< Sálmarnir 33 >

1 Gleðjist og fagnið fyrir Drottni, þið hans trúuðu, því að lofsöngur hæfir réttlátum!
רננו צדיקים ביהוה לישרים נאוה תהלה
2 Leikið af þrótti á alls konar hljóðfæri og lofið Drottin.
הודו ליהוה בכנור בנבל עשור זמרו-לו
3 Lofsyngið honum með nýjum söngvum. Sláið strengina ákaft og hrópið fagnaðaróp!
שירו-לו שיר חדש היטיבו נגן בתרועה
4 Því að orð Drottins er áreiðanlegt – því má treysta. Öll hans verk eru í trúfesti gjörð.
כי-ישר דבר-יהוה וכל-מעשהו באמונה
5 Hann elskar allt sem rétt er og gott, kærleikur hans umvefur heiminn.
אהב צדקה ומשפט חסד יהוה מלאה הארץ
6 Það var orð Drottins sem skapaði himininn og alla hans stjörnumergð.
בדבר יהוה שמים נעשו וברוח פיו כל-צבאם
7 Og höfunum safnaði hann saman og bjó þeim sinn rétta stað.
כנס כנד מי הים נתן באוצרות תהומות
8 Allir heimsbúar – bæði háir og lágir – óttist Drottin, og nálgist hann með lotningu.
ייראו מיהוה כל-הארץ ממנו יגורו כל-ישבי תבל
9 Því að hann talaði og þá stóð heimurinn þar! Orð hans hljómaði og veröldin varð til!
כי הוא אמר ויהי הוא-צוה ויעמד
10 Drottinn ónýtir áform þjóða sem gegn honum rísa
יהוה הפיר עצת-גוים הניא מחשבות עמים
11 en fyrirætlanir hans standa að eilífu, frá kynslóð til kynslóðar.
עצת יהוה לעולם תעמד מחשבות לבו לדר ודר
12 Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði, það fólk sem hann hefur kosið eignarlýð sinn.
אשרי הגוי אשר-יהוה אלהיו העם בחר לנחלה לו
13 Drottinn lítur niður af himni,
משמים הביט יהוה ראה את-כל-בני האדם
14 horfir á mannanna börn.
ממכון-שבתו השגיח-- אל כל-ישבי הארץ
15 Hann hefur myndað hjörtu þeirra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.
היצר יחד לבם המבין אל-כל-מעשיהם
16 Velbúinn her tryggir konungi ekki sigur og ofurafl eitt stoðar lítið.
אין-המלך נושע ברב-חיל גבור לא-ינצל ברב-כח
17 Stríðshestur er ekki til að reiða sig á, styrkur hans einn frelsar engan.
שקר הסוס לתשועה וברב חילו לא ימלט
18 En, – augu Drottins vaka yfir þeim sem óttast hann, þeim sem reiða sig á elsku hans.
הנה עין יהוה אל-יראיו למיחלים לחסדו
19 Hann frelsar þá frá dauða, varðveitir líf þeirra á neyðarstund.
להציל ממות נפשם ולחיותם ברעב
20 Ég hef sett traust mitt á Drottin. Enginn getur hjálpað nema hann, hann er skjöldur og vígi!
נפשנו חכתה ליהוה עזרנו ומגננו הוא
21 Hans vegna gleðjumst við og fögnum. Hans heilaga nafni treystum við.
כי-בו ישמח לבנו כי בשם קדשו בטחנו
22 Miskunn þín Drottinn umvefji okkur. Við vonum á þig.
יהי-חסדך יהוה עלינו כאשר יחלנו לך

< Sálmarnir 33 >