< Rómverjabréfið 12 >
1 Kæru vinir, bræður og systur, ég minni ykkur á að fyrst Guð hefur miskunnað ykkur þá skuluð þið gefast Guði heilshugar sem lifandi, heilög og honum þóknanleg fórn. Það er skynsamleg guðsdýrkun.
Obsecro itaque vos fratres per misericordiam Dei, ut exhibeatis corpora vestra hostiam viventem, sanctam, Deo placentem, rationabile obsequium vestrum.
2 Takið ekki framkomu og lífsvenjur heimsins ykkur til fyrirmyndar. Lifið sem nýir menn! Látið orð Guðs og anda hans móta hugarfar ykkar og alla framkomu ykkar, orð og verk. Ef þið gerið þetta, þá munuð þið fá að reyna og þekkja vilja Guðs sem er hið góða, fagra og fullkomna. (aiōn )
Et nolite conformari huic saeculo, sed reformamini in novitate sensus vestri: ut probetis quae sit voluntas Dei bona, et beneplacens, et perfecta. (aiōn )
3 Nú ætla ég, sem er sendiboði Guðs, að gefa ykkur hverju og einu þessa viðvörun: Metið hæfileika sjálfra ykkar af réttsýni, í samræmi við þann trúarstyrk sem Guð hefur gefið ykkur.
Dico enim per gratiam quae data est mihi, omnibus qui sunt inter vos: Non plus sapere quam oportet sapere, sed sapere ad sobrietatem: et unicuique sicut Deus divisit mensuram fidei.
4 Eins og líkami ykkar hefur marga limi, eins er líkami Krists. Öll erum við hlutar af honum, og ef hann á að vera heill, þá verðum við að standa saman, því að hvert um sig höfum við mismunandi verk að vinna. Þannig tilheyrum við hvert öðru, og hvert um sig þarf á öllum hinum að halda.
Sicut enim in uno corpore multa membra habemus, omnia autem membra non eumdem actum habent:
ita multi unum corpus sumus in Christo, singuli autem alter alterius membra.
6 Guð hefur gefið okkur hverju og einu hæfileika til ákveðinna hluta. Ef Guð hefur gefið þér hæfileika til að spá – flytja öðrum boð frá sér – spáðu þá hvenær sem þú getur, eins oft og trú þín er nægilega sterk til að taka á móti boðum frá honum.
Habentes autem donationes secundum gratiam, quae data est nobis, differentes: sive prophetiam secundum rationem fidei,
7 Hafir þú fengið þá náðargjöf að þjóna öðrum, gerðu það þá vel. Ef þú kennir, gerðu það þá af kostgæfni.
sive ministerium in ministrando, sive qui docet in doctrina,
8 Sértu predikari, gættu þess þá að predikanir þínar séu þróttmiklar og öðrum til hjálpar. Ef Guð hefur falið þér ábyrgð á efnislegum gæðum, vertu þá gjafmildur og notaðu þau öðrum til gagns. Hafi Guð gefið þér stjórnunarhæfileika og sett þig sem leiðtoga yfir aðra, ræktu þá hlutverk þitt og ábyrgð af alúð. Þeir sem hafa það hlutverk að hugga og sýna miskunnsemi, geri það með gleði.
qui exhortatur in exhortando, qui tribuit in simplicitate, qui praeest in solicitudine, qui miseretur in hilaritate.
9 Talið ekki bara um að þið elskið hvert annað, heldur sýnið það í verki. Hatið hið illa en styðjið hið góða.
Dilectio sine simulatione: Odientes malum, adhaerentes bono:
10 Elskið hvert annað með djúpri umhyggju og verið hvert öðru fyrra til að veita hinum virðingu.
charitatem fraternitatis invicem diligentes: Honore invicem praevenientes:
11 Verið aldrei löt við vinnu, heldur þjónið Drottni með gleði og í krafti heilags anda.
Solicitudine non pigri: Spiritu ferventes: Domino servientes:
12 Gleðjist yfir öllu því sem Guð hefur gefið ykkur. Sýnið þolinmæði í mótlæti og biðjið án afláts.
Spe gaudentes: In tribulatione patientes: Orationi instantes:
13 Takið þátt í að sinna efnislegum þörfum annarra og stundið gestrisni.
Necessitatibus sanctorum communicantes: Hospitalitatem sectantes.
14 Blessið þá sem ofsækja ykkur vegna trúarinnar en bölvið þeim ekki.
Benedicite persequentibus vos: benedicite, et nolite maledicere.
15 Gleðjist með þeim sem eru glaðir og samhryggist þeim sem eru sorgbitnir.
Gaudete cum gaudentibus, flete cum flentibus:
16 Starfið saman af gleði. Þykist ekki vera vitrir og sækist ekki eftir vinsældum þeirra sem hátt eru settir. Leitið heldur samfélags við þá sem lægra eru settir og látið ykkur ekki detta í hug að þið vitið allt!
Idipsum invicem sentientes: Non alta sapientes, sed humilibus consentientes. Nolite esse prudentes apud vosmetipsos:
17 Gjaldið engum illt fyrir illt. Látið alla sjá að þið hafið hreinan skjöld.
Nulli malum pro malo reddentes: providentes bona non tantum coram Deo, sed etiam coram omnibus hominibus.
18 Forðist allar deilur og lifið í sátt og samlyndi við alla menn, ef mögulegt er.
Si fieri potest, quod ex vobis est, cum omnibus hominibus pacem habentes:
19 Kæru vinir, hefnið ykkar aldrei, heldur látið Guð um slíkt. Guð hefur sagt að hann muni endurgjalda hverjum um sig eins og hann á skilið.
Non vosmetipsos defendentes charissimi, sed date locum irae. scriptum est enim: Mihi vindictam: et ego retribuam, dicit Dominus.
20 Gefið heldur óvini ykkar mat sé hann svangur og drykk sé hann þyrstur og þá mun hann iðrast þess að hafa gert ykkur illt.
Sed si esurierit inimicus tuus, ciba illum: si sitit, potum da illi: hoc enim faciens, carbones ignis congeres super caput eius.
21 Láttu ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigraðu illt með góðu.
Noli vinci a malo, sed vince in bono malum.