< Sálmarnir 52 >
1 Þennan sálm orti Davíð til að andmæla óvini sínum Dóeg sem síðar tók af lífi áttatíu og fimm presta og fjölskyldur þeirra (sjá: 1. Sam. 22.). Kallar þú þig hetju?! Þú sem hreykir þér af ódæði gegn þjóð Guðs og herðir þig gegn miskunn hans.
In finem, Intellectus David, Cum venit Doeg Idumæus, et nunciavit Sauli: Venit David in domum Achimelech. Quid gloriaris in malitia, qui potens es in iniquitate?
2 Þú ert eins og skeinuhættur hnífur, þú svikahrappur!
Tota die iniustitiam cogitavit lingua tua: sicut novacula acuta fecisti dolum.
3 Þú elskar illt meir en gott, lygi umfram sannleika.
Dilexisti malitiam super benignitatem: iniquitatem magis quam loqui æquitatem.
4 Rógburð elskar þú og annað skaðræðistal!
Dilexisti omnia verba præcipitationis, lingua dolosa.
5 En Guð mun koma þér á kné, draga þig út úr húsi þínu og uppræta af landi lifenda.
Propterea Deus destruet te in finem, evellet te, et emigrabit te de tabernaculo tuo: et radicem tuam de terra viventium.
6 Hinir réttlátu munu sjá það og óttast Guð, síðan hlægja og segja:
Videbunt iusti, et timebunt, et super eum ridebunt, et dicent:
7 „Svo fer fyrir þeim sem fyrirlíta Guð og treysta á mátt sinn og megin, þeim sem þrjóskast í illsku sinni.“
ecce homo, qui non posuit Deum adiutorem suum: Sed speravit in multitudine divitiarum suarum: et prævaluit in vanitate sua.
8 Ég er sem grænt olífutré í garði Guðs. Ég treysti á miskunn hans meðan ég lifi.
Ego autem, sicut oliva fructifera in domo Dei, speravi in misericordia Dei in æternum: et in sæculum sæculi.
9 Drottinn, ég vil vegsama þig að eilífu og þakka það sem þú hefur gert. Ég segi hinum trúuðu: Góður er Guð!
Confitebor tibi in sæculum quia fecisti: et expectabo nomen tuum, quoniam bonum est in conspectu sanctorum tuorum.