< Sálmarnir 113 >
1 Hallelúja! Þið þjónar Drottins, lofið nafn hans.
2 Lofað sé nafn hans um aldur og ævi!
3 Vegsamið hann frá sólarupprás til sólarlags!
4 Því að hann er hátt upphafinn yfir þjóðirnar og dýrð hans er himnunum hærri.
5 Hver kemst í samjöfnuð við Guð hinn hæsta?
6 Hann situr hátt og horfir niður á himin og jörð.
7 Hann reisir hinn fátæka úr skítnum, leiðir hinn hungraða frá sorphaugnum
8 og fær þeim sæti með tignarmönnum!
9 Fyrir hans hjálp verður hún hamingjusöm móðir – konan sem ekki gat fætt manni sínum börn. Hallelúja! Lof sé Drottni!