< Sálmarnir 30 >
1 Ég vil lofa þig Drottinn, því að þú hefur frelsað mig frá óvinum mínum. Þú leyfðir þeim ekki að yfirbuga mig.
Psalmus Cantici In dedicatione domus David. Exaltabo te Domine quoniam suscepisti me: nec delectasti inimicos meos super me.
2 Ó, Drottinn Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig.
Domine Deus meus clamavi ad te, et sanasti me.
3 Þú hreifst mig burt frá barmi grafarinnar, já úr dauðans greipum, og gafst mér líf og framtíð! (Sheol )
Domine eduxisti ab inferno animam meam: salvasti me a descendentibus in lacum. (Sheol )
4 Syngið Drottni lof og þökk, þið sem á hann trúið.
Psallite Domino sancti eius: et confitemini memoriæ sanctitatis eius.
5 Reiði hans stendur stutta stund, en náð hans varir að eilífu! Hans vegna stend ég stöðugur, fastur fyrir eins og fjöllin. Gráturinn sækir að um nætur, en gleðisöngur þegar dagur rís.
Quoniam ira in indignatione eius: et vita in voluntate eius. Ad vesperum demorabitur fletus: et ad matutinum lætitia.
6 Þegar allt gekk mér í hag, hugsaði ég: „Svona verður það alla tíð, nú getur ekkert stöðvað mig framar! Drottinn hefur velþóknun á mér. Hans vegna stend ég stöðugur, fastur fyrir eins og fjöllin!“
Ego autem dixi in abundantia mea: Non movebor in æternum.
7 Þá snerir þú þér, Drottinn, burt frá mér og hélst aftur af blessun þinni. Skyndilega var kjarkur minn brostinn. Ég varð skelkaður og örvænti um minn hag.
Domine in voluntate tua, præstitisti decori meo virtutem. Avertisti faciem tuam a me, et factus sum conturbatus.
8 Ég hrópaði til þín Drottinn. Já, svo sannarlega ákallaði ég þig!
Ad te Domine clamabo: et ad Deum meum deprecabor.
9 Ég sagði: „Hvers vegna vilt þú Drottinn, koma mér á kné? – leiða mig í dauðann? Þar verður lofsöngur minn til lítils gagns. Hvernig á ég þá, liðið lík, að lofa þig, og vegsama trúfesti þína?!
Quæ utilitas in sanguine meo, dum descendo in corruptionem? Numquid confitebitur tibi pulvis, aut annunciabit veritatem tuam?
10 Heyr þú ákall mitt, Drottinn! Miskunna þú mér og sendu mér hjálp þína.“
Audivit Dominus, et misertus est mei: Dominus factus est adiutor meus.
11 Þá breytti hann grát mínum í gleðidans! Hann dró af mér sorgarklæðin og færði mig í veisluskrúða!
Convertisti planctum meum in gaudium mihi: conscidisti saccum meum, et circumdedisti me lætitia:
12 Og þá gat ég lofsungið honum og gleymt ógnum grafarinnar! Ó, Drottinn, minn Guð, hvernig fæ ég fullþakkað þér?
Ut cantet tibi gloria mea: et non compungar: Domine Deus meus in æternum confitebor tibi.