< Sálmarnir 79 >

1 Guð, – hefur þú ekki heyrt: Heiðingjarnir hafa ráðist inn í land þitt! Musterið hefur verið saurgað og Jerúsalem er rjúkandi rúst!
psalmus Asaph Deus venerunt gentes in hereditatem tuam polluerunt templum sanctum tuum posuerunt Hierusalem in pomorum custodiam
2 Lík þinna manna liggja á bersvæði og eru fæða hræfugla og villidýra!
posuerunt morticina servorum tuorum escas volatilibus caeli carnes sanctorum tuorum bestiis terrae
3 Óvinirnir hafa stráfellt íbúa Jerúsalem, svo að allt flýtur í blóði. Enginn er eftir til að grafa hina föllnu.
effuderunt sanguinem ipsorum tamquam aquam in circuitu Hierusalem et non erat qui sepeliret
4 Nágrannaþjóðirnar hæða okkur og spotta og ausa svívirðingum.
facti sumus obprobrium vicinis nostris subsannatio et inlusio his qui circum nos sunt
5 Drottinn, hversu lengi ætlar þú að vera okkur reiður? Að eilífu? Á vandlæti þitt að brenna þar til öll von er úti?!
usquequo Domine irasceris in finem accendetur velut ignis zelus tuus
6 Úthelltu heldur reiði þinni yfir guðlausu þjóðirnar, ekki okkur! Já, yfir konungsríkin sem ekki ákalla nafn þitt.
effunde iram tuam in gentes quae te non noverunt et in regna quae nomen tuum non invocaverunt
7 Það eru þau sem hafa útrýmt þjóð þinni og ráðist inn á hvert heimili.
quia comederunt Iacob et locum eius desolaverunt
8 Við biðjum þig: Láttu okkur ekki gjalda löngu drýgðra synda forfeðranna! Miskunnaðu þig yfir eymd okkar, því að við höfum verið troðnir niður í svaðið!
ne memineris iniquitatum nostrarum antiquarum cito anticipent nos misericordiae tuae quia pauperes facti sumus nimis
9 Hjálpaðu okkur, því að þú ert frelsari okkar! Hjálpaðu okkur, vegna þíns eigin orðstírs! Frelsaðu okkur og fyrirgefðu okkur syndirnar.
adiuva nos Deus salutaris noster propter gloriam nominis tui Domine libera nos et propitius esto peccatis nostris propter nomen tuum
10 Hvers vegna fá heiðnu þjóðirnar að hæða okkur og segja: „Hvar er þessi Guð ykkar?!“Hefndu ófara lýðs þíns svo að eftir verði tekið!
ne forte dicant in gentibus ubi est Deus eorum et innotescat in nationibus coram oculis nostris ultio sanguinis servorum tuorum qui effusus est
11 Hlustaðu á stunur fanganna og hinna dauðadæmdu. Sýndu mátt þinn og frelsaðu þá.
introeat in conspectu tuo gemitus conpeditorum secundum magnitudinem brachii tui posside filios mortificatorum
12 Drottinn, láttu þá fá sjöfalt endurgjald, þessar þjóðir sem hæða þig og spotta!
et redde vicinis nostris septuplum in sinu eorum inproperium ipsorum quod exprobraverunt tibi Domine
13 Þá munum við, þjóð þín og gæsluhjörð, lofa þig að eilífu og þakka mikilleika þinn frá kynslóð til kynslóðar.
nos autem populus tuus et oves pascuae tuae confitebimur tibi in saeculum in generationem et generationem adnuntiabimus laudem tuam

< Sálmarnir 79 >