< Sálmarnir 14 >
1 En sá heimskingi sem segir: „Guð er ekki til!“Sá er líka bæði illur og spilltur og einskis góðs af honum að vænta.
2 Drottinn horfir niður af himnum og virðir fyrir sér mennina, hvort einhver sé skynsamur og geri vilja hans.
3 Nei, það gerir enginn þeirra. Allir eru þeir viknir af leið, allir spilltir af synd. Enginn er raunverulega góður, ekki einn einasti!
4 Þeir kúga og kvelja þjóð mína og dettur ekki í hug að ákalla mig! Skyldu þeir ekki fá að kenna á því illgjörðamennirnir?
5 Þeir munu óttast þegar þeir sjá að Guð er með þeim sem elska hann.
6 Hann er skjól hinna hrjáðu og hógværu þegar illgjörðamenn ofsækja þá.
7 Ó, að lausnardagur þeirra væri nú þegar kominn! Að Guð kæmi frá bústað sínum á Síon til bjargar þjóð sinni. En sá gleðidagur þegar Drottinn frelsar Ísrael!