< Rómverjabréfið 10 >

1 Kæru systkini, það er þrá mín og bæn að Gyðingaþjóðin frelsist.
Assurément, mes frères, le désir de mon cœur et mes supplications à Dieu ont pour objet leur salut.
2 Ég veit hve mjög þeim er umhugað að þóknast Guði, en þeir gera það bara ekki á réttan hátt,
Car je leur rends ce témoignage qu’ils ont du zèle pour Dieu, mais non selon la science,
3 því að þeir skilja ekki að Kristur dó til að sætta þá við Guð. Með góðverkum og hlýðni við lög sín og siði reyna þeir að afla sér viðurkenningar hjá Guði, en það er ekki leið Guðs til hjálpræðis.
Parce que, ignorant la justice de Dieu, et cherchant à établir la leur, ils ne sont pas soumis à la justice de Dieu.
4 Þeir skilja ekki að það, sem þeir eru að reyna að öðlast fyrir hlýðni við lögin, gefur Kristur þeim fyrir trúna á sig og þannig bindur hann enda á allan lagaþrældóminn.
Car la fin de la loi est le Christ, pour justifier tout croyant.
5 Móse sagði að eina leiðin til að frelsast, væri að gera gott alla ævi, standast allar freistingar og komast hjá því að drýgja svo mikið sem eina synd.
Aussi Moïse a écrit que l’homme qui accomplira la justice qui vient de la loi y trouvera la vie.
6 Hjálpræðið sem fæst fyrir trú, segir hins vegar: „Þú þarft ekki að fara upp til himna og leita að Kristi til að fá hann niður með þér, til að hjálpa þér, “og enn fremur:
Mais pour la justice qui vient de la foi, il en parle ainsi: Ne dis point en ton cœur: Qui montera au ciel? c’est-à-dire pour en faire descendre le Christ:
7 „Þú þarft ekki að fara til hinna dauðu, til að leiða Krist aftur fram til lífsins, “ (Abyssos g12)
Ou qui descendra dans l’abîme? c’est-à-dire pour rappeler le Christ d’entre les morts. (Abyssos g12)
8 því að hjálpræðið sem fæst fyrir trú á Krist – einmitt það sem við predikum – er alltaf innan seilingar. Sannleikurinn er sá að það er eins nálægt okkur og hjarta okkar og munnur!
Mais que dit l’Ecriture? Près de toi est la parole, dans ta bouche et dans ton cœur; c’est la parole de la foi que nous annonçons.
9 Ef þú játar með munni þínum að Jesús Kristur sé Drottinn þinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum, þá muntu frelsast.
Parce que si tu confesses de bouche le Seigneur Jésus, et si en ton cœur tu crois que Dieu l’a ressuscité d’entre les morts, tu seras sauvé.
10 Trú mannsins veldur því að Guð lítur á hann sem hreinan og syndlausan. Með munni sínum segir hann síðan öðrum frá trú sinni og staðfestir þannig að hann sé hólpinn.
Car on croit de cœur pour la justice, et on confesse de bouche pour le salut.
11 Biblían segir að enginn, sem trúi á Krist, muni nokkru sinni verða fyrir vonbrigðum.
En effet, l’Ecriture dit: Quiconque croit en lui ne sera point confondu.
12 Þetta á jafnt við um Gyðinga og heiðingja. Því að allir hafa þeir sama Drottin, sem gefur öllum sem hann biðja af miklu örlæti af auðæfum sínum,
Attendu qu’il n’y a point de distinction de Juif et de Grec, parce que c’est le même Seigneur de tous, riche pour tous ceux qui l’invoquent.
13 því að hver sem ákallar Drottin mun frelsast.
Car quiconque invoquera le nom du Seigneur sera sauvé.
14 En hvernig geta menn beðið Drottin um frelsun nema þeir trúi á hann? Og hvernig eiga þeir að trúa, ef þeir hafa ekki heyrt hans getið? Hvernig fá þeir heyrt nema einhver segi þeim frá?
Mais comment invoqueront-ils celui en qui ils n’ont point cru? Ou comment croiront-ils à celui qu’ils n’ont pas entendu? Et comment entendront-ils, si personne ne les prêche?
15 Og mun þá nokkur fara til þeirra nema einhver sendi hann? Um þetta segir Gamla testamentið: Með öðrum orðum, þeir sem koma og flytja fagnaðarerindi Guðs eru sannarlega góðir gestir.
Et comment prêchera-t-on, si on n’est pas envoyé? comme il est écrit: Qu’ils sont beaux les pieds de ceux qui annoncent la paix, qui annoncent le bonheur!
16 En ekki hafa allir sem heyrt hafa gleðiboðskapinn trúað honum, það sýna þessi orð Jesaja: „Drottinn, hver trúði því sem ég sagði þeim?“
Mais tous n’obéissent pas à l’Evangile. C’est pourquoi Isaïe a dit: Seigneur, qui a cru à ce qu’il a ouï de nous?
17 Samt er það svo að trúin kemur af því að hlusta á gleðiboðskapinn – gleðiboðskapinn um Krist.
La foi donc vient par l’audition, et l’audition par la parole du Christ.
18 Hvað um Gyðingana? Hafa þeir heyrt orð Guðs? Já, það hefur fylgt þeim hvert sem þeir hafa farið og gleðiboðskapurinn hefur verið fluttur um alla heimsbyggðina.
Cependant, je le demande: Est-ce qu’ils n’ont pas entendu? Certes, leur voix a retenti par toute la terre, et leurs paroles jusqu’aux extrémités du monde.
19 En skildu Gyðingarnir þetta (að Guð mundi veita öðrum hjálpræði sitt ef þeir sjálfir tækju ekki á móti því?). Já, því jafnvel á dögum Móse sagði Guð, að hann myndi gera þjóð sína afbrýðisama og reyna að opna augu hennar, með því að gefa fáfróðu og heiðnu þjóðunum hjálpræði sitt.
Je demande encore: Est-ce qu’Israël ne l’a point connu? Moïse le premier a dit: Je vous rendrai jaloux d’un peuple qui n’en est pas un; je vous mettrai en colère contre une nation insensée.
20 Seinna talaði Jesaja djarflega um þessa hluti og sagði að fólk, sem alls ekki hefði leitað Guðs mundi finna hann.
Mais Isaïe ne craint pas de dire: J’ai été trouvé par ceux qui ne me cherchaient pas, je me suis montré à ceux qui ne me demandaient pas.
21 Allan þennan tíma hefur Guð rétt fram hendur sínar Gyðingum til hjálpar, en þeir kvarta bara og kveina og neita að hlýða honum.
Et à Israël il dit: Tous les jours j’ai tendu les mains à ce peuple incrédule et contredisant.

< Rómverjabréfið 10 >