< Rómverjabréfið 1 >
1 Kæru vinir í Róm. Þetta bréf er frá mér, Páli, þjóni Jesú Krists. Guð hefur kallað mig til að boða trú og sent mig til að flytja gleðiboðskap Guðs.
παυλος δουλος ιησου χριστου κλητος αποστολος αφωρισμενος εις ευαγγελιον θεου
2 Langt er nú liðið síðan spámenn Guðs hétu því að þessi gleðiboðskapur yrði kunngerður.
ο προεπηγγειλατο δια των προφητων αυτου εν γραφαις αγιαις
3 Gleðiboðskapurinn er um son Guðs, Jesú Krist, Drottin okkar sem fæddist sem lítið barn af ætt Davíðs konungs.
περι του υιου αυτου του γενομενου εκ σπερματος δαβιδ κατα σαρκα
4 Upprisa hans frá dauðum sýnir, svo ekki verður um villst, að hann er hinn voldugi sonur Guðs, gæddur sama heilaga eðli og sjálfur Guð.
του ορισθεντος υιου θεου εν δυναμει κατα πνευμα αγιωσυνης εξ αναστασεως νεκρων ιησου χριστου του κυριου ημων
5 Nú er svo komið, að vegna Krists, hefur Guð úthellt kærleika sínum yfir okkur óverðuga syndara. Eftir það hefur hann sent okkur út um allan heiminn, til að segja öllum, hvar sem þeir eru, frá því stórkostlega sem Guð hefur gert fyrir þá, svo að einnig þeir komist til trúar og læri að hlýða honum.
δι ου ελαβομεν χαριν και αποστολην εις υπακοην πιστεως εν πασιν τοις εθνεσιν υπερ του ονοματος αυτου
6 Kæru vinir í Róm, þið eruð í hópi þeirra sem Guð elskar. Jesús Kristur hefur einnig kallað ykkur til að verða Guðs börn og tilheyra hans heilögu þjóð. Náð og friður Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum.
εν οις εστε και υμεις κλητοι ιησου χριστου
πασιν τοις ουσιν εν ρωμη αγαπητοις θεου κλητοις αγιοις χαρις υμιν και ειρηνη απο θεου πατρος ημων και κυριου ιησου χριστου
8 Fyrst vil ég segja ykkur að þið eruð á allra vörum! Hvarvetna ræða menn um traust ykkar á Guði. Ég þakka Guði vegna Jesú Krists fyrir þessar góðu fréttir og fyrir hvert og eitt ykkar.
πρωτον μεν ευχαριστω τω θεω μου δια ιησου χριστου υπερ παντων υμων οτι η πιστις υμων καταγγελλεται εν ολω τω κοσμω
9 Guð veit hversu oft ég bið fyrir ykkur. Dag og nótt legg ég ykkur og þarfir ykkar fram fyrir hann í bæn. Honum þjóna ég af heilum hug með því að flytja öðrum gleðifréttirnar um son hans.
μαρτυς γαρ μου εστιν ο θεος ω λατρευω εν τω πνευματι μου εν τω ευαγγελιω του υιου αυτου ως αδιαλειπτως μνειαν υμων ποιουμαι
10 Ég vil að þið vitið að ég bið Guð stöðugt um að gefa mér tækifæri til að koma til ykkar.
παντοτε επι των προσευχων μου δεομενος ειπως ηδη ποτε ευοδωθησομαι εν τω θεληματι του θεου ελθειν προς υμας
11 Ég þrái að hitta ykkur svo ég geti gefið ykkur eitthvað, sem styrkir trú ykkar á Drottin, og til að uppörvast með ykkur í trúnni.
επιποθω γαρ ιδειν υμας ινα τι μεταδω χαρισμα υμιν πνευματικον εις το στηριχθηναι υμας
τουτο δε εστιν συμπαρακληθηναι εν υμιν δια της εν αλληλοις πιστεως υμων τε και εμου
13 Kæru vinir, ég vil að þið vitið að oft hef ég ætlað að koma einhverju góðu til leiðar, á sama hátt og í öðrum kristnum söfnuðum meðal heiðinna þjóða.
ου θελω δε υμας αγνοειν αδελφοι οτι πολλακις προεθεμην ελθειν προς υμας και εκωλυθην αχρι του δευρο ινα καρπον τινα σχω και εν υμιν καθως και εν τοις λοιποις εθνεσιν
14 Ég er í mikilli skuld við ykkur og alla aðra, hvort sem það eru menningarþjóðir eða ekki, bæði við menntaða og ómenntaða.
ελλησιν τε και βαρβαροις σοφοις τε και ανοητοις οφειλετης ειμι
15 Ég er því fyrir mitt leyti reiðubúinn að koma og boða fagnaðarerindið, einnig ykkur sem eruð í Róm.
ουτως το κατ εμε προθυμον και υμιν τοις εν ρωμη ευαγγελισασθαι
16 Ég blygðast mín ekki fyrir fagnaðarerindið, því það er leið Guðs til eilífs lífs fyrir hvern þann sem trúir honum og treystir á hann. Fyrst var þessi boðskapur einungis fluttur Gyðingum, en nú er öllum opið að koma til Guðs á þennan hátt.
ου γαρ επαισχυνομαι το ευαγγελιον του χριστου δυναμις γαρ θεου εστιν εις σωτηριαν παντι τω πιστευοντι ιουδαιω τε πρωτον και ελληνι
17 Þetta eru gleðifréttir, því þær segja okkur að Guð geri okkur hæfa til að lifa með sér, eða með öðrum orðum – geri okkur réttláta. Þetta gerist þegar við trúum á Krist og treystum því að hann hafi frelsað okkur. Trúin á Krist er því leiðin til Guðs, enda segir Biblían: „Sá sem leitar lífsins, finnur það með því að trúa á Guð.“
δικαιοσυνη γαρ θεου εν αυτω αποκαλυπτεται εκ πιστεως εις πιστιν καθως γεγραπται ο δε δικαιος εκ πιστεως ζησεται
18 Guð sýnir reiði sína frá himni gegn öllum vondum og syndugum mönnum sem hafna sannleikanum.
αποκαλυπτεται γαρ οργη θεου απ ουρανου επι πασαν ασεβειαν και αδικιαν ανθρωπων των την αληθειαν εν αδικια κατεχοντων
19 Þessir menn þekkja sannleikann um Guð hið innra með sér, því Guð hefur lagt þeim þá þekkingu í brjóst.
διοτι το γνωστον του θεου φανερον εστιν εν αυτοις ο γαρ θεος αυτοις εφανερωσεν
20 Mennirnir hafa frá upphafi virt fyrir sér jörðina, himininn og allt sem Guð hefur gert. Þeir hafa því verið sér meðvitandi um tilveru hans og hans mikla, eilífa mátt. Þess vegna hafa þeir enga afsökun (þegar þeir standa frammi fyrir honum á degi dómsins). (aïdios )
τα γαρ αορατα αυτου απο κτισεως κοσμου τοις ποιημασιν νοουμενα καθοραται η τε αιδιος αυτου δυναμις και θειοτης εις το ειναι αυτους αναπολογητους (aïdios )
21 Mennirnir vissu af Guði, en þó vildu þeir hvorki viðurkenna hann né tilbiðja né heldur þakka honum fyrir daglega umhyggju hans. Ekki leið á löngu uns þeir fóru að gera sér heimskulegar hugmyndir um Guð og hvers hann vænti af þeim. Afleiðingin varð sú að þeir blinduðust í heimsku sinni og lentu á villigötum.
διοτι γνοντες τον θεον ουχ ως θεον εδοξασαν η ευχαριστησαν αλλ εματαιωθησαν εν τοις διαλογισμοις αυτων και εσκοτισθη η ασυνετος αυτων καρδια
22 Þeir töldu sig ekki þurfa á þekkingu frá Guði að halda og urðu því heimskingjar.
φασκοντες ειναι σοφοι εμωρανθησαν
23 Í stað þess að tilbiðja hinn dýrlega, eilífa Guð, bjuggu þeir sér til goð sem líktust fuglum, ferfætlingum, skriðdýrum og dauðlegum mönnum.
και ηλλαξαν την δοξαν του αφθαρτου θεου εν ομοιωματι εικονος φθαρτου ανθρωπου και πετεινων και τετραποδων και ερπετων
24 Þess vegna hefur Guð gefið þeim lausan tauminn og leyft þeim að svala girndum sínum í afskræmdu kynlífi og gera hvað sem þá langaði til, einnig að meðhöndla líkama hvers annars á svívirðilegan og viðbjóðslegan hátt.
διο και παρεδωκεν αυτους ο θεος εν ταις επιθυμιαις των καρδιων αυτων εις ακαθαρσιαν του ατιμαζεσθαι τα σωματα αυτων εν εαυτοις
25 Í stað þess að trúa því sem þeir vita að er sannleikurinn um Guð, kjósa þeir að trúa lyginni! Afleiðingin er sú að þeir tilbiðja það sem Guð hefur skapað, í stað þess að tilbiðja Guð, skaparann. (aiōn )
οιτινες μετηλλαξαν την αληθειαν του θεου εν τω ψευδει και εσεβασθησαν και ελατρευσαν τη κτισει παρα τον κτισαντα ος εστιν ευλογητος εις τους αιωνας αμην (aiōn )
26 Þess vegna hefur Guð ofurselt mennina svívirðilegum girndum. Þeir ganga jafnvel svo langt að konurnar snúast gegn eðli sínu og leita kynferðislegrar fullnægju hver með annarri.
δια τουτο παρεδωκεν αυτους ο θεος εις παθη ατιμιας αι τε γαρ θηλειαι αυτων μετηλλαξαν την φυσικην χρησιν εις την παρα φυσιν
27 Sama er að segja um karlmennina. Í stað þess að hafa eðlileg mök við konurnar, brenna þeir af girnd hver til annars og lifa í skömm hver með öðrum. Af þessu hafa þeir uppskorið þá bölvun sem þeir eiga sannarlega skilið.
ομοιως τε και οι αρρενες αφεντες την φυσικην χρησιν της θηλειας εξεκαυθησαν εν τη ορεξει αυτων εις αλληλους αρσενες εν αρσεσιν την ασχημοσυνην κατεργαζομενοι και την αντιμισθιαν ην εδει της πλανης αυτων εν εαυτοις απολαμβανοντες
28 Þar eð mennirnir höfnuðu Guði með þessum hætti og vildu ekki við hann kannast, lét hann þá fara sína leið, svo að þeir gætu gert allt það sem illska þeirra gat fundið upp á.
και καθως ουκ εδοκιμασαν τον θεον εχειν εν επιγνωσει παρεδωκεν αυτους ο θεος εις αδοκιμον νουν ποιειν τα μη καθηκοντα
29 Og þeir urðu ranglátir, vondir, ágjarnir, hatursfullir, öfundsjúkir, manndráparar, þrasgjarnir, lygnir og bitrir.
πεπληρωμενους παση αδικια πορνεια πονηρια πλεονεξια κακια μεστους φθονου φονου εριδος δολου κακοηθειας ψιθυριστας
30 Þeir tala illa hver um annan og hata Guð, eru hrokafullir, gorta af sjálfum sér, finna sífellt upp á nýjum leiðum til að syndga og eru foreldrum sínum óhlýðnir.
καταλαλους θεοστυγεις υβριστας υπερηφανους αλαζονας εφευρετας κακων γονευσιν απειθεις
31 Þeir misskilja hver annan, eru heimskir, óáreiðanlegir, kærleikslausir og miskunnarlausir.
ασυνετους ασυνθετους αστοργους ασπονδους ανελεημονας
32 Þeir vita vel að fyrir þessa glæpi hefur Guð kveðið upp yfir þeim dauðadóm en samt halda þeir áfram á sömu braut og hvetja aðra til að gera hið sama.
οιτινες το δικαιωμα του θεου επιγνοντες οτι οι τα τοιαυτα πρασσοντες αξιοι θανατου εισιν ου μονον αυτα ποιουσιν αλλα και συνευδοκουσιν τοις πρασσουσιν