< Sálmarnir 31 >

1 Drottinn, þér einum treysti ég. Láttu ekki óvini mína yfirbuga mig. Bjargaðu mér, því að þú ert réttlátur í öllum hlutum.
Psalmus David, in finem, pro ecstasi. In te Domine speravi non confundar in aeternum: in iustitia tua libera me.
2 Svara mér í skyndi, nú þegar ég hrópa til þín. Beygðu þig niður að mér og hlustaðu á bæn mína. Vertu mér verndarbjarg, skjól fyrir óvinum.
Inclina ad me aurem tuam, accelera ut eruas me. Esto mihi in Deum protectorem: et in domum refugii, ut salvum me facias.
3 Já, þú ert klettur minn og vígi, sýndu mátt þinn og gerðu nafn þitt dýrlegt og bjargaðu mér.
Quoniam fortitudo mea, et refugium meum es tu: et propter nomen tuum deduces me, et enutries me.
4 Forða fæti mínum frá snörunni sem óvinir mínir hafa lagt fyrir mig. Þú einn getur frelsað mig.
Educes me de laqueo hoc, quem absconderunt mihi: quoniam tu es protector meus.
5 Í þínar hendur fel ég anda minn. Þú, Guð, sem stendur við öll þín orð, þú hefur bjargað mér. Þig einan lofa ég.
In manus tuas commendo spiritum meum: redemisti me Domine Deus veritatis.
6 Ég hata alla þá sem dýrka fánýt falsgoð en Drottni treysti ég.
Odisti observantes vanitates, supervacue. Ego autem in Domino speravi:
7 Ég gleðst mjög, því að þú hefur miskunnað mér, þú gafst gaum að þrengingum mínum og sálarneyð.
exultabo, et laetabor in misericordia tua. Quoniam respexisti humilitatem meam, salvasti de necessitatibus animam meam.
8 Þú framseldir mig ekki óvinum mínum, heldur rýmkaðir um mig á alla vegu.
Nec conclusisti me in manibus inimici: statuisti in loco spatioso pedes meos.
9 Ó, Drottinn, miskunna mér í neyð minni.
Miserere mei Domine quoniam tribulor: conturbatus est in ira oculus meus, anima mea, et venter meus:
10 Augu mín eru grátbólgin, heilsa mín brostin af sorg.
Quoniam defecit in dolore vita mea: et anni mei in gemitibus. Infirmata est in paupertate virtus mea: et ossa mea conturbata sunt.
11 Ár mín líða í harmi, hryggðin styttir ævi mína. Syndirnar draga úr mér allan þrótt. Hokinn stend ég – sneyptur af skömm. Óvinirnir spotta mig og nágrannarnir hæða mig. Óhug slær að vinum mínum. Þeir, jafnvel þeir, forðast að mæta mér og líta undan þegar ég geng hjá.
Super omnes inimicos meos factus sum opprobrium vicinis meis valde: et timor notis meis. Qui videbant me, foras fugerunt a me:
12 Ég er gleymdur eins og líkið í gröf sinni – eins og brotið ker sem fleygt hefur verið á haug.
oblivioni datus sum, tamquam mortuus a corde. Factus sum tamquam vas perditum:
13 Ég frétti hvað um mig var sagt – um baktal óvina minna. Ógn og skelfing var hvert sem ég leit, svik og prettir í öllum hornum!
quoniam audivi vituperationem multorum commorantium in circuitu: In eo dum convenirent simul adversum me, accipere animam meam consiliati sunt.
14 En Drottinn, þér treysti ég! Ég sagði: „Þú einn ert minn Guð, “
Ego autem in te speravi Domine: dixi: Deus meus es tu:
15 þú ákveður ævilengd mína. Frelsaðu mig Drottinn, undan þeim sem ofsækja mig.
in manibus tuis sortes meae. Eripe me de manu inimicorum meorum, et a persequentibus me.
16 Láttu velþóknun þína aftur verða augljósa á þjóni þínum. Frelsa mig því að þú ert góður!
Illustra faciem tuam super servum tuum, salvum me fac in misericordia tua:
17 Drottinn, láttu mig ekki verða til skammar þegar ég ákalla þig um hjálp. Láttu illmennin blygðast sín fyrir það sem þau treysta á. Já, sendu þá sneypta og þegjandi í gröfina (Sheol h7585)
Domine non confundar, quoniam invocavi te. Erubescant impii, et deducantur in infernum: (Sheol h7585)
18 lygarana sem ásaka réttláta með hroka og fyrirlitningu.
muta fiant labia dolosa. Quae loquuntur adversus iustum iniquitatem, in superbia, et in abusione.
19 Mikil er miskunn þín við þá sem treysta þér og vitna um trúfesti þína, þá sem elska þig og heiðra í augsýn annarra.
Quam magna multitudo dulcedinis tuae Domine, quam abscondisti timentibus te. Perfecisti eis, qui sperant in te, in conspectu filiorum hominum.
20 Vertu ástvinum þínum skjól gegn svikráðum manna, verndaðu þá fyrir illum tungum.
Abscondes eos in abscondito faciei tuae a conturbatione hominum. Proteges eos in tabernaculo tuo a contradictione linguarum.
21 Lofaður sé Drottinn, því að hann hefur sýnt mér dásamlega náð og verndað mig gegn illu.
Benedictus Dominus: quoniam mirificavit misericordiam suam mihi in civitate munita.
22 Í fljótfærni sagði ég: „Drottinn hefur yfirgefið mig.“En hann heyrði samt bæn mína og svaraði mér!
Ego autem dixi in excessu mentis meae: Proiectus sum a facie oculorum tuorum. Ideo exaudisti vocem orationis meae, dum clamarem ad te.
23 Elskið Drottin, öll þið sem honum treystið, því að Drottinn verndar trúfasta, en refsar harðlega þeim sem hafna honum í hroka.
Diligite Dominum omnes sancti eius: quoniam veritatem requiret Dominus, et retribuet abundanter facientibus superbiam.
24 Verið því glöð og hughraust, öll þið sem vonið á Drottin!
Viriliter agite, et confortetur cor vestrum, omnes qui speratis in Domino.

< Sálmarnir 31 >