< Sálmarnir 3 >
1 Sálmur eftir Davíð þegar hann flúði frá Absalon, syni sínum. Ó, Drottinn, það eru svo margir á móti mér, svo margir sem gera uppreisn gegn mér.
2 Menn segja að Guð muni alls ekki hjálpa mér.
3 En, Drottinn, þú ert skjöldur minn, sæmd mín og von. Þú lætur mig bera höfuðið hátt, þrátt fyrir allt.
4 Ég hrópaði til Drottins og hann svaraði mér frá musteri sínu í Jerúsalem.
5 Þá lagðist ég fyrir og sofnaði í friði. Síðar vaknaði ég öruggur, því að Drottinn gætir mín.
6 Nú er ég óhræddur, jafnvel þótt tíu þúsund óvinir umkringi mig!
7 Ég mun hrópa til Drottins: „Drottinn, rís þú upp! Bjargaðu mér, þú Guð minn!“Og hann mun slá óvini mína og brjóta tennur illvirkjanna.
8 Hjálpin kemur frá Guði. Blessun hans hvílir yfir þjóð hans.