú ákveðna daga til að tilbiðja Drottin, þá er það gert honum til heiðurs og slíkt er góður siður. Sama er að segja um þann sem neytir kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, hann þakkar Guði fyrir kjötið og er það rétt. Þeim, hins vegar, sem ekki vill snerta slíkt kjöt, er einnig umhugað um að þóknast Drottni og hann er þakklátur.
Moto oyo akesenisaka mikolo asalaka yango mpo na lokumu ya Nkolo. Moto oyo aliaka bilei nyonso asalaka yango mpo na lokumu ya Nkolo, mpe azongisaka matondi epai ya Nzambe; mpe moto oyo aponaka bilei asalaka yango mpo na lokumu ya Nkolo, mpe azongisaka matondi epai ya Nzambe.
7 Við lifum ekki aðeins sjálfra okkar vegna og getum því ekki lifað og dáið eins og okkur þóknast.
Moko te kati na biso abikaka bomoi mpo na ye moko, mpe moko te akufaka mpo na ye moko.
8 Hvort sem við lifum eða deyjum, þá tilheyrum við Drottni, því hans erum við.
Soki tozali kobika bomoi, tozali kobika yango mpo na Nkolo; soki mpe tokufi, tokufi mpo na Nkolo. Yango wana, tobika bomoi to tokufa, tozali kaka bato ya Nkolo.
9 Kristur dó og reis síðan upp til að vera Drottinn okkar og konungur, bæði í lífi og dauða.
Ezali mpo na yango nde Klisto akufaki mpe asekwaki, mpo ete azala Nkolo ya bakufi mpe ya bato ya bomoi.
10 Þú hefur engan rétt til að gagnrýna trúbróður þinn né líta niður á hann. Minnstu þess að við verðum hvert um sig að standa frammi fyrir dómstóli Guðs.
Bongo yo, mpo na nini ozali kosambisa to kotiola ndeko na yo? Biso nyonso tokotelema na esambiselo ya Nzambe mpo na kosamba.
11 Í Gamla testamentinu stendur: „Svo sannarlega sem ég lifi, “segir Drottinn, „mun hver maður verða að krjúpa á kné fyrir mér og sérhver tunga viðurkenna að ég er Guð.“
Pamba te ekomama: « Na Kombo na Ngai, » elobi Nkolo, « mabolongo nyonso ekofukama liboso na Ngai, mpe minoko nyonso ekotatola Nzambe. »
12 Sérhvert okkar verður að standa Guði reikningsskil á lífi sínu,
Boye, moko na moko kati na biso akosamba liboso ya Nzambe mpo na makambo na ye moko.
13 hættið því að gagnrýna hvert annað! Reynið heldur að lifa þannig að þið verðið aldrei trúsystkinum ykkar að falli og látið þau því ekki sjá ykkur gera neitt það sem þau álíta vera rangt.
Yango wana, totika kosambisana biso na biso. Nzokande, bosalela mayele na bino te mpo na kobetisa ndeko moko libaku to mpo na kokweyisa ye.
14 Ég er þess fullviss, vegna samfélags míns við Drottin Jesú, að ekkert er rangt við það að neyta kjöts sem fórnað hefur verið skurðgoðunum, en ef einhver álítur það rangt, þá ætti hann ekki að neyta þess trúar sinnar vegna.
Nayebi mpe nandimisami kati na Nkolo Yesu ete eloko ya mbindo ezalaka te. Nzokande, soki moto moko amoni ete eloko songolo ezali mbindo, wana ezali mbindo mpo na ye.
15 Viljir þú halda áfram að neyta þess matar sem þú veist að veldur trúsystkini þínu hugarangri, þá framgengur þú ekki í kærleika. Láttu ekki neysluvenjur þínar verða þeim til tjóns, sem Kristur dó fyrir.
Boye soki, likolo ya bilei, ozali koyokisa ndeko na yo motema pasi, wana ozali lisusu kotambola na bolingo te. Likolo ya bilei, kobungisa te ndeko na yo, oyo Klisto akufelaki.
16 Forðastu að gera það sem þú veist að verður gagnrýnt, enda þótt þú vitir að sú gagnrýni sé ósanngjörn.
Yango wana, tika ete bolamu na bino etiolama te.
17 Þegar allt kemur til alls, þá skiptir það okkur kristna menn ekki mestu hvað við borðum eða drekkum, heldur að lifa í kærleika, friði og fögnuði heilags anda.
Pamba te Bokonzi ya Nzambe ezali te likambo ya kolia to ya komela, kasi ezali nde likambo ya bosembo, ya kimia mpe ya esengo kati na Molimo Mosantu.
18 Ef þú gerir Krist að húsbónda í lífi þínu að því er þetta varðar, þá mun það bæði gleðja Guð og menn.
Moto oyo asalelaka Klisto na lolenge oyo asepelisaka Nzambe, mpe bato bandimaka ye.
19 Keppum því eftir að efla frið og sameiginlega uppbyggingu kirkjunnar,
Yango wana, tolukaka tango nyonso makambo oyo ememaka kimia mpe elendisaka bamoko mpe bamosusu kati na kondima.
20 og rífum ekki niður verk Guðs fyrir einn kjötbita!
Kobebisa mosala ya Nzambe te likolo ya biloko ya kolia. Solo, biloko nyonso ezali peto, kasi ezali mabe kolia eloko oyo ekoki kobetisa moto mosusu libaku.
21 Bindindi á kjöt og vín er rétt ef neysla þess hneykslar trúsystkini okkar og leiðir þau í synd.
Likambo oyo eleki malamu ezali: koboya kolia misuni, koboya komela vino, koboya kosala eloko nyonso oyo ekoki kobetisa ndeko na yo libaku.
22 Haltu fast við trúarsannfæringu þína, en notaðu hana samt ekki til að storka öðrum.
Boye, batela mpo na yo moko liboso ya Nzambe, kondima oyo ozali na yango. Esengo na moto oyo amikweyisaka te na nzela ya makambo oyo andimaka!
23 Sá sem fær slæma samvisku af að hafa borðað kjöt, ætti að láta það ógert, því að sá syndgar sem gerir eitthvað gegn betri vitund.
Kasi moto oyo alie, wana motema na ye ezali kopamela ye, asili kokweyisama na miso ya Nzambe, pamba te asali te kolanda kondima na ye; mpe nyonso oyo esalemaka te kolanda kondima ezali lisumu.