< Sálmarnir 131 >
1 Drottinn, ég er hvorki stoltur né hrokafullur. Ég álít sjálfan mig ekki betri en aðra. Ég læt ekki sem ég viti alla hluti.
2 Ég er hljóður fyrir Drottni, eins og barn sem vanið hefur verið af brjósti. Ég er hættur að suða og nauða.
3 Ísrael, ver þú hljóður og treystu Drottni, nú og ævinlega.