< Opinberun Jóhannesar 14 >
1 Eftir þetta sá ég lamb sem stóð á Síonfjalli í Jerúsalem og með því voru 144 þúsundir, sem höfðu nafn þess og föður þess skrifuð á enni sér.
I saw, and behold, the Lamb standing on Mount Zion, and with him a number, one hundred forty-four thousand, having his name and the name of his Father written on their foreheads.
2 Ég heyrði hljóð frá himnum, líkast miklum fossdrunum eða þrumum – þetta var kór sem söng við undirleik á hörpu.
I heard a sound from heaven like the sound of many waters and like the sound of a great thunder. The sound which I heard was like that of harpists playing on their harps.
3 Þessi stórkostlegi kór – en hann var 144.000 raddir – söng nýjan og dásamlegan söng frammi fyrir hásæti Guðs og frammi fyrir öldungunum tuttugu og fjórum. Enginn gat sungið þennan söng nema þessar 144 þúsundir, sem keyptar höfðu verið burt af jörðinni.
They sing a new song before the throne and before the four living creatures and the elders. No one could learn the song except the one hundred forty-four thousand, those who had been redeemed out of the earth.
4 Fólk þetta er endurleyst úr hópi mannanna og það er án syndar, sem hreinar meyjar. Það fylgir lambinu hvert sem það fer. Það er sem fórn, helguð Guði og lambinu,
These are those who were not defiled with women, for they are virgins. These are those who follow the Lamb wherever he goes. These were redeemed by Yeshua from among men, the first fruits to God and to the Lamb.
5 og hjá því er enga lygi að finna, það er gallalaust.
In their mouth was found no lie, for they are blameless.
6 Þá sá ég engil sem flaug um himininn. Hann var með eilífan gleðiboðskap til þeirra sem búa á jörðinni. Boðskapur þessi var ætlaður öllum þjóðum og þjóðarbrotum, öllum mönnum, hvaða tungumál sem þeir töluðu. (aiōnios )
I saw an angel flying in mid heaven, having an eternal Good News to proclaim to those who dwell on the earth—to every nation, tribe, language, and people. (aiōnios )
7 „Óttist Guð!“kallaði engillinn, „tignið nafn hans! Nú er stund dómsins runnin upp og hann er dómarinn! Tilbiðjið hann, því að hann skapaði himin, jörð og haf og allt sem í því er.“
He said with a loud voice, “Fear the Lord, and give him glory, for the hour of his judgment has come. Worship him who made the heaven, the earth, the sea, and the springs of waters!”
8 Á eftir þessum engli kom annar engill, sem flaug um himininn og sagði: „Babýlon – borgin mikla – er fallin, hún sem tældi þjóðir heimsins til að drekka vín sem mengað var óhreinleika og synd.“
Another, a second angel, followed, saying, “Babylon the great has fallen, which has made all the nations to drink of the wine of the wrath of her sexual immorality.”
9 Þá kom þriðji engillinn og hann kallaði: „Hver sá, sem tilbiður dýrið, sem reis upp úr hafinu, og líkneski þess og lætur setja merki þess á enni sitt eða hönd sína,
Another angel, a third, followed them, saying with a great voice, “If anyone worships the beast and his image, and receives a mark on his forehead or on his hand,
10 verður látinn drekka reiðivín Guðs – þetta vín er í reiðibikar Guðs og það er óblandað. Þeir sem það drekka, munu kvaldir í eldi og logandi brennisteini í augsýn heilagra engla og lambsins.
he also will drink of the wine of the wrath of God, which is prepared unmixed in the cup of his anger. He will be tormented with fire and sulfur in the presence of the holy angels and in the presence of the Lamb.
11 Reykurinn af kvölum þeirra mun stíga upp um alla eilífð. Þeir fá enga hvíld, hvorki dag né nótt, vegna þess að þeir tilbáðu dýrið og líkneski þess og eru merktir einkennisstöfum þess. (aiōn )
The smoke of their torment goes up forever and ever. They have no rest day and night, those who worship the beast and his image, and whoever receives the mark of his name. (aiōn )
12 Þetta ætti að hvetja börn Guðs til að gefast ekki upp, þótt þau mæti ofsóknum og erfiðleikum. Börn Guðs – hinir heilögu – eru þeir sem varðveita trúna á Jesú allt til enda og hlýða orðum hans.“
Here is the perseverance of the holy ones, those who keep the commandments of God and the faith of Yeshua.”
13 Nú heyrði ég rödd uppi yfir mér á himnum sem sagði: „Skrifaðu niður þessar setningar: Nú geta píslarvottarnir loksins gengið inn og tekið við launum sínum. Já, segir andi Guðs, blessun Guðs er yfir þeim, því að nú fá þeir að hvílast frá öllum sínum raunum og striti. Góðverk þeirra fylgja þeim til himins!“
I heard a voice from heaven saying, “Write, ‘Blessed are the dead who die in the Lord from now on.’” “Yes,” says the Spirit, “that they may rest from their labors, for their works follow with them.”
14 Þessi sýn hvarf, en nú sá ég hvítt ský og á því sat einhver sem líktist Jesú, mannssyninum. Á höfði bar hann kórónu úr skíra gulli og í hendinni hafði hann beitta sigð.
I looked, and saw a white cloud, and on the cloud one sitting like a son of man, having on his head a golden crown, and in his hand a sharp sickle.
15 Þá kom engill út úr musterinu og kallaði til hans: „Nú skaltu bregða sigðinni, því að uppskerutíminn er kominn og uppskera jarðarinnar er fullþroskuð.“
Another angel came out of the temple, crying with a loud voice to him who sat on the cloud, “Send your sickle and reap, for the hour to reap has come; for the harvest of the earth is ripe!”
16 Sá sem sat á skýinu brá þá sigðinni á jörðina og uppskerunni var safnað saman.
He who sat on the cloud thrust his sickle on the earth, and the earth was reaped.
17 Að þessu loknu kom annar engill út úr musterinu á himnum, hann hélt einnig á beittri sigð.
Another angel came out of the temple which is in heaven. He also had a sharp sickle.
18 Þá hrópaði engillinn, sem hefur vald til að eyða jörðinni í eldi, til engilsins með beittu sigðina og sagði: „Notaðu nú sigðina og skerðu vínþrúgurnar af vínviði jarðarinnar, því að þær eru fullþroska og hæfar til dóms.“
Another angel came out from the altar, he who has power over fire, and he called with a great voice to him who had the sharp sickle, saying, “Send your sharp sickle and gather the clusters of the vine of the earth, for the earth’s grapes are fully ripe!”
19 Engillinn brá þá sigðinni á jörðina og safnaði vínþrúgunum saman í hina miklu reiðivínpressu Guðs.
The angel thrust his sickle into the earth, and gathered the vintage of the earth and threw it into the great wine press of the wrath of God.
20 Í vínpressu þessari, sem er fyrir utan borgina, voru vínþrúgurnar síðan kramdar. Blóðflaumurinn frá vínpressunni varð um 300 kílómetra langur og svo djúpur að hann náði upp undir beisli hestanna.
The wine press was trodden outside of the city, and blood came out of the wine press, up to the bridles of the horses, as far as one thousand six hundred stadia.