< Opinberun Jóhannesar 20 >

1 Eftir þetta sá ég engil koma frá himni og hélt hann á lykli sem gekk að undirdjúpunum. Auk þess hafði hann meðferðis þunga hlekki. (Abyssos g12)
And I saw an Angel, descending from heaven, holding in his hand the key of the abyss and a great chain. (Abyssos g12)
2 Hann greip drekann, gamla höggorminn, djöfulinn, – Satan – hlekkjaði hann
And he apprehended the dragon, the ancient serpent, who is the devil and Satan, and he bound him for a thousand years.
3 og fleygði honum í botnlausa hyldýpið. Síðan lokaði hann því og læsti og þar varð Satan að dúsa í þúsund ár. Þetta gerði engillinn til þess að Satan gæti ekki leitt þjóðirnar afvega fyrr en að þessum þúsund árum liðnum, en þá átti að láta hann lausan í stuttan tíma. (Abyssos g12)
And he cast him into the abyss, and he closed and sealed it, so that he would no longer seduce the nations, until the thousand years are completed. And after these things, he must be released for a brief time. (Abyssos g12)
4 Eftir þetta sá ég hásæti, sem í sátu einhverjir er fengið höfðu vald til að dæma. Ég sá sálir þeirra sem líflátnir höfðu verið fyrir að vitna um Jesú og predika Guðs orð. Þeir höfðu hvorki tilbeðið dýrið né líkneski þess né heldur fengið merki þess á enni sín eða hendur. Þessir höfðu vaknað aftur til lífsins og nú ríktu þeir með Kristi í þúsund ár.
And I saw thrones. And they sat upon them. And judgment was given to them. And the souls of those beheaded because of the testimony of Jesus and because of the Word of God, and who did not adore the beast, nor his image, nor accept his character on their foreheads or on their hands: they lived and they reigned with Christ for a thousand years.
5 Þetta er fyrri upprisan. Aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru á enda.
The rest of the dead did not live, until the thousand years are completed. This is the First Resurrection.
6 Blessaðir og heilagir eru þeir, sem hlut eiga í fyrri upprisunni, því hinn annar dauði hefur ekkert vald yfir þeim. Þeir munu verða prestar Guðs og Krists og ríkja með honum í þúsund ár.
Blessed and holy is he who takes part in the First Resurrection. Over these the second death has no power. But they shall be priests of God and of Christ, and they shall reign with him for a thousand years.
7 Að þúsund árum liðnum mun Satan verða leystur úr haldi.
And when the thousand years will have been completed, Satan shall be released from his prison,
8 Þá mun hann fara af stað til að leiða þjóðirnar afvega um alla jörðina og stefna þeim saman, ásamt Gog og Magog, til stríðs.
and he will go out and seduce the nations which are upon the four quarters of the earth, Gog and Magog. And he will gather them together for battle, those whose number is like the sand of the sea.
9 Mikill grúi mun safnast saman á sléttunni miklu og umkringja fólk Guðs og Jerúsalem, borgina elskuðu. En Guð mun láta eld falla af himni yfir árásarliðið og eyða því.
And they climbed across the breadth of the earth, and they encompassed the camp of the Saints and the Beloved City. And fire from God descended from heaven and devoured them.
10 Þá mun djöflinum, honum sem leiddi þjóðirnar afvega, aftur verða fleygt í díkið, sem logar af eldi og brennisteini, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn og þessir munu kveljast dag og nótt um alla eilífð. (aiōn g165, Limnē Pyr g3041 g4442)
And the devil, who seduced them, was cast into the pool of fire and sulphur, where both the beast and the false prophetess shall be tortured, day and night, forever and ever. (aiōn g165, Limnē Pyr g3041 g4442)
11 Eftir þetta sá ég stórt, hvítt hásæti og þann sem í því sat. Jörðin og himinhvolfið hurfu fyrir augliti hans, svo að þau sáust ekki.
And I saw a great white throne, and One sitting upon it, from whose sight earth and heaven fled, and no place was found for them.
12 Síðan sá ég hina dauðu, bæði stóra og smáa, þar sem þeir stóðu frammi fyrir Guði. Bækurnar voru opnaðar, þar á meðal bók lífsins, og hinir dauðu voru dæmdir eftir því sem skráð var í bókunum, hver og einn eftir verkum sínum.
And I saw the dead, great and small, standing in view of the throne. And books were opened. And another Book was opened, which is the Book of Life. And the dead were judged by those things that had been written in the books, according to their works.
13 Höfin skiluðu aftur þeim sem þar voru geymdir og jörðin og undirheimarnir þeim sem þar voru. Hver og einn var dæmdur samkvæmt verkum sínum. (Hadēs g86)
And the sea gave up the dead who were in it. And death and Hell gave up their dead who were in them. And they were judged, each one according to his works. (Hadēs g86)
14 Síðan var dauðanum og hel varpað í eldsdíkið. Þetta er hinn annar dauði: Eldsdíkið. (Hadēs g86, Limnē Pyr g3041 g4442)
And Hell and death were cast into the pool of fire. This is the second death. (Hadēs g86, Limnē Pyr g3041 g4442)
15 Sérhverjum þeim, sem ekki fannst skráður í lífsins bók, var fleygt í eldsdíkið. (Limnē Pyr g3041 g4442)
And whoever was not found written in the Book of Life was cast into the pool of fire. (Limnē Pyr g3041 g4442)

< Opinberun Jóhannesar 20 >