< Sálmarnir 119 >
1 Sælir eru þeir sem breyta í öllu eftir lögum Guðs.
ALEF Blaženi oni kojih je put neokaljan, koji hode po Zakonu Jahvinu!
2 Sælir eru þeir sem leita Guðs og gera vilja hans í hvívetna,
Blaženi oni koji čuvaju propise njegove, čitavim srcem njega traže;
3 þeir sem hafna málamiðlun við hið illa og ganga heilshugar á Guðs vegum.
koji ne čine bezakonje, već hode putovima njegovim.
4 Þú, Drottinn, gafst okkur lög þín til þess að við hlýddum þeim
Naredbe si svoje dao da se brižno čuvaju.
5 – ó, hve ég þrái að breyta grandvarlega eftir þeim.
O, kad bi čvrsti bili putovi moji da tvoja čuvam pravila!
6 Þá verð ég ekki til skammar, heldur hef hreinan skjöld.
Neću se postidjeti tada kad budem pazio na zapovijedi tvoje.
7 Ég vil þakka þér leiðsögn þína og réttláta ögun, það hefur kennt mér að lifa lífinu rétt!
Slavit ću te u čestitosti srca kad naučim sudove pravde tvoje.
8 Ég vil vera þér hlýðinn! Og þá veit ég að þú munt alls ekki yfirgefa mig.
Tvoja ću pravila čuvati: ne zapusti me nikada!
9 Hvernig getur ungt fólk lifað hreinu lífi? Með því að hlusta á orð þín og fara eftir þeim.
BET Kako će mladić čistim sačuvati put svoj? Čuvajući riječi tvoje.
10 Ég leitaði þín af öllu hjarta – láttu mig ekki villast burt frá boðum þínum.
Svim srcem svojim tebe tražim; ne daj da zastranim od zapovijedi tvojih.
11 Ég hef íhugað orð þín af kostgæfni og varðveitt þau í hjarta mínu svo að þau verndi mig frá því að syndga.
U srce pohranih riječ tvoju da protiv tebe ne sagriješim.
12 Lof sé þér Drottinn, kenndu mér lög þín.
Blagoslovljen si, o Jahve, nauči me svojim pravilima.
13 Ég fer með lög þín upphátt
Usnama svojim navješćujem sudove usta tvojih.
14 – þau veita mér meiri gleði en mikil auðæfi.
Putu se propisa tvojih radujem više no svemu bogatstvu.
15 Ég vil íhuga þau og hafa þau í heiðri.
Razmišljat ću o naredbama tvojim i putove ću tvoje razmatrat'.
16 Ég gleðst yfir þeim og gleymi þeim ekki.
Uživat ću u pravilima tvojim, riječi tvojih neću zaboravit'.
17 Leyfðu mér að lifa langa ævi, og læra að hlýða þér meir og meir.
GIMEL Milostiv budi meni, sluzi svojem, da živim i tvoje riječi čuvam.
18 Opnaðu augu mín svo að ég sjái dásemdirnar í orði þínu.
Otvori oči moje da gledam divote tvoga Zakona!
19 Ég er pílagrímur hér á jörðu – mikið vantar mig leiðsögn! Boðorð þín eru mér bæði leiðsögn og kort!
Ja sam došljak na zemlji, zapovijedi svoje nemoj od mene skrivati!
20 Ég þrái fyrirmæli þín meira en orð fá lýst!
Duša mi gine u svako doba žudeći za tvojim odlukama.
21 Ávítaðu þá sem hafna boðum þínum. Þeir hafa kallað bölvun yfir sig.
Oholima ti si zaprijetio: prokleti koji odstupaju od zapovijedi tvojih.
22 Láttu það ekki viðgangast að þeir spotti mig fyrir að hlýða þér.
Uzmi s mene rug i sramotu, jer tvoje ja čuvam propise.
23 Jafnvel þjóðhöfðingjar hallmæla mér, en samt vil ég halda lög þín.
Pa nek' se sastaju knezovi i proti meni govore, tvoj sluga razmišlja o pravilima tvojim.
24 Lögmál þitt er mér bæði ljós og leiðsögn.
Jer tvoja su svjedočanstva uživanje moje, tvoja su pravila moji savjetnici.
25 Ég er bugaður maður, alveg kominn á kné. Lífgaðu mig með orði þínu!
DALET Moja duša leži u prašini: po riječi svojoj vrati mi život.
26 Ég sagði þér áform mín og þú svaraðir mér. Skýrðu nú fyrir mér leiðsögn þína,
Kazivao sam ti svoje putove i ti si me čuo: pravilima me svojim nauči.
27 svo að ég skilji hvað þú vilt og upplifi dásemdir þínar.
Pokaži mi put odredaba svojih i o čudesima ću tvojim razmišljat'.
28 Ég græt af hryggð, hjarta mitt er bugað af sorg. Uppörvaðu mig og lífga með orðum þínum.
Suze roni duša moja od žalosti: po riječi svojoj ti me podigni!
29 Leiddu mig burt frá öllu illu. Hjálpaðu mér, óverðugum, að hlýða lögum þínum,
Daleko me drži od puta zablude i Zakonom me svojim obdari!
30 því að ég hef valið að gera rétt.
Put istine ja sam odabrao, pred oči sam stavio odluke tvoje.
31 Ég held mér við boðorð þín og hlýði þeim vandlega. Drottinn, forðaðu mér frá öllu rugli.
Uz propise tvoje ja čvrsto prianjam, o Jahve, nemoj me postidjeti!
32 Ég vil kappkosta að fara eftir lögum þínum, því að þú hefur gert mig glaðan í sinni.
Ja kročim putem zapovijedi tvojih jer si mi prosvijetlio srce.
33 Segðu mér, Drottinn, hvað mér ber að gera og þá mun ég gera það.
HE Pokaži mi, Jahve, stazu pravila svojih i ja ću je čuvati do kraja.
34 Ég vil hlýða þér af heilum hug svo lengi sem ég lifi.
Pouči me da se tvoga držim Zakona i čuvat ću ga svim srcem.
35 Ó, leiddu mig um réttan veg, – því hvað er betra en það?!
Uputi me stazom svojih zapovijedi, jer ja u njoj uživam.
36 Gefðu að ég hlýði reglum þínum, en leiti ekki eftir rangfengnum gróða.
Prikloni mi srce propisima svojim, a ne k pohlepi!
37 Snúðu huga mínum frá öllu öðru en því að fylgja þér. Lífgaðu mig, hresstu mig, svo að ég geti horft til þín.
Odvrati moje oči da ne vide ništavost, život mi čuvaj na putu svojemu!
38 Minntu mig á það aftur og aftur að fyrirheit þín gilda fyrir mig! Já, ég treysti þér, heiðra þig og óttast!
Ispuni svom sluzi obećanje koje si onima dao što te se boje.
39 Þaggaðu niður háðið og spottið sem beint er að mér, því að lög þín eru góð og þeim fylgi ég.
Ukloni sramotu od koje strahujem, jer divni su tvoji sudovi.
40 Ég þrái að hlýða þeim. Þess vegna, Drottinn, lífgaðu mig við!
Evo, čeznem za naredbama tvojim: pravdom me svojom poživi.
41 Þú lofaðir að frelsa mig! Miskunna mér nú í kærleika þínum,
VAU Nek' milost tvoja, o Jahve, dođe na mene i spasenje tvoje po tvom obećanju.
42 og þá mun ég geta svarað þeim sem spotta mig, því að orðum þínum treysti ég.
Odgovorit ću onima koji me ruže, jer se uzdam u riječ tvoju.
43 Gef að ég gleymi aldrei orðum þínum og treysti alltaf þínum réttláta úrskurði.
Od mojih usta ne oduzmi riječ istine, jer se uzdam u sudove tvoje.
44 Þess vegna vil ég hlýða þér um aldur
Tvoj ću Zakon čuvati uvijek i dovijeka.
45 og ævi og njóta þess frelsis sem lög þín veita.
Hodit ću putem prostranim, jer naredbe tvoje istražujem.
46 Ég mun fræða konunga um gildi þeirra og þeir munu hlusta af áhuga og virðingu.
Pred kraljevima o tvojim ću propisima govorit' i zbunit' se neću.
47 Ég elska lög þín! Ég gleðst yfir boðum þínum!
U zapovijedima tvojim moja je naslada jer ih ljubim.
48 „Komið, komið til mín!“segi ég við þau; því að ég elska þau og þrái að íhuga þau.
Prema zapovijedima tvojim ja podižem ruke i o tvojim odredbama razmišljam.
49 Drottinn, gleymdu ekki fyrirheitum þeim sem þú gafst mér, þjóni þínum, – þau eru það sem ég treysti á.
ZAJIN Spomeni se svoje riječi sluzi svojem kojom si mi dao nadu.
50 Þau eru styrkur minn þegar á móti blæs – þau hressa mig og lífga!
U nevolji sva mi je utjeha što mi život čuva riječ tvoja.
51 Ofstopamenn spotta mig fyrir hlýðni mína við Guð, en ég læt ekki haggast.
Oholice me napadaju žestoko, ali ja od tvog Zakona ne odstupam.
52 Allt frá því ég var barn hef ég leitast við að hlýða þér, orð þín hafa verið mér huggun.
Sjećam se, o Jahve, davnih sudova tvojih i to me tješi.
53 Ég reiðist hinum óguðlegu, þeim sem hafna og fyrirlíta lög þín.
Bijes me hvata zbog grešnika koji tvoj Zakon napuštaju.
54 Því að þessi lög hafa verið uppspretta gleði minnar alla ævi.
Tvoje su mi naredbe pjesma u zemlji kojom putujem.
55 Um nætur hugsa ég til þín Drottinn og minnist laga þinna.
Noću se spominjem, Jahve, imena tvojega i tvoj čuvam Zakon.
56 Það hefur veitt mér mikla blessun að halda fyrirmæli þín.
Evo što je želja moja: čuvati tvoje odredbe.
57 Drottinn, þú ert minn og ég hef ákveðið að hlýða orðum þínum.
HET Dio je moj, o Jahve - rekoh - da tvoje čuvam riječi.
58 Ég þrái blessun þína af öllu hjarta. Miskunna mér eins og þú lofaðir mér.
Svim srcem lice tvoje ganuti hoću: smiluj mi se po svom obećanju.
59 Þegar ég sá að ég var á rangri leið,
Promislio sam putove svoje i k tvojem sam svjedočanstvu upravio noge.
60 snéri ég við og flýtti mér aftur til þín.
Hitam i ne oklijevam da zapovijedi tvoje čuvam.
61 Óguðlegir menn hafa reynt að tæla mig til syndar, en ég er staðráðinn í að hlýða lögum þínum.
Opletoše me užeta grešnika, ali tvoga Zakona ja ne zaboravljam.
62 Um miðnætti rís ég upp og þakka þér þín réttlátu ákvæði.
U ponoći ustajem da te slavim zbog pravednih tvojih odluka.
63 Sá er bróðir minn sem óttast og treystir Drottni og hlýðir orðum hans.
Prijatelj sam svima koji te se boje i koji tvoje čuvaju naredbe.
64 Ó, Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni! Kenndu mér lög þín!
Dobrote tvoje, Jahve, puna je zemlja; nauči me odredbama svojim.
65 Drottinn, blessun þín umlykur mig, eins og þú hafðir lofað mér.
TET Učinio si dobro svom sluzi, Jahve, po riječi svojoj.
66 Kenndu mér góð hyggindi og þekkingu, því að lög þín vísa mér veginn.
Nauči me razumu i znanju, jer u zapovijedi tvoje vjerujem.
67 Áður var ég reikull, þar til þú refsaðir mér, en nú hlýði ég þér með glöðu geði.
Prije nego bjeh ponižen, lutao sam, ali sada tvoju čuvam riječ.
68 Þú ert góður og gerir aðeins gott, hjálpaðu mér að fylgja leiðsögn þinni.
Ti si tako dobar i dobrostiv: nauči me pravilima svojim.
69 Ofstopamenn hafa spunnið upp lygar um mig, en málið er, að ég hlýði lögum þínum af öllu hjarta.
Oholi na me prijevare smišljaju, ali se ja svim srcem držim naredaba tvojih.
70 Þeir eru tilfinningalausir, skilja ekkert, en ég elska þig og fylgi orðum þínum.
Srce im je poput sala bešćutno, a ja uživam u tvom Zakonu.
71 Hirting þín var það besta sem fyrir mig gat komið, því að hún beindi augum mínum að lögum þínum.
Dobro mi je što sam ponižen da bih tvoja naučio pravila.
72 Lög þín eru mér meira virði en hrúgur af gulli og silfri!
Draži mi je zakon usta tvojih no tisuće zlatnika i srebrnika.
73 Þú, Drottinn, ert skapari minn, gefðu mér vit til að halda lög þín.
JOD Tvoje me ruke stvoriše i oblikovaše; prosvijetli me da naučim zapovijedi tvoje.
74 Allir þeir sem óttast og elska þig, taka mér vel, þeir sjá að einnig ég treysti orðum þínum.
Štovatelji tvoji videć' me vesele se, jer se u riječ tvoju ja pouzdah.
75 Ég veit, Drottinn, að ákvarðanir þínar eru réttar og að úrskurðir þínir gerðu mér gott.
Znadem, o Jahve, da su ti sudovi pravedni i da si me s pravom ponizio.
76 Huggaðu mig með miskunn þinni, eins og þú lofaðir mér.
Tvoja ljubav nek' mi bude tješiteljicom po obećanju koje si dao sluzi svom.
77 Umvef mig náð þinni svo að ég haldi lífi. Lög þín eru unun mín.
Nek' dođe na me milosrđe tvoje da poživim, jer Zakon tvoj moja je naslada.
78 Lát hina stoltu verða til skammar, þá sem beita mig brögðum. En ég vil íhuga fyrirmæli þín.
Nek' se smetu oholi, jer me tlače nizašto, a ja ću o naredbama tvojim razmišljat'.
79 Láttu þá sem treysta þér, þá sem heiðra þig, koma til mín og við munum ræða lög þín.
Nek' mi se priklone štovatelji tvoji i koji znaju tvoje zapovijedi.
80 Gefðu mér náð til að þóknast vilja þínum svo að ég verði aldrei til skammar.
Nek' mi srce savršeno bude u tvojim pravilima da ne budem postiđen.
81 Ég þrái hjálp þína af öllu hjarta! Þú lofaðir að hjálpa mér!
KAF Duša moja gine za tvojim spasenjem riječ tvoju željno čekam.
82 Ég einblíni á þig, bíð eftir því að sjá loforð þitt rætast. Hvenær ætlar þú að hugga mig með hjálp þinni?
Oči mi čeznu za tvojom besjedom: kad ćeš mi donijeti utjehu?
83 Ég er eins og hrukkóttur vínbelgur, skorpinn af reyk, uppgefinn af að bíða. Samt held ég fast við lög þín og hlýði þeim.
Kao mijeh u dimu postadoh, ali pravila tvojih ne zaboravih.
84 Hve lengi verð ég að bíða þess að þú refsir ofsækjendum mínum?
Koliko dana ima sluga tvoj? Kad ćeš suditi progonitelje moje?
85 Ofstopamenn sem hata sannleika þinn og lög hafa grafið mér gryfju.
Oholnici mi jame iskopaše: oni ne rade po Zakonu tvojemu.
86 Lygi þeirra hefur komið mér í mikinn vanda. Þú elskar sannleikann, hjálpaðu mér!
Sve zapovijedi tvoje istina su sama: nekriva me gone, pomozi mi.
87 Þeir höfðu næstum gert út af við mig, en ég neitaði að láta undan og óhlýðnast lögum þínum.
Umalo me smrviše u zemlji, ali naredaba tvojih ja ne ostavljam.
88 Láttu mig halda lífi sakir miskunnar þinnar og ég mun halda áfram að fara eftir boðum þínum.
Po svojoj me milosti poživi i čuvat ću svjedočanstvo tvojih usta.
89 Drottinn, á himnum stendur orð þitt óhaggað um eilífð.
LAMED Dovijeka, o Jahve, riječ tvoja ostaje, stalna poput nebesa.
90 Trúfesti þín nær frá kynslóð til kynslóðar, hún stendur óhögguð eins og jörðin sem þú hefur skapað.
od koljena do koljena tvoja je vjernost; učvrstio si zemlju i ona stoji.
91 Hún varir samkvæmt orðum þínum. Allir hlutir lúta þér.
Po tvojim zakonima stoje zauvijek jer sve tebi služi.
92 Ég hefði örvænt og farist ef lögmál þitt hefði ekki verið unun mín.
Da nije tvoj Zakon uživanje moje, propao bih u nevolji svojoj.
93 Ég mun aldrei yfirgefa lög þín, í þeim fann ég lífsgleði og góða heilsu.
Naredaba tvojih neću zaboravit' dovijeka, jer po njima ti me oživljavaš.
94 Ég tilheyri þér! Ég bið þig, varðveittu mig! Ég vil breyta eftir orðum þínum.
Tvoj sam, Gospodine: spasi me, jer tvoje ja ištem naredbe.
95 Óguðlegir bíða færis til að drepa, en ég íhuga loforð þín og reglur.
Bezbožni vrebaju da me upropaste, ali ja na tvoje pazim propise.
96 Ekkert er fullkomið í þessum heimi nema eitt – orð þín.
Svakom savršenstvu vidim granicu, a zapovijed tvoja nema granica.
97 Ég elska þau! Ég íhuga þau liðlangan daginn.
MEM O, kako ljubim Zakon tvoj, po cio dan o njemu razmišljam.
98 Þau hafa gert mig vitrari en óvini mína, veitt mér leiðsögn gegnum lífið.
Tvoja me zapovijed mudrijim učini od dušmana mojih jer ona je sa mnom vječito.
99 Ég er orðinn hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar,
Umniji sam od svih svojih učitelja jer razmišljam o svjedočanstvima tvojim.
100 skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín.
Razumniji sam i od staraca jer tvoje čuvam naredbe.
101 Ég hef hafnað vegum illskunnar, því að ég vil vera hlýðinn orðum þínum.
Zla puta klone mi se noge da riječ tvoju sačuvam.
102 Ekki hef ég snúið baki við fyrirmælum þínum;
Od tvojih sudova ne odstupam, jer ti si me poučio.
103 orð þín eru sætari en hunang!
Kako su slatke nepcu mom riječi tvoje, od meda su slađe ustima mojim.
104 Orð þín ein veita mér skilning og vísdóm, er þá nokkur hissa þótt ég hati lygina?
Po tvojim naredbama postajem razuman, stoga mrzim sve putove lažne.
105 Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum. Það forðar mér frá hrösun.
NUN Tvoja riječ nozi je mojoj svjetiljka i svjetlo mojoj stazi.
106 Ég hef sagt það áður og segi enn: „Ég vil hlýða lögum þínum, þau eru yndisleg!“
Kunem se i čvrsto odlučujem, i riječ ću održati: pravedne ću tvoje slijedit' odluke.
107 Óvinum mínum hefur næstum tekist að koma mér á kné, frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér!
U nevolji sam velikoj, Jahve, po riječi me svojoj poživi.
108 Hlustaðu á þakkargjörð mína og kenndu mér vilja þinn.
Prinose usta mojih primi, Jahve, uči me sudovima svojim.
109 Líf mitt hangir á bláþræði, samt vil ég ekki óhlýðnast boðum þínum.
Život mi je u pogibelji neprestanoj, ali tvog Zakona ja ne zaboravljam.
110 Illmenni hafa lagt gildrur fyrir mig, en ég mun ekki víkja af þínum vegi.
Grešnici mi postaviše zamku, ali ne skrećem od tvojih naredaba.
111 Lög þín eru það besta sem ég á! – Þau eru fjársjóður minn og endast mér að eilífu!
Svjedočanstva tvoja vječna su mi baština, ona su radost mome srcu.
112 Ég er ákveðinn í að hlýða þér allt þar til ég dey.
Prignuh srce da vrši naredbe tvoje uvijek i do kraja.
113 Þeir finnst mér andstyggilegir sem haltra til beggja hliða – þeir sem ófúsir eru að hlýða þér. Mitt val er klárt: Ég elska boðorð þín.
SAMEK Ja mrzim one koji su dvostruka srca, a ljubim Zakon tvoj.
114 Þú ert skjól mitt og skjöldur og ég treysti orðum þínum.
Ti si moj štit i moj zaklon, u tvoju se riječ ja uzdam.
115 Burt frá mér, þið illgjörðamenn! Reynið ekki að fá mig til að óhlýðnast boðorðum Guðs.
Odstupite od mene, zlikovci: držat ću zapovijedi Boga svoga.
116 Drottinn, þú lofaðir að halda í mér lífinu. Láttu engan geta sagt að þú hafir brugðist mér.
Podrži me po svom obećanju i živjet ću; nemoj da se u svojoj nadi postidim.
117 Hjálpaðu mér svo að ég megi frelsast og halda áfram að íhuga orðin þín.
Pomozi mi i spasit ću se, na tvoja ću pravila svagda paziti.
118 Þú snýrð þér frá þeim sem afneita lögum þínum. Þeir verða sjálfum sér til skammar.
Ti prezireš one koji odstupaju od pravila tvojih jer je lažna misao njihova.
119 Illgjörðamennirnir eru eins og sorp í þínum augum. Ég vil ekki vera einn af þeim, og þess vegna elska ég þig og hlýði lögum þínum.
K'o hrđu zlotvore zemlje uklanjaš, zato ljubim tvoje propise.
120 Ég skelf af hræðslu við þig; óttast að þú dæmir mig sekan.
Moje tijelo dršće od straha pred tobom, sudova tvojih ja se bojim.
121 Ofursel mig ekki duttlungum óvina minna, því að ég hef iðkað réttlæti og verið heiðarlegur í öllu.
AJIN Činim što je pravo i pravedno, ne predaj me tlačiteljima mojim.
122 Lofaðu mér einu: Að blessa mig! Láttu ekki hina hrokafullu kúga mig.
Založi se za slugu svojega da me ne satru oholice!
123 Ó, Drottinn, hvenær ætlar þú að efna loforð þitt og frelsa mig?
Moje oči ginu od čežnje za spasenjem tvojim, za tvojom riječi pravednom.
124 Drottinn, gerðu við mig eftir gæsku þinni og kenndu mér, þjóni þínum, hlýðni.
Učini sluzi svom po svojoj dobroti i nauči me pravilima svojim.
125 Ég er þjónn þinn, gefðu mér því vit til að fara eftir reglum þínum í öllu sem ég geri.
Ja sam sluga tvoj: prosvijetli me da upoznam tvoje propise.
126 Drottinn, láttu nú til skarar skríða! Þessi illmenni hafa brotið lög þín.
Čas je, o Jahve, da se javiš: oskvrnuše Zakon tvoj.
127 Ég elska boðorð þín meira en skíra gull!
Stoga ljubim zapovijedi tvoje više no zlato, zlato žeženo.
128 Öll eru þau réttlát, boðorð Guðs, sama um hvað þau fjalla. Aðrar reglur vil ég ekki sjá.
Zato hodim po odredbama tvojim, mrski su mi svi lažni putovi.
129 Lögmál þitt er yndislegt! Er einhver hissa á að ég vilji hlýða því?
PE Divna su tvoja svjedočanstva, stoga ih čuva duša moja.
130 Þú útskýrir fyrir okkur orð þín og jafnvel einfeldningurinn skilur þau.
Objava riječi tvojih prosvjetljuje, bezazlene urazumljuje.
131 Orð þín vekja áhuga minn, ég hlusta á þau með opnum munni!
Otvaram usta svoja zadahtan u žudnji jer čeznem za zapovijedima tvojim.
132 Komdu og miskunnaðu mér, eins og öðrum þeim sem elska þig.
Obrati se k meni i milostiv mi budi kao onima koji ljube ime tvoje.
133 Leiðbeindu mér með lögum þínum, svo að hið illa nái ekki tökum á mér.
Korake mi upravljaj po svom obećanju da nikakva opačina ne ovlada mnome.
134 Bjargaðu mér úr klóm vondra manna svo að ég geti farið eftir fyrirmælum þínum.
Izbavi me od nasilja ljudskog, i naredbe tvoje ja ću čuvati.
135 Líttu til mín í náð þinni og kenndu mér lög þín.
Licem svojim obasjaj slugu svog i nauči me pravilima svojim!
136 Ég græt því að lög þín eru fótum troðin.
Potoci suza potekoše mi iz očiju jer se Zakon tvoj ne čuva.
137 Drottinn, þú ert réttvís og refsing þín sanngjörn.
SADE Pravedan si, Jahve, i pravi su sudovi tvoji.
138 Skipanir þínar góðar og réttlátar.
Dao si Zakon pravedan i vjeran veoma.
139 Ég er í uppnámi og reiðin sýður í mér, því að óvinir mínir hafa forsmáð lög þín.
Revnost me moja izjeda jer moji tlačitelji zaboravljaju riječi tvoje.
140 Ég hef séð að orð þín eru sönn og hrein, og þess vegna elska ég þau!
Tvoje su riječi prokušane veoma, zato ih tvoj sluga ljubi.
141 Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn en boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
Malen sam i prezren, ali naredaba tvojih ne zaboravljam.
142 Réttlæti þitt varir að eilífu, og lög þín eru byggð á trúfesti.
Pravda je tvoja pravda vječita i Zakon tvoj sama istina.
143 Boðorð þín eru huggun mín í andstreymi og neyð.
Tjeskoba me i nevolja snađe, al' tvoje su zapovijedi uživanje moje.
144 Lög þín eru réttlát í öllum greinum. Hjálpaðu mér að skilja þau svo að ég haldi lífi.
Vječna je pravda tvojeg svjedočanstva, prosvijetli me i živjet ću.
145 Ég ákalla þig af öllu hjarta! Bænheyrðu mig, Drottinn! Þá mun ég hlýða lögum þínum.
KOF Iz svega srca vapijem, Jahve, usliši me: tvoja ću pravila čuvati.
146 „Bjargaðu mér!“hrópa ég, „svo að ég geti hlýtt þér.“
K tebi vapijem, spasi me, tvojeg ću se držat' svjedočanstva.
147 Fyrir sólarupprás var ég á fótum, ég bað til þín og beið svars.
Pretječem zoru i molim za pomoć, u tvoje se riječi uzdam.
148 Já, ég vaki um nætur og íhuga fyrirheit þín.
Oči moje straže noćne pretječu da razmišljam o besjedi tvojoj.
149 Hlustaðu á bæn mína og miskunna mér, bjargaðu lífi mínu eins og þú hefur heitið mér.
Po svojoj dobroti, Jahve, glas mi poslušaj, i po svojoj odluci poživi me.
150 Nú koma illmennin, nú gera þau árás! Orð þitt þekkja þeir ekki, nei alls ekki.
Primiču se koji me podlo progone, daleko su oni od Zakona tvojega.
151 En þú Drottinn ert mér nærri, í trúfesti eru orð þín sögð.
A ti si blizu, Jahve, i vjerne su sve zapovijedi tvoje.
152 Ég heyrði orð þín í bernsku og veit að þau breytast ekki.
Odavno znam za tvoje propise da si ih sazdao zasvagda.
153 Líttu á sorg mína og bjargaðu mér, því að boðum þínum hef ég hlýtt.
REŠ Pogledaj na nevolju moju, izbavi me, jer Zakona tvog ne zaboravih.
154 Já, frelsaðu mig frá dauða samkvæmt orði þínu.
Parnicu moju brani, po svom obećanju poživi me!
155 Óguðlegir munu ekki frelsast því að þeim er sama um boðorð þín.
Daleko je spasenje od grešnika jer za pravila tvoja ne mare.
156 Drottinn, mikil er miskunn þín, bjargaðu lífi mínu!
Veliko je, o Jahve, tvoje smilovanje: po odlukama svojim poživi me.
157 Margir eru óvinir mínir og fjendur, en frá reglum þínum hvika ég ekki.
Mnogi me progone i tlače, od tvojih svjedočanstava ja ne odstupam.
158 Þarna eru svikararnir – mér býður við þeim! Þeim er alveg sama um orð þitt.
Otpadnike vidjeh i zgadiše mi se jer tvojih riječi ne čuvaju.
159 Drottinn, það skaltu vita, að ég elska boðorð þín. Miskunnaðu mér og leyfðu mér að halda lífi og heilsu.
Gle, naredbe tvoje ljubim, o Jahve: po dobroti svojoj poživi me.
160 Trúfestin er rauði þráðurinn í orðum þínum og reglur þínar vara að eilífu.
Srž je riječi tvoje istina, vječan je sud pravde tvoje.
161 Höfðingjar ofsækja mig án saka, hvað geri ég? – skoða lög þín með lotningu!
ŠIN Mogućnici me progone nizašto, al' samo pred tvojim riječima srce mi dršće.
162 Ég fagna yfir lögum þínum eins fundnum fjársjóði.
Radujem se besjedama tvojim kao onaj koji se domogao velika plijena.
163 Ég hata lygi og fals, en elska lög þín.
Mrzim na laž, grsti mi se ona, a ljubim tvoj Zakon.
164 Sjö sinnum á dag lofa ég þig vegna þinna réttlátu ákvæða.
Sedam puta na dan tebe hvalim zbog pravednih sudova tvojih.
165 Þeir sem elska lögmál þitt eiga frið í hjarta og er ekki hætt við hrösun.
Koji tvoj Zakon ljube, velik mir uživaju, ni o što se oni ne spotiču.
166 Drottinn, ég þrái hjálp þína og þess vegna hlýði ég boðum þínum.
Pomoć tvoju čekam, o Jahve, tvoje zapovijedi izvršavam.
167 Ég hef leitað og gætt boðorða þinna og elska þau af öllu hjarta.
Moja duša čuva propise tvoje i ljubi ih veoma.
168 Þetta veistu, því að allt sem ég geri þekkir þú til fulls.
Čuvam tvoje naredbe i svjedočanstvo tvoje, jer svi su putovi moji pred tobom.
169 Drottinn, heyr þú hróp mitt og gefðu mér skilning á orði þínu.
TAU Vapaj moj, Jahve, nek' do tebe dopre, po svojoj me riječi prosvijetli.
170 Hlusta á bænir mínar og frelsaðu mig eins og þú lofaðir mér.
Nek' molitva moja dođe pred lice tvoje, po svojoj me riječi izbavi.
171 Ég vegsama þig því að þú kenndir mér boðorð þín.
Usne moje nek' zapjevaju pohvalnu pjesmu jer si me naučio pravilima svojim.
172 Efni þeirra er lofgjörð mín, öll eru þau réttlát.
Nek' mi pjeva jezik o riječi tvojoj, jer zapovijedi su tvoje sve pravedne.
173 Veittu mér lið þegar ég þarfnast hjálpar, því að ég hef kosið að hlýða þér.
Nek' mi ruka tvoja na pomoć bude jer odabrah tvoje naredbe.
174 Ó, Drottinn, ég þrái hjálpræði þitt og lög þín elska ég!
Jahve, za tvojim spasenjem čeznem, uživam u tvom Zakonu.
175 Láttu sál mína lifa svo að ég geti lofað þig og orð þín styðja mig á göngu lífsins.
Nek' živi duša moja i neka te hvali, a tvoji sudovi nek' mi na pomoć budu!
176 Ég villist eins og týndur sauður, leitaðu mín, því að boðorðum þínum hef ég ekki gleymt.
K'o ovca izgubljena ja zalutah: o, potraži slugu svojega jer zapovijedi tvoje ja ne zaboravih.