< Opinberun Jóhannesar 13 >

1 Og drekinn nam staðar á ströndinni. Í sýn minni sá ég nú einkennilegt dýr, sem reis upp úr hafinu. Það hafði sjö höfuð og tíu horn og á hornunum voru tíu kórónur. Á hvert höfuð um sig voru skráð guðlöstunar nöfn. Nöfn þessi áttu að ögra Guði og smána hann.
Καὶ ἐστάθη ἐπὶ τὴν ἄμμον τῆς θαλάσσης. Καὶ εἶδον ἐκ τῆς θαλάσσης θηρίον ἀναβαῖνον, ἔχον κέρατα δέκα καὶ κεφαλὰς ἑπτά· καὶ ἐπὶ τῶν κεράτων αὐτοῦ δέκα διαδήματα, καὶ ἐπὶ τὰς κεφαλὰς αὐτοῦ ὀνόματα βλασφημίας.
2 Dýrið líktist hlébarða, en samt hafði það bjarnarfætur og ljónsgin. Drekinn gaf dýrinu mátt sinn, hásæti og mikið vald.
καὶ τὸ θηρίον ὃ εἶδον ἦν ὅμοιον παρδάλει, καὶ οἱ πόδες αὐτοῦ ὡς ἄρκου, καὶ τὸ στόμα αὐτοῦ ὡς στόμα λέοντος. καὶ ἔδωκεν αὐτῷ ὁ δράκων τὴν δύναμιν αὐτοῦ, καὶ τὸν θρόνον αὐτοῦ, καὶ ἐξουσίαν μεγάλην·
3 Ég sá að eitt höfuð dýrsins virtist helsært – en svo varð það alheilt! Allur heimurinn varð gagntekinn undrun og fylgdi dýrinu með óttablandinni lotningu.
καὶ μίαν ἐκ τῶν κεφαλῶν αὐτοῦ ὡς ἐσφαγμένην εἰς θάνατον· καὶ ἡ πληγὴ τοῦ θανάτου αὐτοῦ ἐθεραπεύθη, καὶ ἐθαυμάσθη ὅλῃ τῇ γῇ ὀπίσω τοῦ θηρίου.
4 Fólkið tilbað drekann fyrir að gefa dýrinu slíkt vald og það tilbað einnig þetta einkennilega dýr. „Hver getur jafnast á við það eða barist við það?“hrópuðu menn.
καὶ προσεκύνησαν τῷ δράκοντι ὅτι ἔδωκεν τὴν ἐξουσίαν τῷ θηρίῳ, καὶ προσεκύνησαν τῷ θηρίῳ, λέγοντες, Τίς ὅμοιος τῷ θηρίῳ; καὶ τίς δύναται πολεμῆσαι μετ᾽ αὐτοῦ;
5 Þá hvatti drekinn dýrið til að lastmæla Drottni, og hann gaf því vald til starfa á jörðinni í fjörutíu og tvo mánuði.
καὶ ἐδόθη αὐτῷ στόμα λαλοῦν μεγάλα καὶ βλασφημίας· καὶ ἐδόθη αὐτῷ ἐξουσία ποιῆσαι μῆνας τεσσεράκοντα δύο·
6 Allan þann tíma formælti það nafni Guðs, musteri hans og öllum þeim sem á himni búa.
καὶ ἤνοιξεν τὸ στόμα αὐτοῦ εἰς βλασφημίας πρὸς τὸν θεόν, βλασφημῆσαι τὸ ὄνομα αὐτοῦ, καὶ τὴν σκηνὴν αὐτοῦ, τοὺς ἐν τῷ οὐρανῷ σκηνοῦντας.
7 Drekinn gaf dýrinu vald til að berjast gegn mönnum Guðs og sigra þá, og til að stjórna öllum þjóðum og þjóðarbrotum, hvar sem er á jörðinni.
καὶ ἐδόθη αὐτῷ ποιῆσαι πόλεμον μετὰ τῶν ἁγίων, καὶ νικῆσαι αὐτούς· καὶ ἐδόθη αὐτῷ ἐξουσία ἐπὶ πᾶσαν φυλὴν καὶ λαὸν καὶ γλῶσσαν καὶ ἔθνος.
8 Og allir menn tilbáðu dýrið, allir þeir sem ekki höfðu verið skráðir í lífsbók lambsins frá upphafi heimsins – þess lambs sem slátrað var.
Καὶ προσκυνήσουσιν αὐτὸν πάντες οἱ κατοικοῦντες ἐπὶ τῆς γῆς, οὗ οὐ γέγραπται τὸ ὄνομα αὐτοῦ ἐν τῷ βιβλίῳ τῆς ζωῆς τοῦ ἀρνίου τοῦ ἐσφαγμένου, ἀπὸ καταβολῆς κόσμου.
9 Sá sem hefur eyra, hann heyri!
εἴ τις ἔχει οὖς, ἀκουσάτω.
10 Sá, sem ætlað er að fara í útlegð, mun fara í útlegð og sá, sem ætlað er að falla fyrir sverði, verður felldur með sverði. Í þessu reynir á trú og þolgæði hinna kristnu.
εἴ τις εἰς αἰχμαλωσίαν ὑπάγει· εἴ τις ἐν μαχαίρῃ ἀποκτενεῖ, δεῖ αὐτὸν ἐν μα χαίρῃ ἀποκτανθῆναι· ὧδέ ἐστιν ἡ ὑπομονὴ καὶ ἡ πίστις τῶν ἁγίων.
11 Nú sá ég annað undarlegt dýr, það kom upp úr jörðinni. Á höfði þess voru tvö lítil horn, eins og lambshorn, en rödd þess var ógnþrungin líkt og rödd drekans.
Καὶ εἶδον ἄλλο θηρίον ἀναβαῖνον ἐκ τῆς γῆς, καὶ εἶχεν κέρατα δύο ὅμοια ἀρνίῳ, καὶ ἐλάλει ὡς δράκων.
12 Dýr þetta fer með allt vald fyrra dýrsins, sem læknaðist, og fær allan heiminn til að tilbiðja það.
καὶ τὴν ἐξουσίαν τοῦ πρώτου θηρίου πᾶσαν ποιεῖ ἐνώπιον αὐτοῦ· καὶ ποιεῖ τὴν γῆν καὶ τοὺς ἐν αὐτῇ κατοικοῦντας ἵνα προσκυνήσουσιν τὸ θηρίον τὸ πρῶτον, οὗ ἐθεραπεύθη ἡ πληγὴ τοῦ θανάτου αὐτοῦ·
13 Það vinnur ótrúleg kraftaverk. Það lætur til dæmis eld falla til jarðar af himni í augsýn allra.
καὶ ποιεῖ σημεῖα μεγάλα, ἵνα καὶ πῦρ ποιῇ ἐκ τοῦ οὐρανοῦ καταβαίνειν εἰς τὴν γῆν ἐνώπιον τῶν ἀνθρώπων.
14 Með þessum kraftaverkum leiðir það íbúa heimsins í villu. Þegar fyrra dýrið er nálægt til að fylgjast með, getur hitt gert öll þessi furðuverk. Nú skipaði dýrið íbúum heimsins að búa til stóra styttu af fyrra dýrinu – því sem verið hafði sært, en læknast.
καὶ πλανᾷ τοὺς κατοικοῦντας ἐπὶ τῆς γῆς, διὰ τὰ σημεῖα ἃ ἐδόθη αὐτῷ ποιῆσαι ἐνώπιον τοῦ θηρίου, λέγων τοῖς κατοικοῦσιν ἐπὶ τῆς γῆς, ποιῆσαι εἰκόνα τῷ θηρίῳ ὃς ἔχει τὴν πληγὴν τῆς μαχαίρης καὶ ἔζησεν.
15 Þegar því verki var lokið var dýrinu leyft að blása lífi í styttuna og láta hana tala. Styttan skipaði svo fyrir að hver sá, sem neitaði að tilbiðja hana, skyldi deyja!
καὶ ἐδόθη αὐτῷ δοῦναι πνεῦμα τῇ εἰκόνι τοῦ θηρίου, ἵνα καὶ λαλήσῃ ἡ εἰκὼν τοῦ θηρίου, καὶ ποιήσῃ, ἵνα ὅσοι ἐὰν μὴ προσκυνήσωσιν τῇ εἰκόνι τοῦ θηρίου, ἀποκτανθῶσιν.
16 Styttan krafðist þess að allir, bæði stórir og smáir, ríkir og fátækir, ánauðugir og frjálsir, skyldu auðkenndir sérstöku merki á hægri hönd eða enni.
καὶ ποιεῖ πάντας, τοὺς μικροὺς καὶ τοὺς μεγάλους, καὶ τοὺς πλουσίους καὶ τοὺς πτωχούς, καὶ τοὺς ἐλευθέρους καὶ τοὺς δούλους, ἵνα δῶσιν αὐτοῖς χάραγμα ἐπὶ τῆς χειρὸς αὐτῶν τῆς δεξιᾶς, ἢ ἐπὶ τὸ μέτωπον αὐτῶν,
17 Sá sem ekki hafði þetta merki – sem var einkennisstafur eða nafn dýrsins – fékk enga vinnu og jafnvel ekki að versla í neinni búð.
καὶ ἵνα μήτις δύνηται ἀγοράσαι ἢ πωλῆσαι, εἰ μὴ ὁ ἔχων τὸ χάραγμα, τὸ ὄνομα τοῦ θηρίου, ἢ τὸν ἀριθμὸν τοῦ ὀνόματος αὐτοῦ.
18 Þetta er erfitt að skilja, en þeir sem geta, reikni einkennisstafi dýrsins: Tala þess er 666.
Ὧδε ἡ σοφία ἐστίν. ὁ ἔχων νοῦν, ψηφισάτω τὸν ἀριθμὸν τοῦ θηρίου· ἀριθμὸς γὰρ ἀνθρώπου ἐστίν, καὶ ὁ ἀριθμὸς αὐτοῦ ἐστὶν χξϛʹ.

< Opinberun Jóhannesar 13 >