< Opinberun Jóhannesar 13 >

1 Og drekinn nam staðar á ströndinni. Í sýn minni sá ég nú einkennilegt dýr, sem reis upp úr hafinu. Það hafði sjö höfuð og tíu horn og á hornunum voru tíu kórónur. Á hvert höfuð um sig voru skráð guðlöstunar nöfn. Nöfn þessi áttu að ögra Guði og smána hann.
Et stetit supra arenam maris. Et vidi de mari bestiam ascendentem habentem capita septem, et cornua decem, et super cornua ejus decem diademata, et super capita ejus nomina blasphemiæ.
2 Dýrið líktist hlébarða, en samt hafði það bjarnarfætur og ljónsgin. Drekinn gaf dýrinu mátt sinn, hásæti og mikið vald.
Et bestia, quam vidi, similis erat pardo, et pedes ejus sicut pedes ursi, et os ejus sicut os leonis. Et dedit illi draco virtutem suam, et potestatem magnam.
3 Ég sá að eitt höfuð dýrsins virtist helsært – en svo varð það alheilt! Allur heimurinn varð gagntekinn undrun og fylgdi dýrinu með óttablandinni lotningu.
Et vidi unum de capitibus suis quasi occisum in mortem: et plaga mortis ejus curata est. Et admirata est universa terra post bestiam.
4 Fólkið tilbað drekann fyrir að gefa dýrinu slíkt vald og það tilbað einnig þetta einkennilega dýr. „Hver getur jafnast á við það eða barist við það?“hrópuðu menn.
Et adoraverunt draconem, qui dedit potestatem bestiæ: et adoraverunt bestiam, dicentes: Quis similis bestiæ? et quis poterit pugnare cum ea?
5 Þá hvatti drekinn dýrið til að lastmæla Drottni, og hann gaf því vald til starfa á jörðinni í fjörutíu og tvo mánuði.
Et datum est ei os loquens magna et blasphemias: et data est ei potestas facere menses quadraginta duos.
6 Allan þann tíma formælti það nafni Guðs, musteri hans og öllum þeim sem á himni búa.
Et aperuit os suum in blasphemias ad Deum, blasphemare nomen ejus, et tabernaculum ejus, et eos qui in cælo habitant.
7 Drekinn gaf dýrinu vald til að berjast gegn mönnum Guðs og sigra þá, og til að stjórna öllum þjóðum og þjóðarbrotum, hvar sem er á jörðinni.
Et est datum illi bellum facere cum sanctis, et vincere eos. Et data est illi potestas in omnem tribum, et populum, et linguam, et gentem,
8 Og allir menn tilbáðu dýrið, allir þeir sem ekki höfðu verið skráðir í lífsbók lambsins frá upphafi heimsins – þess lambs sem slátrað var.
et adoraverunt eam omnes, qui inhabitant terram: quorum non sunt scripta nomina in libro vitæ Agni, qui occisus est ab origine mundi.
9 Sá sem hefur eyra, hann heyri!
Si quis habet aurem, audiat.
10 Sá, sem ætlað er að fara í útlegð, mun fara í útlegð og sá, sem ætlað er að falla fyrir sverði, verður felldur með sverði. Í þessu reynir á trú og þolgæði hinna kristnu.
Qui in captivitatem duxerit, in captivitatem vadet: qui in gladio occiderit, oportet eum gladio occidi. Hic est patientia, et fides sanctorum.
11 Nú sá ég annað undarlegt dýr, það kom upp úr jörðinni. Á höfði þess voru tvö lítil horn, eins og lambshorn, en rödd þess var ógnþrungin líkt og rödd drekans.
Et vidi aliam bestiam ascendentem de terra, et habebat cornua duo similia Agni, et loquebatur sicut draco.
12 Dýr þetta fer með allt vald fyrra dýrsins, sem læknaðist, og fær allan heiminn til að tilbiðja það.
Et potestatem prioris bestiæ omnem faciebat in conspectu ejus: et fecit terram, et habitantes in ea, adorare bestiam primam, cujus curata est plaga mortis.
13 Það vinnur ótrúleg kraftaverk. Það lætur til dæmis eld falla til jarðar af himni í augsýn allra.
Et fecit signa magna, ut etiam ignem faceret de cælo descendere in terram in conspectu hominum.
14 Með þessum kraftaverkum leiðir það íbúa heimsins í villu. Þegar fyrra dýrið er nálægt til að fylgjast með, getur hitt gert öll þessi furðuverk. Nú skipaði dýrið íbúum heimsins að búa til stóra styttu af fyrra dýrinu – því sem verið hafði sært, en læknast.
Et seduxit habitantes in terra propter signa, quæ data sunt illi facere in conspectu bestiæ, dicens habitantibus in terra, ut faciant imaginem bestiæ, quæ habet plagam gladii, et vixit.
15 Þegar því verki var lokið var dýrinu leyft að blása lífi í styttuna og láta hana tala. Styttan skipaði svo fyrir að hver sá, sem neitaði að tilbiðja hana, skyldi deyja!
Et datum est illi ut daret spiritum imagini bestiæ, et ut loquatur imago bestiæ: et faciat ut quicumque non adoraverint imaginem bestiæ, occidantur.
16 Styttan krafðist þess að allir, bæði stórir og smáir, ríkir og fátækir, ánauðugir og frjálsir, skyldu auðkenndir sérstöku merki á hægri hönd eða enni.
Et faciet omnes pusillos, et magnos, et divites, et pauperes, et liberos, et servos habere caracterem in dextera manu sua, aut in frontibus suis:
17 Sá sem ekki hafði þetta merki – sem var einkennisstafur eða nafn dýrsins – fékk enga vinnu og jafnvel ekki að versla í neinni búð.
et nequis possit emere, aut vendere, nisi qui habet caracterem, aut nomen bestiæ, aut numerum nominis ejus.
18 Þetta er erfitt að skilja, en þeir sem geta, reikni einkennisstafi dýrsins: Tala þess er 666.
Hic sapientia est. Qui habet intellectum, computet numerum bestiæ. Numerus enim hominis est: et numerus ejus sexcenti sexaginta sex.

< Opinberun Jóhannesar 13 >