< Sálmarnir 28 >
1 Ég hrópa til þín um hjálp, Drottinn, því að þú ert klettur hjálpræðis míns. Ef þú hjálpaðir ekki væri úti um mig. Framundan væri ekkert nema dauðinn.
Of David. Unto you, O Lord, do I cry; my rock, be not deaf to me: lest, through holding your peace, I become like those who go down to the pit.
2 Drottinn, ég lyfti höndum til himins og ákalla þig um hjálp. Ó, heyr þú grátbeiðni mína!
Hear my loud entreaty, as I cry for help to you, lifting my hands, O Lord, towards your holy chancel.
3 Drottinn, refsaðu mér ekki ásamt illgjörðamönnunum, þeim sem sitja á svikráðum við nágranna sína.
Take me not off with the wicked, nor with the workers of wrong, whose speech to their neighbours is friendly, while evil is in their heart.
4 Refsaðu þeim eins og rétt er. Illvirki þeirra eiga skilið réttlátan dóm.
Give them as they have done, as their wicked deeds deserve. As their hands have wrought, so give to them: requite to them their deserts.
5 Þeir hugsa ekkert um Guð, sköpun hans og verk. Þess vegna mun Guð ryðja þeim úr vegi, rífa þá eins og ónýtt hús sem ekki verður endurreist.
They are blind to all that the Lord does, to all that his hands have wrought; and so he will tear them down, to build them up no more.
6 Lofaður sé Drottinn! Hann heyrði grátbeiðni mína!
Blest be the Lord, who has heard my voice as I plead for mercy.
7 Hann er styrkur minn, skjól mitt gegn öllum árásum. Honum treysti ég og hann hjálpaði mér. Gleðin svellur í brjósti mér og brýst út í lofgjörð til hans!
The Lord is my strength and my shield; my heart trusts in him. I was helped: so my heart is exultant, and in my song I will praise him.
8 Drottinn verndar sitt fólk og veitir konungi sínum sigur.
The Lord is the strength of his people, the fortress who saves his anointed.
9 Stattu vörð um þjóð þína, Drottinn! Vernda og blessa þitt útvalda fólk. Eins og fjárhirðir leiðir sauði sína, þá leið og vernda þjóð þína að eilífu.
O save your people, and bless your inheritance. Be their shepherd and carry them forever.