< Sálmarnir 52 >
1 Þennan sálm orti Davíð til að andmæla óvini sínum Dóeg sem síðar tók af lífi áttatíu og fimm presta og fjölskyldur þeirra (sjá: 1. Sam. 22.). Kallar þú þig hetju?! Þú sem hreykir þér af ódæði gegn þjóð Guðs og herðir þig gegn miskunn hans.
2 Þú ert eins og skeinuhættur hnífur, þú svikahrappur!
3 Þú elskar illt meir en gott, lygi umfram sannleika.
4 Rógburð elskar þú og annað skaðræðistal!
5 En Guð mun koma þér á kné, draga þig út úr húsi þínu og uppræta af landi lifenda.
6 Hinir réttlátu munu sjá það og óttast Guð, síðan hlægja og segja:
7 „Svo fer fyrir þeim sem fyrirlíta Guð og treysta á mátt sinn og megin, þeim sem þrjóskast í illsku sinni.“
8 Ég er sem grænt olífutré í garði Guðs. Ég treysti á miskunn hans meðan ég lifi.
9 Drottinn, ég vil vegsama þig að eilífu og þakka það sem þú hefur gert. Ég segi hinum trúuðu: Góður er Guð!