< Rómverjabréfið 12 >

1 Kæru vinir, bræður og systur, ég minni ykkur á að fyrst Guð hefur miskunnað ykkur þá skuluð þið gefast Guði heilshugar sem lifandi, heilög og honum þóknanleg fórn. Það er skynsamleg guðsdýrkun.
Por tanto, hermanos, los exhorto por las misericordias de Dios a que presenten sus cuerpos como sacrificio vivo, santo, agradable a Dios, [lo cual] es su adoración racional.
2 Takið ekki framkomu og lífsvenjur heimsins ykkur til fyrirmyndar. Lifið sem nýir menn! Látið orð Guðs og anda hans móta hugarfar ykkar og alla framkomu ykkar, orð og verk. Ef þið gerið þetta, þá munuð þið fá að reyna og þekkja vilja Guðs sem er hið góða, fagra og fullkomna. (aiōn g165)
No sean moldeados por este mundo, sino sean transformados por la renovación de la mente, para que comprueben la voluntad de Dios, la cual es buena, aceptable y perfecta. (aiōn g165)
3 Nú ætla ég, sem er sendiboði Guðs, að gefa ykkur hverju og einu þessa viðvörun: Metið hæfileika sjálfra ykkar af réttsýni, í samræmi við þann trúarstyrk sem Guð hefur gefið ykkur.
Por la gracia que se me dio, digo a cada uno de ustedes que no tenga más alto concepto de él mismo que el que debe tener, sino que piense con buen juicio, según [la] medida de fe que Dios asignó a cada uno.
4 Eins og líkami ykkar hefur marga limi, eins er líkami Krists. Öll erum við hlutar af honum, og ef hann á að vera heill, þá verðum við að standa saman, því að hvert um sig höfum við mismunandi verk að vinna. Þannig tilheyrum við hvert öðru, og hvert um sig þarf á öllum hinum að halda.
Porque así como en un cuerpo tenemos muchos miembros, pero no todos los miembros tienen la misma función,
5
así nosotros, que somos muchos, somos un cuerpo en Cristo, e individualmente miembros los unos de los otros.
6 Guð hefur gefið okkur hverju og einu hæfileika til ákveðinna hluta. Ef Guð hefur gefið þér hæfileika til að spá – flytja öðrum boð frá sér – spáðu þá hvenær sem þú getur, eins oft og trú þín er nægilega sterk til að taka á móti boðum frá honum.
Como tenemos diferentes dones, [debemos practicarlos] según la gracia que se nos dio. Si es de profecía, [debemos practicarlo] según la proporción de la fe;
7 Hafir þú fengið þá náðargjöf að þjóna öðrum, gerðu það þá vel. Ef þú kennir, gerðu það þá af kostgæfni.
si es diaconía, en el servicio; el que enseña, en la enseñanza;
8 Sértu predikari, gættu þess þá að predikanir þínar séu þróttmiklar og öðrum til hjálpar. Ef Guð hefur falið þér ábyrgð á efnislegum gæðum, vertu þá gjafmildur og notaðu þau öðrum til gagns. Hafi Guð gefið þér stjórnunarhæfileika og sett þig sem leiðtoga yfir aðra, ræktu þá hlutverk þitt og ábyrgð af alúð. Þeir sem hafa það hlutverk að hugga og sýna miskunnsemi, geri það með gleði.
el que exhorta, en la exhortación; el que da, con liberalidad; el que dirige, con diligencia; el que practica misericordia, con alegría.
9 Talið ekki bara um að þið elskið hvert annað, heldur sýnið það í verki. Hatið hið illa en styðjið hið góða.
El amor sea sin hipocresía, aborrezcan lo malo, apéguense a lo bueno.
10 Elskið hvert annað með djúpri umhyggju og verið hvert öðru fyrra til að veita hinum virðingu.
Dedíquense unos a otros con amor fraternal. En cuanto a honor, prefiéranse unos a otros,
11 Verið aldrei löt við vinnu, heldur þjónið Drottni með gleði og í krafti heilags anda.
en cuanto a diligencia, no perezosos. Sean fervientes en espíritu y sirvan al Señor.
12 Gleðjist yfir öllu því sem Guð hefur gefið ykkur. Sýnið þolinmæði í mótlæti og biðjið án afláts.
Regocíjense en la esperanza, permanezcan firmes en la aflicción, persistan en la conversación con Dios,
13 Takið þátt í að sinna efnislegum þörfum annarra og stundið gestrisni.
contribuyan para las necesidades de los santos, persigan la hospitalidad.
14 Blessið þá sem ofsækja ykkur vegna trúarinnar en bölvið þeim ekki.
Bendigan a los que [los ]persiguen. Bendigan y no maldigan.
15 Gleðjist með þeim sem eru glaðir og samhryggist þeim sem eru sorgbitnir.
Gocen con los que gozan, lloren con los que lloran.
16 Starfið saman af gleði. Þykist ekki vera vitrir og sækist ekki eftir vinsældum þeirra sem hátt eru settir. Leitið heldur samfélags við þá sem lægra eru settir og látið ykkur ekki detta í hug að þið vitið allt!
Sientan lo mismo los unos hacia los otros. No sean altivos, sino asóciense con los humildes. No sean sabios según su propia opinión.
17 Gjaldið engum illt fyrir illt. Látið alla sjá að þið hafið hreinan skjöld.
No paguen a nadie mal por mal. Respeten lo bueno delante de todos [los] hombres.
18 Forðist allar deilur og lifið í sátt og samlyndi við alla menn, ef mögulegt er.
Si es posible, en lo que depende de ustedes, estén en paz con todos [los] hombres.
19 Kæru vinir, hefnið ykkar aldrei, heldur látið Guð um slíkt. Guð hefur sagt að hann muni endurgjalda hverjum um sig eins og hann á skilið.
No se venguen ustedes mismos, amados, sino den lugar a la ira [de Dios]. Porque está escrito: Mía es la venganza. Yo pagaré, dice el Señor.
20 Gefið heldur óvini ykkar mat sé hann svangur og drykk sé hann þyrstur og þá mun hann iðrast þess að hafa gert ykkur illt.
Así que, si tu enemigo tiene hambre, dale de comer. Si tiene sed, dale de beber. Porque si haces esto apilarás carbones encendidos sobre su cabeza.
21 Láttu ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigraðu illt með góðu.
No seas vencido por lo malo, sino vence el mal con el bien.

< Rómverjabréfið 12 >