< Sálmarnir 89 >

1 Ég vil syngja um miskunn Drottins að eilífu! Ungir sem gamlir skulu fá að heyra um trúfesti þína.
Intellectus Ethan Ezrahitæ. [Misericordias Domini in æternum cantabo; in generationem et generationem annuntiabo veritatem tuam in ore meo.
2 Elska þín og náð vara að eilífu og trúfesti þín stendur óhögguð eins og himinninn.
Quoniam dixisti: In æternum misericordia ædificabitur in cælis; præparabitur veritas tua in eis.
3 Svo segir Drottinn Guð: „Ég hef gert sáttmála við Davíð, minn útvalda þjón.
Disposui testamentum electis meis; juravi David servo meo:
4 Ég hef unnið þann eið, að afkomendur hans skuli sitja á konungsstóli héðan í frá og að eilífu!“
Usque in æternum præparabo semen tuum, et ædificabo in generationem et generationem sedem tuam.
5 Himinninn lofi máttarverk þín, Drottinn og herskarar englanna vegsami trúfesti þína.
Confitebuntur cæli mirabilia tua, Domine; etenim veritatem tuam in ecclesia sanctorum.
6 Því að hver á himnum kemst í samjöfnuð við Guð? Hinn mesti meðal englanna, hver er hann við hlið Drottins?!
Quoniam quis in nubibus æquabitur Domino; similis erit Deo in filiis Dei?
7 Hinir voldugu englar nálgast hann með ótta og virðingu. Hann er ægilegur í þeirra augum.
Deus, qui glorificatur in consilio sanctorum, magnus et terribilis super omnes qui in circuitu ejus sunt.
8 Drottinn, þú konungur hinna himnesku hersveita, enginn kemst í samjöfnuð við þig! Trúfestin er einkenni þitt!
Domine Deus virtutum, quis similis tibi? potens es, Domine, et veritas tua in circuitu tuo.
9 Þú hefur hemil á ofstopa hafsins, stöðvar óveðursöldur. Með einu orði lægir þú þær.
Tu dominaris potestati maris; motum autem fluctuum ejus tu mitigas.
10 Þú rotaðir skrímslið, það lá marflatt – og tvístraðir óvinum þínum með undramætti.
Tu humiliasti, sicut vulneratum, superbum; in brachio virtutis tuæ dispersisti inimicos tuos.
11 Himinninn og jörðin, allt er það þitt. Þú skapaðir það.
Tui sunt cæli, et tua est terra: orbem terræ, et plenitudinem ejus tu fundasti;
12 Þú skapaðir norðrið og suðrið líka. Tabor og Hermon kætast, hin háu fjöll, sem hönd þín gjörði.
aquilonem et mare tu creasti. Thabor et Hermon in nomine tuo exsultabunt:
13 Mikill er máttur þinn! Hægri hönd þín er upphafin í mætti og dýrð!
tuum brachium cum potentia. Firmetur manus tua, et exaltetur dextera tua:
14 Tvær eru undirstöður hásætis þíns: Réttvísi og réttlæti, og miskunn og trúfesti eru fylgdarsveinar þínir.
justitia et judicium præparatio sedis tuæ: misericordia et veritas præcedent faciem tuam.
15 Sælir eru þeir sem heyra fagnaðarópið – þeir sem ganga í ljósinu sem stafar frá Drottni.
Beatus populus qui scit jubilationem: Domine, in lumine vultus tui ambulabunt,
16 Þín vegna gleðjast þeir alla daga og fagna yfir þínum réttlátu verkum.
et in nomine tuo exsultabunt tota die, et in justitia tua exaltabuntur.
17 Þú ert styrkur þeirra. Þetta er undursamlegt! Já, við hressumst og gleðjumst því við vitum að þú hefur velþóknun á okkur!
Quoniam gloria virtutis eorum tu es, et in beneplacito tuo exaltabitur cornu nostrum.
18 Sjálfur Drottinn er okkar vörn og hann, hinn heilagi í Ísrael – sjálfur Guð – hefur gefið okkur konung.
Quia Domini est assumptio nostra, et sancti Israël regis nostri.
19 Þú talaðir við spámann þinn í sýn og sagðir: „Ég hef fundið rétta manninn meðal fólksins, hann skal verða konungur!
Tunc locutus es in visione sanctis tuis, et dixisti: Posui adjutorium in potente, et exaltavi electum de plebe mea.
20 Það er Davíð, þjónn minn! Ég hef smurt hann minni heilögu olíu.
Inveni David, servum meum; oleo sancto meo unxi eum.
21 Ég vil veita honum kraft og styrkja hann á göngunni.
Manus enim mea auxiliabitur ei, et brachium meum confortabit eum.
22 Óvinir hans skulu ekki fella hann, né illmennin kúga hann.
Nihil proficiet inimicus in eo, et filius iniquitatis non apponet nocere ei.
23 Ég mun láta hann sjá er ég eyði óvinum hans og þurrka út hatursmenn hans.
Et concidam a facie ipsius inimicos ejus, et odientes eum in fugam convertam.
24 Ég mun stöðugt vernda hann og blessa og umvefja hann elsku minni. Mín vegna mun hann verða mikill.
Et veritas mea et misericordia mea cum ipso, et in nomine meo exaltabitur cornu ejus.
25 Ríki hans mun ná frá Miðjarðarhafi til Evfratfljóts.
Et ponam in mari manum ejus, et in fluminibus dexteram ejus.
26 Hann mun segja við mig: „Þú ert faðir minn, Guð minn, klettur hjálpræðis míns.“
Ipse invocabit me: Pater meus es tu, Deus meus, et susceptor salutis meæ.
27 Ég mun líta á hann sem frumgetinn son minn og gera hann fremstan meðal konunga jarðarinnar.
Et ego primogenitum ponam illum, excelsum præ regibus terræ.
28 Ég mun elska hann að eilífu og vera honum góður. Ég mun halda sáttmála minn við hann að eilífu.
In æternum servabo illi misericordiam meam, et testamentum meum fidele ipsi.
29 Hann mun aldrei skorta erfingja og hásæti hans mun standa um eilífð eins og himinninn.
Et ponam in sæculum sæculi semen ejus, et thronum ejus sicut dies cæli.
30 Ef afkomendur hans hafna lögmáli mínu og óhlýðnast mér,
Si autem dereliquerint filii ejus legem meam, et in judiciis meis non ambulaverint;
31 þá mun ég hegna þeim,
si justitias meas profanaverint, et mandata mea non custodierint:
32 en aldrei mun ég þó hætta að miskunna þeim,
visitabo in virga iniquitates eorum, et in verberibus peccata eorum;
33 né bregðast loforði mínu.
misericordiam autem meam non dispergam ab eo, neque nocebo in veritate mea,
34 Nei, sáttmála minn mun ég alls ekki rjúfa. Ekkert orða minna tek ég aftur.
neque profanabo testamentum meum: et quæ procedunt de labiis meis non faciam irrita.
35 Ég hef heitið Davíð því (og hinn heilagi Guð talar sannleika)
Semel juravi in sancto meo, si David mentiar:
36 að konungsætt hans mun vara um aldir alda, já rétt eins og sólin!
semen ejus in æternum manebit. Et thronus ejus sicut sol in conspectu meo,
37 Konungdómur hans skal standa að eilífu eins og tunglið, – trúfasta vitnið á himninum!“
et sicut luna perfecta in æternum, et testis in cælo fidelis.
38 En, – hvers vegna hefur þú þá útskúfað mér?! Hafnað þeim sem þú valdir til konungs?
Tu vero repulisti et despexisti; distulisti christum tuum.
39 Hefur þú rofið sáttmálann við hann? Þú sem kastaðir kórónu hans í skítinn!
Evertisti testamentum servi tui; profanasti in terra sanctuarium ejus.
40 Múra hans hefur þú brotið og rifið niður varnarvirkin.
Destruxisti omnes sepes ejus; posuisti firmamentum ejus formidinem.
41 Allir vegfarendur ræna hann. Hann er til háðungar nágrönnum sínum.
Diripuerunt eum omnes transeuntes viam; factus est opprobrium vicinis suis.
42 Þú magnaðir óvini hans gegn honum, og nú kætast þeir!
Exaltasti dexteram deprimentium eum; lætificasti omnes inimicos ejus.
43 Þú slóst sverð hans til jarðar og neitaðir honum um hjálp í bardaganum.
Avertisti adjutorium gladii ejus, et non es auxiliatus ei in bello.
44 Þú hefur bundið enda á vegsemd hans og hrint hásæti hans um koll.
Destruxisti eum ab emundatione, et sedem ejus in terram collisisti.
45 Hann lítur út sem öldungur þótt ungur sé, og það er af þínum völdum. Þú hefur hulið hann skömm.
Minorasti dies temporis ejus; perfudisti eum confusione.
46 Ó, Drottinn, hve lengi á þetta ástand að vara? Ætlar þú að fela þig fyrir mér að eilífu? Hve lengi á reiði þín að brenna?
Usquequo, Domine, avertis in finem? exardescet sicut ignis ira tua?
47 Mundu hve mannsævin er stutt og að verk okkar flestra eru hégómleg og smá.
Memorare quæ mea substantia: numquid enim vane constituisti omnes filios hominum?
48 Enginn maður lifir endalaust. Öll deyjum við að lokum. Og hver getur stigið upp úr gröf sinni? (Sheol h7585)
Quis est homo qui vivet et non videbit mortem? eruet animam suam de manu inferi? (Sheol h7585)
49 Drottinn, hvar er nú kærleikur þinn til mín? Hvar er gæskan sem þú lofaðir Davíð með eiði?
Ubi sunt misericordiæ tuæ antiquæ, Domine, sicut jurasti David in veritate tua?
50 Veistu það, Drottinn, að öll þjóðin hæðist að mér!
Memor esto, Domine, opprobrii servorum tuorum, quod continui in sinu meo, multarum gentium:
51 Óvinir þínir spotta mig, manninn sem þú útvaldir til konungs.
quod exprobraverunt inimici tui, Domine; quod exprobraverunt commutationem christi tui.
52 En þrátt fyrir allt og allt, sé Drottinn lofaður um eilífð! Amen, amen.
Benedictus Dominus in æternum. Fiat, fiat.]

< Sálmarnir 89 >