< Sálmarnir 20 >

1 Drottinn sé með þér og bænheyri þig á degi neyðarinnar! Guð Jakobs frelsi þig frá allri ógæfu.
For the music director. A psalm of David. May the Lord answer you when you are in trouble; may the name of the God of Jacob protect you.
2 Hann sendi þér hjálp frá helgidómi sínum, styðji þig frá Síon.
May the Lord send you help from the sanctuary, and may he support you from Zion.
3 Hann minnist með gleði gjafa þinna og brennifórna.
May the Lord remember all your offerings, and accept all your burnt sacrifices. (Selah)
4 Hann veiti þér það sem hjarta þitt þráir og láti öll þín áform ná fram að ganga.
May the Lord give you whatever you really want; may he make all your plans successful.
5 Þegar við fréttum um sigur þinn, munum við hrópa fagnaðaróp og veifa fánanum Guði til dýrðar, því að mikla hluti hefur hann gert fyrir þig. Hann veiti svör við öllum þínum bænum!
May we shout for joy over your victory, and set up banners in the name of our God. May the Lord answer all your requests.
6 Guð blessi konunginn! – Já, það mun hann vissulega gera! í himinhæðum heyrir hann bæn mína og veitir mér mikinn sigur.
Now I know that the Lord saves the one he has anointed. He will answer him from his holy heaven, and save his anointed by his powerful right hand.
7 Hinir stæra sig af herstyrk og vopnavaldi, en við af Drottni, Guði.
Some trust in chariots and some in war horses, but we trust in who the Lord our God is.
8 Þjóðir þessar munu hrasa og farast, en við rísa og standa traustum fótum.
They collapse and fall down, but we rise and stand up.
9 Drottinn, sendu konungi okkar sigur! Drottinn, heyr þú bænir okkar.
May the Lord save the king! Please answer us when we call for help!

< Sálmarnir 20 >