< Opinberun Jóhannesar 6 >

1 Nú sá ég að lambið rauf fyrsta innsiglið af bókinni og opnaði hana. Þá sagði ein af verunum fjórum, og rödd hennar líktist þrumugný: „Kom þú!“
And I saw when the Lamb opened one of the seals, and I heard one of the four animate beings saying, as with a voice of thunder, Come and see.
2 Ég sá hvítan hest og sá sem á honum sat hafði boga og honum var fengin kóróna. Síðan reið hann út til að vinna mikla sigra.
And I saw, and behold a white horse; and He that sat upon it had a bow, and a crown was given Him, and He went forth conquering and to conquer.
3 Þegar lambið rauf annað innsiglið sagði önnur veran: „Kom þú!“
And when He opened the second seal, I heard the second animal saying, Come and see.
4 Í þetta skipti kom rauður hestur í ljós. Þeim sem hann sat var fengið langt sverð, og auk þess gefið vald til að spilla friði og leiða ógnaröld yfir jörðina. Þá blossuðu upp styrjaldir og menn voru teknir af lífi.
And there came out another horse, which was red: and it was given to him, that sat upon it, to take peace from the earth, that they should kill one another: and there was given him a great sword.
5 Þegar lambið hafði rofið þriðja innsiglið, heyrði ég þriðju veruna segja: „Kom þú!“Þá sá ég svartan hest og hélt knapi hans á vog í hendi sér.
And when He opened the third seal, I heard the third animal say, Come and see. And I beheld, and lo, a black horse, and he that sat upon it had a balance in his hand.
6 Þá heyrðist rödd mitt á milli veranna fjögurra, sem sagði: „Brauðið kostar daglaun og þrjú pund af byggi kosta daglaun, en láttu olíuna og vínið standa í stað.“
And I heard a voice in the midst of the four animals saying, One measure of wheat for a denary, and but three measures of barley for a denary: but see that thou hurt not the oil and the wine.
7 Þegar fjórða innsiglið rofnaði heyrði ég fjórðu veruna segja: „Kom þú!“
And when He opened the fourth seal, I heard the voice of the fourth animal saying, Come and see.
8 Þá sá ég fölbleikan hest og sá sem hann sat hét Dauði. Á hæla hans kom annar hestur og hét knapi hans Hel. Þeim var gefið vald yfir fjórðungi jarðarinnar, svo að þeir gætu eytt lífi með styrjöldum, hungursneyðum, drepsóttum og villidýrum. (Hadēs g86)
And I saw, and behold a pale horse, and the name of him that sat upon it was Death, and Hades followed him: and power was given them to slay a fourth part of the earth, by sword, and by famine, and by pestilence, and by wild beasts. (Hadēs g86)
9 Þegar lambið hafði rofið fimmta innsiglið, sá ég altari og fyrir neðan það voru sálir þeirra, sem deyddir höfðu verið fyrir að predika orð Guðs og fyrir vitnisburð sinn.
And when He opened the fifth seal, I saw under the altar the souls of those that had been slain for the word of God, and for the testimony which they maintained.
10 Þessir hrópuðu hárri röddu til Drottins og sögðu: „Konungur konunganna, þú sem ert sannur og heilagur, hvað mun líða langur tími þar til þú dæmir íbúa jarðarinnar fyrir það sem þeir hafa gert okkur? Hvenær ætlar þú að hefna blóðs okkar á þeim sem lifa á jörðinni?“
And they cried with a loud voice, saying, How long, O Lord, holy and true, dost thou not judge and avenge our blood on those that dwell upon the earth?
11 Hver þeirra um sig fékk nú hvíta skikkju og var þeim sagt að hvílast enn um stund eða þar til bræður þeirra, sem einnig þjóna Jesú, væru dánir fyrir trú sína og hefðu slegist í hóp þeirra.
And white robes were given to each of them, and it was told them to rest a little while longer, till the number of their fellow-servants, and their brethren that should be killed as they were, should be complete.
12 Nú sá ég lambið brjóta sjötta innsiglið. Þá varð mikill jarðskjálfti, sólin myrkvaðist og varð lík svörtu klæði og tunglið varð blóðrautt.
And I saw when He opened the sixth seal, and behold there was a great earthquake, and the sun became black as sack-cloth of hair, and the moon was red as blood;
13 Þá virtust stjörnur himinsins hrapa til jarðar – eins og þegar grænar fíkjur falla af fíkjutré, sem hristist í vindi.
and the stars of heaven fell to the earth, as a fig-tree droppeth it's unripe figs, when shaken by a strong wind;
14 Himinhvolfið sviptist burt líkt og þegar blöð eru vafin saman, og fjöll og eyjar færast úr stað.
and the heaven passed away as a book rolled up, and every mountain and island were moved out of their places:
15 Þá földu konungar jarðarinnar sig í hellum og klettum fjallanna, ásamt leiðtogum heimsins, auðmönnum hans, herforingjum og öllum öðrum, háum og lágum, frjálsum og ánauðugum.
and the kings of the earth, and the grandees, and the rich men, and the chief captains, and the mighty men, and every slave, and every free man, hid themselves in the caverns and in the rocks of the mountains;
16 Og þeir hrópuðu til fjallanna og grátbændu þau: „Hrynjið yfir okkur og felið okkur fyrir ásjónu hans sem situr í hásætinu, og fyrir reiði lambsins,
and said to the mountains and to the rocks, "Fall upon us, and hide us from the face of Him that sitteth on the throne, and from the wrath of the Lamb:
17 því að nú er dagur reiðinnar runninn upp, og hver fær þá staðist?“
for the great day of his wrath is come, and who can stand before Him?"

< Opinberun Jóhannesar 6 >