< Sálmarnir 147 >

1 Hallelúja! Já, lofið Drottin! Það er gott að lofa Drottin! Indælt og rétt!
Lobet den HERRN! denn unsern Gott loben, das ist ein köstlich Ding; solch Lob ist lieblich und schön.
2 Hann er að endurreisa Jerúsalem og flytja hina herleiddu heim.
Der HERR baut Jerusalem und bringt zusammen die Verjagten Israels.
3 Hann reisir upp hina niðurbeygðu og bindur um sár þeirra.
Er heilt, die zerbrochnes Herzens sind, und verbindet ihre Schmerzen.
4 Hann þekkir fjölda stjarnanna, já og hverja fyrir sig með nafni!
Er zählt die Sterne und nennt sie alle mit Namen.
5 Mikill er Drottinn! Vald hans er stórkostlegt! Þekking hans er takmarkalaus.
Der HERR ist groß und von großer Kraft; und ist unbegreiflich, wie er regiert.
6 Drottinn styður auðmjúka, en varpar illmennum til jarðar.
Der Herr richtet auf die Elenden und stößt die Gottlosen zu Boden.
7 Syngið honum þakkarljóð, lofið Guð með hörpuleik.
Singet umeinander dem HERRN mit Dank und lobet unsern Gott mit Harfen,
8 Hann fyllir himininn skýjum, gefur steypiregn og klæðir fjöllin grænu grasi.
der den Himmel mit Wolken verdeckt und gibt Regen auf Erden; der Gras auf Bergen wachsen läßt;
9 Hann fæðir hin villtu dýr og hrafnarnir krunka til hans eftir æti.
der dem Vieh sein Futter gibt, den jungen Raben, die ihn anrufen.
10 Í hans augum kemst sprettharður foli varla úr sporunum og máttur mannsins má sín lítils.
Er hat nicht Lust an der Stärke des Rosses noch Gefallen an eines Mannes Schenkeln.
11 En hann gleðst yfir þeim sem elska hann og reiða sig á kærleika hans og gæsku.
Der HERR hat Gefallen an denen, die ihn fürchten, die auf seine Güte hoffen.
12 Lofa þú hann, Jerúsalem! Vegsama Guð þinn, Síon!
Preise, Jerusalem, den HERRN; lobe Zion, deinen Gott!
13 Því að hann hefur gert múra þína öfluga og blessað börnin þín.
Denn er macht fest die Riegel deiner Tore und segnet deine Kinder drinnen.
14 Hann lætur frið haldast í landinu og fyllir hlöður þínar af úrvals hveiti.
Er schafft deinen Grenzen Frieden und sättigt dich mit dem besten Weizen.
15 Hann sendir boð sín til jarðar, skipanir hans berast hratt eins og vindurinn.
Er sendet seine Rede auf Erden; sein Wort läuft schnell.
16 Skjannahvít mjöllin er frá honum komin og hrímið sem glitrar á jörðinni.
Er gibt Schnee wie Wolle, er streut Reif wie Asche.
17 Haglélið er líka hans verk og frostið sem bítur í kinnarnar.
Er wirft seine Schloßen wie Bissen; wer kann bleiben vor seinem Frost?
18 En síðan sendir hann hlýjan vorvind, snjórinn þiðnar og árnar ryðja sig.
Er spricht, so zerschmilzt es; er läßt seinen Wind wehen, so taut es auf.
19 Hann kunngjörði Ísrael lögmál sitt og ákvæði
Er zeigt Jakob sein Wort, Israel seine Sitten und Rechte.
20 – það hefur hann ekki gert við neina aðra þjóð, nei, þeim kennir hann ekki fyrirmæli sín. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!
So tut er keinen Heiden, noch läßt er sie wissen seine Rechte. Halleluja!

< Sálmarnir 147 >