< Sálmarnir 67 >
1 Ó, veittu okkur miskunn þína og náð! Leyfðu okkur að sjá þig og kærleika þinn.
2 Leyfðu öllum mönnum að fá að kynnast þér og þekkja hjálpræði þitt.
3 Allar þjóðir skulu lofa Drottin.
4 Þær skulu fagna og gleðjast, því að þú færir þeim réttlæti, og leiðir þær um réttan veg.
5 Allur heimurinn lofi þig, ó Guð! Já, allar þjóðir í heiminum flytji þér þakkargjörð!
6 Því að uppskera jarðarinnar varð mikil og Guð, hefur blessað okkur ríkulega.
7 Og hann blessi okkur áfram svo að allar þjóðir megi óttast hann og elska.