< Opinberun Jóhannesar 12 >
1 Nú sá ég mikla sýn á himnum og var hún tákn hins ókomna. Ég sá konu sem klæddist ljóma sólarinnar og hafði tunglið undir fótum. Hún bar kórónu með tólf stjörnum á höfðinu.
And a great sign was seen in the sky: a woman clothed with the sun, and the moon under her feet, and on her head a garland of twelve stars,
2 Hún var þunguð og hljóðaði af sársauka, því að komið var að fæðingu.
and having [a child] in [her] womb she cries out, travailing and being in pain to bring forth.
3 Allt í einu birtist rauður dreki. Hann hafði sjö höfuð, tíu horn og kórónu á hverju höfði.
And there was seen another sign in the sky, and behold, a great fire-colored dragon, having seven heads and ten horns, and seven crowns on his heads,
4 Hann dró á eftir sér þriðjung stjarnanna á halanum og fleygði þeim niður á jörðina. Síðan nam hann staðar frammi fyrir konunni sem var að því komin að fæða. Hann var reiðubúinn að gleypa barnið jafnskjótt og það sæi dagsins ljós.
and his tail draws the third of the stars of the sky, and he cast them to the earth; and the dragon stood before the woman who is about to bring forth, that when she may bring forth, he may devour her child;
5 Og konan fæddi dreng. Þessum dreng var ætlað að stjórna öllum þjóðum með voldugri hendi og því var hann hrifinn upp til Guðs – að hásæti hans.
and she brought forth a male son, who is about to rule all the nations with a rod of iron, and her child was snatched up to God and to His throne,
6 En konan flýði út í eyðimörkina, þar sem Guð hafði búið henni stað, og þar yrði hennar gætt í 1.260 daga.
and the woman fled into the wilderness, where she has a place made ready from God, that there they may nourish her—one thousand, two hundred, sixty days.
7 Þá hófst stríð á himni: Mikael stjórnaði englum Guðs og barðist við drekann og alla þá hirð fallinna engla sem honum fylgdi.
And there came war in Heaven: Michael and his messengers warred against the dragon, and the dragon and his messengers warred,
8 Drekinn beið ósigur og var rekinn burt af himnum.
and they did not prevail, nor was their place found anymore in Heaven;
9 Honum var síðan fleygt niður til jarðar, ásamt öllum her sínum. Þessi voldugi dreki er gamli höggormurinn, sem kallast djöfull eða Satan, og það er hann sem leiðir allan heiminn afvega.
and the great dragon was cast forth—the old serpent, who is called “Devil,” and “Satan,” who is leading the whole world astray—he was cast forth to the earth, and his messengers were cast forth with him.
10 Þá heyrði ég hrópað hárri röddu um himininn: „Loksins! Loksins er hjálpræði Guðs komið, svo og máttur, ríki og vald Krists. Þeim sem ákærði okkur, dag og nótt frammi fyrir Guði, hefur nú verið varpað af himnum og niður til jarðar.
And I heard a great voice saying in Heaven, “Now came the salvation, and the power, and the kingdom, of our God, and the authority of His Christ, because the accuser of our brothers was cast down, who is accusing them before our God day and night;
11 Þeir sigruðu hann með blóði lambsins og vitnisburði sínum. Þeir elskuðu ekki eigið líf, heldur gáfu það lambinu.
and they overcame him because of the blood of the Lamb, and because of the word of their testimony, and they did not love their life—to death;
12 Gleðjist, himnar, og þið sem í þeim búið! Fagnið og verið glaðir! En þið, íbúar jarðarinnar, vei ykkur: Djöfullinn er stiginn niður til ykkar í miklum móði, því að hann veit að hann hefur nauman tíma.“
because of this be glad, you heavens, and those who dwell in them; woe to those inhabiting the earth and the sea, because the Devil went down to you, having great wrath, having known that he has [a] short time.”
13 Þegar drekinn sá að honum hafði verið varpað niður á jörðina, ofsótti hann konuna sem fætt hafði barnið.
And when the dragon saw that he was cast forth to the earth, he pursued the woman who brought forth the male,
14 En konunni voru gefnir tveir vængir, eins stórir og arnarvængir, svo að hún gæti flogið út í auðnina, til þess staðar sem henni var búinn, og þar var hennar gætt fyrir höggorminum – drekanum – í þrjú og hálft ár.
and there were given to the woman two wings of the great eagle, that she may fly into the wilderness, to her place, where she is nourished a time, and times, and half a time, from the face of the serpent;
15 Drekinn spýtti miklu vatnsflóði á eftir konunni og átti það að hrífa hana með sér.
and the serpent cast forth out of his mouth water as a river after the woman, that he may cause her to be carried away by the river,
16 En jörðin kom henni til hjálpar með því að opna munn sinn og svelgja flóðið.
and the earth helped the woman, and the earth opened its mouth and swallowed up the river that the dragon cast forth out of his mouth;
17 Þá varð drekinn óður og hélt brott til þess að ráðast á önnur börn hennar – öll þau sem halda boðorð Guðs og játa trú á Jesú.
and the dragon was angry against the woman, and went away to make war with the rest of her seed, those keeping the commands of God, and having the testimony of Jesus.