< Opinberun Jóhannesar 21 >
1 Eftir þetta sá ég nýjan himin og nýja jörð. Hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og höfin voru ekki lengur til.
And I sawe a newe heven and a newe erth For the fyrst heven and the fyrst erth were vanysshed awaye and there was no more see.
2 Þá sá ég, Jóhannes, borgina helgu, hina nýju Jerúsalem! Hún kom niður af himninum frá Guði. Þetta var dýrleg sjón! Borgin var fögur eins og brúður á brúðkaupsdegi.
And I Iho sawe that holy cite newe Ierusalem come doune from God oute of heven prepared as a bryde garnysshed for hyr husband.
3 Þá heyrði ég kallað hárri röddu frá hásætinu: „Sjá! Bústaður Guðs er meðal mannanna. Hann mun búa hjá þeim og þeir munu verða fólk hans – Guð mun sjálfur vera hjá þeim.
And I herde a grett voyce out of heaven sayinge: beholde the tabernacle of God is with men and he will dwell with the And they shalbe his people and God him sylffe shalbe with the and be their god.
4 Hann mun strjúka hvert tár af augum þeirra og dauðinn mun ekki framar verða til. Þar verður engin sorg, enginn grátur og engin kvöl, allt slíkt er horfið og kemur aldrei aftur.“
And God shall wype awaye all teares fro their eyes. And there shalbe nomore deeth nether sorowe nether cryinge nether shall there be eny more payne for the olde thynges are gone.
5 Þá sagði sá sem í hásætinu sat: „Sjá, ég geri alla hluti nýja!“Síðan sagði hann við mig: „Nú skaltu skrifa, því að þessi orð eru sönn:
And he that sate apon the seate sayde: Behold I make all thynges newe. And he sayde vnto me: wryte for these wordes are faythfull and true.
6 Það er fullkomnað! Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég gef þeim ókeypis, sem þyrstur er, lífsins vatn.
And he sayde vnto me: it is done I am Alpha and Omega the begynnynge and the ende. I will geve to him yt is a thyrst of the well of the water of lyfe fre.
7 Þeir sem sigra, munu erfa blessunina og ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera börnin mín.
He that overcometh shall inheret all thynges and I will be his God and he shalbe my sonne.
8 Eldsdíkið sem logar af brennisteini, er staðurinn fyrir bleyður sem snúa við mér bakinu, þá sem eru mér ótrúir, hrakmenni, morðingja, saurlífismenn, þá sem hafa samskipti við illu andana, skurðgoðadýrkendur og alla þá sem iðka lygi – þar er hinn annar dauði.“ (Limnē Pyr )
But the fearefull and vnbelevynge and the abhominable and murdrers and whormongers and sorcerers and ydolaters and all lyars shall have their parte in the lake which burnyth with fyre and brymstone which is the seconde deth. (Limnē Pyr )
9 Þá kom einn af englunum sjö, sem tæmt höfðu skálarnar með síðustu sjö plágunum, og sagði við mig: „Komdu með mér og ég skal sýna þér brúðina, eiginkonu lambsins.“
And there cam vnto me one of the vii. angels which had the vii. vyals full of the vii. laste plages: and talked with me sayinge: come hydder I will shewe the the bryde the lambes wyfe.
10 Ég sá í sýninni að hann fór með mig upp á hátt fjall og þaðan sá ég borgina dýrlegu, hina heilögu Jerúsalem, koma niður af himni frá Guði.
And he caryed me awaye in the sprete to a grett and an hye mountayne and he shewed me the grett cite holy Ierusalem descendinge out of heven fro God
11 Hún var full af dýrð Guðs og glóði eins og gimsteinn. Það glampaði á hana eins og slípaðan jaspis.
havynge the brightnes of God. And her shynynge was lyke vnto a stone moste precious even a Iaspar cleare as cristall:
12 Múrarnir voru háir og breiðir og tólf englar gættu hliðanna tólf, sem á þeim voru. Nöfn hinna tólf ættkvísla Ísraels voru rituð á hliðin.
and had walles grett and hye and had xii gates and at the gates xii. angels: and names written which are the xii. trybes of Israell:
13 Borgin hafði fjórar hliðar og voru þrír inngangar á hverri hlið, en hliðarnar sneru í norður, suður, austur og vestur.
on the est parte iii gatis and on the north syde iii gates and to wardes the south iii gates and from the west iii gates:
14 Múrarnir höfðu tólf undirstöðusteina og á þá voru rituð nöfn hinna tólf postula lambsins.
and the wall of the cite had xii foundacions and in them the names of the lambes. xii. Apostles.
15 Engillinn hélt á mælistiku í annarri hendinni og ætlaði að mæla hlið og veggi borgarinnar.
And he that talked with me had a golden read to measure the cite with all and the gates therof and the wall therof.
16 Þegar hann hafði lokið því sá hann að borgin var ferhyrnd, hliðarnar voru allar jafnlangar, reyndar var hún líkust teningi því að hæðin sem var 2.400 kílómetrar, var jöfn lengdinni og breiddinni.
And the cite was bylt iiii. square and the length was as large as the bredth of it and he measured the cite with the rede. xii M. fur longes: and the lenght and the bredth and ye heyth of it were equall.
17 Síðan mældi hann þykkt veggjanna og komst þá að því að þeir voru 65 metrar í þvermál (engillinn kallaði til mín þessi mál og notaði mælieiningar sem allir þekkja).
And he measured the wall therof. an cxliiii. cubittes: the measure that ye angell had was after the measure that man vseth.
18 Sjálf var borgin úr skíru og gegnsæju gulli, líkustu gleri. Múrinn var úr jaspis og byggður á tólf lögum undirstöðusteina og var hvert þeirra um sig skreytt þessum gimsteinum: Hið fyrsta jaspis, annað safír, þriðja kalsedón, fjórða smaragð, fimmta sardónix, sjötta sardis, sjöunda krýsólít, áttunda beryl, níunda tópas, tíunda krýsópras, ellefta hýasint og tólfta ametýst.
And the byldinge of the wall of it was of iaspar. And the cite was pure gold lyke vnto cleare glasse
and the foundacions of the wall of ye cite was garnisshed with all maner of precious stones The fyrste foundacion was iaspar the seconde saphyre the thyrde a calcedony the fourth an emeralde:
the fyft sardonix: the sixt sardeos: the seventh crysolite the ayght berall: the nynth a topas: the tenth a crysoprasos: the eleventh a iacyncte: the twelfe an amatist.
21 Hliðin tólf voru úr perlum – hvert um sig úr einni perlu. Aðalgatan var úr skíru gegnsæju gulli sem líktist gleri.
The xii. gates were xii pearles every gate was of one pearle and the strete of the cite was pure golde as thorowe shynynge glasse.
22 Musteri sá ég ekkert í borginni, því að Drottinn Guð hinn almáttki og lambið eru tilbeðin um alla borgina.
And there was no temple therin. For the lord god allmyghty and the lambe are the temple of it
23 Borgin þarf hvorki á sólarljósi né tunglskini að halda, því að dýrð Guðs og lambsins lýsa hana upp.
and the cite hath no nede of the sonne nether of the mone to lyghten it. For the bryghtnes of God dyd light it: and the lambe was the light of it.
24 Ljós hennar mun lýsa þjóðum jarðarinnar og konungar jarðarinnar munu koma og færa henni dýrð sína.
And the people which are saved shall walke in the light of it: and the kynges of the erth shall brynge their glory vnto it.
25 Hliðunum er aldrei lokað, þau standa opin allan daginn, því að nótt þekkist þar ekki.
And ye gates of it are not shut by daye. For there shalbe no nyght there.
26 Menn munu færa borginni dýrð og vegsemd þjóðanna
27 og ekkert illt mun komast inn í hana – engin illmenni eða lygarar. Þar munu þeir einir verða, sem eiga nöfnin sín innrituð í lífsbók lambsins.
And there shall entre into it none vnclene thynge: nether what soever worketh abhominacion: or maketh lyes: but they only which are wrytten in the lambes boke of lyfe.