< Sálmarnir 96 >
1 Syngið Drottni nýjan söng! Syngið þann söng um alla jörðina!
2 Syngið um velgjörðir hans, lofið nafn hans. Kunngerið hjálpráð hans dag eftir dag.
3 Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, – allra þjóða. Kunngerið öllum dásemdarverk hans.
4 Því að Drottinn er mikill og mjög vegsamlegur. Hann einn er sá Guð sem rétt er að tilbiðja.
5 Þjóðirnar tilbiðja falsguði eina, en okkar Guð hefur skapað himininn!
6 Hann er umvafinn heiðri og dýrð, styrkur og fegurð fylla musteri hans.
7 Þið kynkvíslir jarðar, játið Drottni heiður og dýrð.
8 Heiðrið hann eins og skyldugt er! Berið fram fórnina og tilbiðjið hann.
9 Tilbiðjið Drottin í heilagleik og heiðri. Allur heimurinn skjálfi fyrir augliti hans.
10 Kunngjörið þjóðunum að Drottinn er konungur. Hann ríkir yfir alheimi. Hann er skapari jarðar og mun dæma allar þjóðir með réttvísi.
11 Himnarnir gleðjist og jörðin kætist og brimgnýr hafsins boði tign hans og mátt.
12 Ávöxtur jarðar vitnar um dýrð hans og þytur trjánna lofar hann.
13 Því að Drottinn mun dæma heiminn með réttvísi og þjóðirnar eftir trúfesti sinni!