< Sálmarnir 147 >
1 Hallelúja! Já, lofið Drottin! Það er gott að lofa Drottin! Indælt og rétt!
Lodate il Signore: è bello cantare al nostro Dio, dolce è lodarlo come a lui conviene. Alleluia.
2 Hann er að endurreisa Jerúsalem og flytja hina herleiddu heim.
Il Signore ricostruisce Gerusalemme, raduna i dispersi d'Israele.
3 Hann reisir upp hina niðurbeygðu og bindur um sár þeirra.
Risana i cuori affranti e fascia le loro ferite;
4 Hann þekkir fjölda stjarnanna, já og hverja fyrir sig með nafni!
egli conta il numero delle stelle e chiama ciascuna per nome.
5 Mikill er Drottinn! Vald hans er stórkostlegt! Þekking hans er takmarkalaus.
Grande è il Signore, onnipotente, la sua sapienza non ha confini.
6 Drottinn styður auðmjúka, en varpar illmennum til jarðar.
Il Signore sostiene gli umili ma abbassa fino a terra gli empi.
7 Syngið honum þakkarljóð, lofið Guð með hörpuleik.
Cantate al Signore un canto di grazie, intonate sulla cetra inni al nostro Dio.
8 Hann fyllir himininn skýjum, gefur steypiregn og klæðir fjöllin grænu grasi.
Egli copre il cielo di nubi, prepara la pioggia per la terra, fa germogliare l'erba sui monti.
9 Hann fæðir hin villtu dýr og hrafnarnir krunka til hans eftir æti.
Provvede il cibo al bestiame, ai piccoli del corvo che gridano a lui.
10 Í hans augum kemst sprettharður foli varla úr sporunum og máttur mannsins má sín lítils.
Non fa conto del vigore del cavallo, non apprezza l'agile corsa dell'uomo.
11 En hann gleðst yfir þeim sem elska hann og reiða sig á kærleika hans og gæsku.
Il Signore si compiace di chi lo teme, di chi spera nella sua grazia.
12 Lofa þú hann, Jerúsalem! Vegsama Guð þinn, Síon!
Glorifica il Signore, Gerusalemme, loda il tuo Dio, Sion. Alleluia.
13 Því að hann hefur gert múra þína öfluga og blessað börnin þín.
Perché ha rinforzato le sbarre delle tue porte, in mezzo a te ha benedetto i tuoi figli.
14 Hann lætur frið haldast í landinu og fyllir hlöður þínar af úrvals hveiti.
Egli ha messo pace nei tuoi confini e ti sazia con fior di frumento.
15 Hann sendir boð sín til jarðar, skipanir hans berast hratt eins og vindurinn.
Manda sulla terra la sua parola, il suo messaggio corre veloce.
16 Skjannahvít mjöllin er frá honum komin og hrímið sem glitrar á jörðinni.
Fa scendere la neve come lana, come polvere sparge la brina.
17 Haglélið er líka hans verk og frostið sem bítur í kinnarnar.
Getta come briciole la grandine, di fronte al suo gelo chi resiste?
18 En síðan sendir hann hlýjan vorvind, snjórinn þiðnar og árnar ryðja sig.
Manda una sua parola ed ecco si scioglie, fa soffiare il vento e scorrono le acque.
19 Hann kunngjörði Ísrael lögmál sitt og ákvæði
Annunzia a Giacobbe la sua parola, le sue leggi e i suoi decreti a Israele.
20 – það hefur hann ekki gert við neina aðra þjóð, nei, þeim kennir hann ekki fyrirmæli sín. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!
Così non ha fatto con nessun altro popolo, non ha manifestato ad altri i suoi precetti. Alleluia.